blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 38

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaðið „Ég var í stöðugri leit, var sveimhugi sem lifði í Ijóðum. Þegar ég lenti inni í leikhúsinu á Akureyri, ómótaður unglingur, þá kom ég inn í heim þar sem var rýmifyrir tilfinningar mínar, þrár og langanir. Ég gat búið eitthvað til úr þessum tilfinningum." V' iðar Eggertsson steig ungur maður á leiksvið og hefur síðan unnið sem leikari og leikstjóri. „Þegar ég skoða líf mitt sé ég að ég hef alltaf verið að fást við sjálfan mig,“ segir hann. „Samt á ég ekki minn- ingar, eingöngu frásagnir annarra um tilvist mína. Ég man ekki neitt en rígheld i þessar myndir sem aðrir hafa fært mér af því sem einu sinni var. Ég er í sjálfu sér mjög sáttur við þetta en ég hef stundum hugsað um ' það af hverju ég man ekkert. Öðru hvoru hitti ég fólk sem minnist ein- hvers í sambandi við mig og ég man það ekki. Ég hef sætt mig við þetta með því að halda fram að ég lifi bara í núinu og framtíðinni en ekki í for- tíðinni. Kannski er það bara hálf- kærsknisleg afsökun fyrir því að horfast ekki í augu við þetta." Miskunnarlausir tímar Hvaðafrásagnir annarra eru þetta? „Ég varð fyrir mjög undarlegri reynslu sem barn. Móðir mín, fá- tæk verksmiðjukona, frá Akureyri, ákvað að freista gæfunnar í lífinu og fara suður eftir strið, þá rúmlega þrítug. Hana dreymdi drauma eins og kannski allar verksmiðjustúlkur heimsins hafa gert um að fara eitt- hvað þar sem lífið væri betra. Hún kom til Reykjavíkur á þeim tíma þegar gríðarlegur fólksstraumur var til borgarinnar og mikil húsnæði- sekla. Hún vann í Vinnufatagerðinni við að sauma vinnuvettlinga. Hún varð ófrísk og svo ólánsöm að barns- faðir hennar vildi ekkert með hana hafa. Það er ekki fyrr en hún átti að fæða að það uppgötvast að hún gekk með tvíbura. Hún fæddi dreng og stúlku, drengurinn var ég. Þetta voru miskunnarlausir tímar og engin úrræði fyrir ein- stæða móður með tvö börn. Henni var bent á að setja þessi nýfæddu börn sín á vöggustofu sem var rekin af virtum konum í bænum. Þar vorum við vistuð, ég og systir mín. Móðir mín ætlaði ekki að hafa okkur þar lengi, stefndi að því að koma sér upp húsnæði svo hún gæti tekið okkur til sín. Hún flutti til Njarðvikur, fékk sér vinnu og lagði fyrir pening til að geta eign- ast húsnæði. Það liðu tvö og hálft ár þar til sá draumur varð að veru- leika. Við systkinin vorum á vöggu- stofunni frá sumrinu 1954 fram í desember 1956.“ Lokaður heimur vöggustofunnar Þú gerðir útvarpsþátt um þessa vöggustofu sem var fluttur í Ríkis- útvarpið árið 1993. Afhverju fannst þér mikilvœgt að gera útvarpsþátt um hana? „Ég vissi alltaf að þetta hefði verið skrýtin tími. Löngu seinna þegar ég var að verða fertugur fór ég að safna upplýsingum um vöggustof- una, þennan tíma og þetta líf. Ég hafði að yfirskini að ég vildi búa til útvarpsþátt úr þessum upplýs- ingum. Það hefur alltaf verið eina leið mín í lífinu til að nálgast eitt- hvað sem hefur gerst í lífi mínu, að gera listaverk úr því. Þannig var einnig í þetta sinn. Ég spurði móður mína um þennan tíma en hún sagðist ekkert muna. Nokkrum mánuðum síðar spurði ég hana aftur hvað hefði gerst og gat ýtt að henni ákveðnum staðreyndum. Þá brast hún í óstöðv- andi grát og kom ekki upp orði. Ég hélt áfram með reglulegu millibili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.