blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 47

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 47
blaðið LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 47 Steinunn Vala Sigfúsdóttir „Ég sé ekki eftir þessum tíma því ég fékk mörg tækifæri ikjölfarið. þetta varþess virði og hefur kennt mér mikið en þegar ég lít til baka þá var þetta erfitt. “ Hef ákveðnar skoðanir Af framgöngu Steinunnar Völu í verkfallinu var ljóst að þar væri ákveðin ung kona á ferð enda segist hún hafa ákveðnar skoðanir á sam- félaginu. „Ég var ellefu ára gömul þegar ég byrjaði að lesa blöðin, þetta var mjög meðvituð ákvörðun hjá mér og ég hugsaði með mér að nú væri ég orðin nógu stór til að lesa Morgun- blaðið. Ég píndi mig til að lesa það því mér fannst það nú yfirleitt leiðinlegt. Ég hef enn þá mjög gaman af að fylgj- ast með og hef ákveðnar skoðanir á flestu. Þegar ég var formaður félags framhaldsskólanema hélt ég reglu- lega fundi með nemendunum til að fá þeirra viðbrögð. Ég fann að þeir sem eru í forystu og í svona hlutverki hafa ótrúlega mikil völd. Ég fann að ég vissi aðeins meira en hinir nem- endurnir því ég var í þessari stöðu og þá fann ég hve auðvelt er að sannfæra fólk og fá það á sitt band. Fólk segir stundum að stjórnmálafólk hafi engin völd en ég er ekki sammála því. Sem einstaklingur getur maður haft ótrúlega mikið að segja um sam- félagið sem maður býr í. Við þetta tækifæri fann ég að það er virkilega hlustað á það sem maður hefur að segja.“ „Ég kom aftan að honum og það helltist yfir mig sú tilfinning að hann væri aleinn, einn, lítill og einmana. Ég bara varð að eignast annað barn því ég gat ekki látið hann fara einan í gegnum lífið." Líkar vel við flesta Steinunn Vala vill hins vegar ekki kannast við að hún stefni á frama í stjórnmálum. „Á meðan verkfallinu stóð fór ég á nokkra fundi með Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráð- herra, og Birni Bjarnasyni, þáverandi menntamálaráðherra, og þeir reynd- ust mér mjög vel. Það má segja að þeir hafi orðið til þess að ég fór í Sjálf- stæðisflokkinn. Éghefþví unnið tölu- vert fyrir flokkinn, var í einhverjum nefndum og talaði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en svo eignað- ist ég börn og hef ekki tíma í þetta lengur. Mér finnst gaman að stússast í stjórnmálum og ég hef oft hugsað með mér að þetta væri kannski minn vettvangur af því mér finnst gaman í félagsstörfum. En svo er til dæmis einn vinkill á stjórnmálum sem er af- skaplega leiðinlegur og það eru próf- kjörin og baráttan. Ég vil að öllum líki vel við mig og mér líkar vel við flesta. Mér finnst allt í lagi að takast á við einhvern en ef þú ætlar að koma þér áleiðis í þínum flokki þá þarftu að hafa stuðningsmenn sem ætla að kjósa þig fram fyrir hina. Ég er lítið fyrir þess háttar baráttu." Stolt af því að vera tvíburi Steinunn Vala á tvö börn með unnusta sínum, Stefáni Eiriks Stef- ánssyni, tveggja ára strák og fimm mánaða strák. „Það er svolítið í stíl við mig að eiga tvö börn með stuttu millibili. Ég hef oft hugsað um það af hverju ég velji mér alltaf erfiðar leiðir í lífinu. Ég valdi mér erfitt nám, fór ein norður þegar ég var tiltölulega ung og hef tekið mikið að mér. Þegar eldri sonur minn var sjö mánaða hóf ég að setja hann i pössun annars slagið. Eitt sinn þegar ég kom að sækja hann í pössun sat hann einn á gólfinu með lítið dót. Ég kom aftan að honum og það helltist yfir mig sú tilfinning að hann væri aleinn, einn, lítill og einmana. Ég bara varð að eignast annað barn því ég gat ekki látið hann fara einan í gegnum lífið. Ég hef náttúrlega alltaf haft einhvern, ef einhver var að stríða mér var tvíburabróðir minn strax mættur og öfugt. Það er margt líkt með okkur systkinunum og við eigum margt sameiginlegt. Við völdum til dæmis svipað nám, hann fór i rafmagnsverkfræði og ég í bygg- ingarverkfræði. En að öðru leyti erum við ólík, ég er frekar róleg en hann getur verið svolítið stressaður. Við höfum náttúrlega alltaf fylgst að og það eru hlutir sem ég deili með honum sem ég veit að önnur systk- ini deila ekki með hvort öðru. Hann veit allt um mig og við erum mjög náin. Þetta er mjög skemmtilegt og ég er mjög stolt af því að vera tví- buri. Ég nánast vorkenni þeim sem eiga ekki tvíbura því þá á maður sér alltaf einhvern bandamann.“ Gerðist allt frekar hratt Þrátt fyrir að oft sé mikið að gera segist Steinunn mæla með því að eignast tvö börn með stuttu milli- bili. „Þetta er reyndar dálítið erfitt en ofsalega skemmtilegt. Oftast finnst mér þetta mjög þægilegt og þetta gengur miklu betur en ég bjóst við. Bræðurnir eru strax farnir að tengjast og eldri strákurinn leikur við þann yngri. Ég bind miklar vonir við að þeir verði ofsalega góðir vinir og hafi ofan af fyrir hvor öðrum. Kannski eignast ég fleiri börn seinna en ekki á næstunni. Maður- inn minn var alveg til í annað barn ” en núna hefur hann áhyggjur ef ég sé óléttar konur og brosi,“ segir Stein- unn Vala og hlær en hún og Stefán kynntust í MA. „Við byrjuðum í skólanum á sama tima og vorum í sama vinahópi. Við fórum tvisvar á stefnumót en það varð ekkert meira úr því. Svo kynntist hann tvíbura- bróður mínum þegar þeir voru í há- skólanum og þeir urðu mjög góðir vinir. Fljótlega eftir það kviknuðu* einhverjir neistar á milli okkar og við fórum að vera saman. Núna erum við búin að vera saman í rúm þrjú ár og það gerðist því allt frekar hratt hjá okkur. Hins vegar erum við bæði mjög sátt við það, við höfðum þekkst lengi þegar við byrjuðum saman, vissum hvað við vildum og vorum reynslunni ríkari." svanhvit@bladid.net eso dekor BÆJARLIND 12 - S: 544 4420 Tilboðsvörur í mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.