blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 18
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarf uiltrúi: Árogdagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elin Albertsdóttir Okurleiga, okursala Leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annar ekki eftirspurninni og þess vegna er verðið komið út fyrir allt sem getur talist eðlilegt. í miðbæ Reykjavíkur hefur verð á leiguhúsnæði hækkað gríðarlega undanfarið og dæmi er um 30 fermetra, gamlar kjallaraíbúðir sem leigðar eru á 70 þús- und krónur. Það þykir ekkert óvenjulegt að leigusalar setji upp um og yfir tvö þúsund krónur fyrir fermetrann og það er 100% hækkun á stuttum tíma. Verðið ræðst auðvitað af eftirspurninni sem virðist vera langt um- fram framboð um þessar mundir. Af hverju skyldi vera svo mikil eftirspurn eftir leiguhúsnæði? Jú, það er vegna þess að ungt fólk hefur ekki ráð á að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Það hefur ekki um annað að velja en að leigja vilji það fara úr foreldrahúsum. Margt af þessu unga fólki hefur ekki einu sinni ráð á að leigja svo það á ekki margra kosta völ. Þess vegna býr fólk nú mun lengur heima hjá for- eldrum en áður tíðkaðist. íbúðaverð hefur hækkað upp úr öllu valdi, eins og allir vita, og varla er hægt að fá nokkra almennilega íbúð undir 17 milljónum króna. Það eru ansi miklir peningar fyrir fólk sem er að koma úr skóla eða er með meðaltekjur. Þrátt fyrir að fasteignasalar beri sig alla jafna mjög vel þegar þeir eru spurðir um fasteignasölu þá er staðreyndin sú að ansi mörgum er neitað um greiðslumat og geta alls ekki keypt sína fyrstu íbúð. Fasteigna- salan gengur því frekar út á að menn séu að skipta um íbúð heldur en að kaupa sína fyrstu. Þó mun vera þekkt að foreldrar láni börnum sínum veð í eigin íbúð til að þau geti skuldsett sig í topp í íbúðarkaupum. Þótt allir vilji standa í skilum þá getur margt komið upp á í lífinu sem breytir veru- leikanum og ef erfiðleikar koma upp þá hafa „fullorðnu börnin“ komið foreldrum sínum í erfiða skuldastöðu. Það er ekki viðunandi. Lán á íbúðum miðast við brunabótamat íbúðar en það er ekki í neinu samræmi við verðlag á íbúðum. Ef skoðaðar eru fasteignaauglýsingar kemur berlega í ljós að þarna er oft langur vegur á milli. í Blaðinu í gær var rætt við Björn Þorra Viktorsson fasteignasala sem er jafnbjartsýnn og allir aðrir fasteignasalar sem talað er við í fjölmiðlum. „Það selst alltaf allt þótt auðvitað sé ekki hægt að reikna með að allt seljist á einu bretti. Það er bara gott að fólk geti valið um hvar það vill setja sig niður,“ segir Björn þegar rætt var við hann um gríðarlegan fjölda nýbygg- inga og framtíðarspár í þeim efnum. Það er ábyrgðarlaust af fasteignasölum að lýsa endalaust yfir þessari bjartsýni. Á spjallvefjum á Netinu hefur fólk sagt frá því að fasteignasalar neiti því um að lækka verð á eignum sínum sem hafa verið lengi til sölu. Skýringin er sögð sú að það sé neikvætt fyrir markaðinn. Það er offram- boð á nýju húsnæði, mikið af eldra húsnæði hefur verið lengi í sölu og ungt fólk hefur ekki möguleika á að kaupa sína fýrstu íbúð. Fasteignasalar segja að þetta sé allt í góðu jafnvægi. Er ekki eitthvað skrýtið hér á ferðinni? Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins PENZIM ÍSLENSK NÁTTÚRLÍVARA UNNIN ÚR SJÁVARRÍKINU UMHVERFIS ÍSLAND Dr. Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefnafræði, hefiir unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim. Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana 18 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaöió yzTTfi rR. VoKlflVST. hfAntí NErrnn flT UPP ^ÍGUIiBHpS JiALLoÓK9 Á§GRÍM&Smar tvema HAijbj vAi Vofa kommúnismans! Kommúnistaávarpið hefst á meist- aralegri orðræðu Karls Marx um vofu kommúnismans sem gangi nú ljósum logum í Evrópu. Síðan eru liðin 160 ár og draugur þessi lætur lítt á sjá. Við talsmenn Draugaset- ursins á Stokkseyri höfum margoft boðið draugi þessum að setjast að í kyrrð á setri voru en forgefins. Vofa þessi leikur stórt hlutverk í stjórn- málaumræðu á Islandi eins og alls staðar í Evrópu og það hættulegasta við hana er að sumir halda hana dauða eftir að kalda stríðinu lauk. Alls staðar þar sem misvitrir alþýðu- leiðtogar ala á sundrung, hræðslu við framtíðina og óljósu réttlætis- hjali. Alls staðar þar sem alið er á óttanum við hið skipulagslausa og villta hagkerfi kapítalismans. Alls staðar þar er vofa kommúnismans á ferð. Draugi þessum fylgir myrkur, fáfræði, kúgun og eymd. Kommavofan í ES Við hittum vofu þessa fyrir í Evr- ópuumræðunni og endurvakta í skrifræðisskrímslinu í Brussel þar sem því er trúað líkt og í Kreml að hægt sé að stjórna öllu stóru sem smáu með blýanti. Meistarinn úr Suðursveit, Þórbergur Þórðarson, orðaði þetta einhvern tíma svo að sá munur væri á kapítalismanum og sósíalismanum að í síðarnefnda kerfinu væri stjórn samfélagsins vísindaleg. Það þarf ekki að taka það fram fyrir lesendum að Þór- bergur var í senn einn mesti andans snillingur þjóðarinnar á 20. öld og mestur rati í pólitík. Og gallharður sósíalisti. En einmitt þeir sem trúa á vís- indin í þjóðfélagsstjórnun verða alltaf andstæðingar frelsisins. Og fyrir utan hin járngráu lönd kommúnismans er helsið eigin- lega hvergi meira og verra en í Evrópusambandsríkjunum. Ófrelsishugsun Framtíðarlandsins En þessi helsishugsun, trúin á ófrelsið og hin þjóðfélagslegu vís- indi birtist víðar. Kemur í raun og veru glögglega fram í hræðsluáróðri Framtíðarlandsins þar sem hamrað er á að við verðum að stöðva allar framkvæmdir í landinu þar til við höfum með vísindin ein að vopni Bjarni Harðarson komist að því hvar megi velta steini og hvar ekki. Það megi alls ekki leyfa stjórnmálamönnum að ákveða neitt í þeim efnum, valdið eiga að vera hjá embættisráðnum vísinda- mönnum sem eru óskeikulir. Nú er það auðvitað svo að vís- indamenn geta ekkert betur en fiskvinnslukonur eða bændur tekið pólitískar ákvarðanir. Og það verður aldrei neitt annað en pólitísk ákvörðun hvar við eigum að heimila framkvæmdir og hvar við eigum að friða. Það eru ákvarðanir sem eru hvergi betur komnar en hjá lýðræð- islega kjörnum stjórnvöldum þessa lands. Allt hjal um að færa völd stjórnmálamanna yfir til andlits- lausra vísindalegra embættismanna er angi af draugagangi. Draugagangi kommúnismans. Þjóðnýtingaráform í sjávarútvegi Þriðja dæmið um þennan drauga- gang sem mig langar til að víkja að hér eru þjóðareignarhugmyndir. Ný- lega lögðum við Framsóknarmenn til að í Stjórnarskrá landsins væri sett ákvæði um að fiskimiðin væru þjóðareign. Ákvæði sem væri ekk- ert annað en staðfesting á því sem er og skerpir um leið á þeirri stöðu sem er í kvótakerfinu sem er kerfi þar sem ákveðinn hópur manna hefur takmarkaðan og tímabund- inn veiðirétt. Réttsýnir menn hafa lengi talið brýnt að skerpa á þessari réttarstöðu og brjóta á mögulegum hefðarrétti útgerðar. Skuspilið sem vinur minn Össur Skarphéðinsson setti í gang af þessu tilefni sannfærði mig um þrennt. Fyrst að það er ekkert nýtt undir sól- inni. í öðru lagi að Össur hefur engu gleymt síðan hann var blóðrauður bolsi á Þjóðviljanum. í þriðja lagi að bolsum er nú sem fyrr mest um vert að efna til ófriðar. Þjóðarhagur - hvað kemur þeim hann við! En kommarnir í landinu komu allt í einu grímulausir fram og töl- uðu eins og það væri réttlætismál að þjóðnýta sjávarútveginn. Glömr- uðu á fölskum kommaloforðum um réttlæti sameignarkerfisins svo að jafnvel krimti af gleði í löngu stirðn- uðum múmíum þeirra Leníns gamla og Stalíns. Höfundur skipar annað sætið á lista Fram- sóknarflokksins í Suðurkjördæmi og er sérfræðingur í draugagangi. PENZIM er hrein, tær og litarlaus náttúruvara byggð á vatnien ekki fitu. PENZIM inniheldur engin ilmefni, litarefni eða gerviefni sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum. PENZIM inniheldur engar fitur, oílur eða kremblöndursem geta smitað og eyðilagt flíkur eða rúmföt. PENZIM GEI, WlJH 'ii n\ii mi u n n m m» MARIXf AdvatKctl 61<ín «e KvMlý (Uíc I mwuI. S<Mtr»lMnK PENZIM I.OTION VSKM AI I NATI RAl Si'ITR WTTIU. \l \HI\l I VrVMI *. <UvM(nJ M»»n Ar U MoMnriunn Ar N»M»*twnA Penzim fæst í apótekum, heilsubúðum og verslunum Nóatúns um land allt. penzim.is Klippt & skorið Allmargir furða sig á sístækkandi köku sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar þegar kemur að útsendingum á íþróttavið- burðum. Síðustu misseri hefur stöðin tryggt sér Formúlu 1 frá Ríkis- < sjónvarpinu og Enska » boltann frá Skjánum. Þess utan eiga þeir rétt- inn á meistaradeildum í fótbolta og handbolta, landsleikjum flestum hverjum, hnefaleikum, ameríska fótboltanum og körfuboltanum og PGA mótaröðinni f golfi. Tvennt undrast menn einkum; annars vegar hvernig stöðin ætlar að sýna beint frá öllum þessum viðburðum með aðeins tvær sjónvarpsrásir og hins vegar hvort slfk einokun á öllum vinsælustu íþróttakapp- ieikjum erlendis sé eðlileg eða brjóti mögu- lega í bága við einhver samkeppnislög? Telst gárungunum til að stöðin greiði milli 200 til 300 milljónir króna árlega fyrir herlegheitin. Klippari hafði á orði ísíðasta pistli hversu illa gengi að manna stöður innan lög- reglu og auglýst væri enn á ný þetta sumarið eftir afleysingafólki sem ekki þarf að hafa lokið menntun i Lögregluskólanum. Dómsmálaráðuneytið fann að umfjölluninni, nánar tiltekið þeirri fullyrðingu að brottfall væri mikið úr Lögreglu- skólanum og það væri ein orsök þess að leita þyrfti til ófaglærðra. Bendir ráðuneytið á að rúm 91 prósent þeirra sem numið hafa við skólann starfi við löggæslustörf í dag. Orsök þess að leitað er til ófaglærðs fólks hlýtur því að liggja í að skólinn útskrifar ekki nógu marga en reyndar stendur það til bóta átta árum eftir að hann tók til starfa. Tæplega hundrað lög- reglumenn verða útskrifaðir á næsta ári. Ef þú færð inflúensu á næstunni og hefur áhuga að taka þátt f rannsókn vegna þess er óskað eftir að þú hafir samband við Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna. Svo hljómar auglýsing frá Decode og Landspít- alanum sem birst hefur undanfarna daga. Gott og blessað að rannsaka þann forna djöful sem inflúensuveiran er og erfðafræðilega þætti er henni tengjast. Klipp- ari furðar sig á hvort farið hafi fram hjá honum einhver stórtæknileg nýjung sem geriralmúg- anum kleift að vita með góðum fyrirvara hvort inflúensa gerir sig heimakomna. Þvílíkur munurfyrir atvinnurekendur. albert@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.