blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 56

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 Itroösla blaðið Stuffers er hópur fólks með undarlegar langanir sem beinast að ítroðslu matar en þessi hópur fær sitthvað út úr því að láta aðra einstaklinga borða svo mikið að magi þeirra standi útblásinn. Samband sem byggist á niðurlægingu og kúgun Með tilkomu Netsins hefur að- gangur fólks að ýmiss konar efni aukist gríðarlega og einstaklingar með vægast sagt undarleg áhuga- mál eiga auðveldara með að kom- ast í snertingu við efni sem falla undir áhugasvið þeirra sem og í kynni við annað fólk sem deilir með þeim þessu áhugamáli, sem þykir kannski ekki boðlegt hverj- um sem er. Einn slíkur hópur, sem ekki fer hátt um, kallast Feeders eða fóðrar- ar en innan hans er nær eingöngu að finna karlmenn sem allir eiga það sameiginlegt að örvast kyn- ferðislega við tilhugsunina um of- fitu. Draumórar eða ofbeldi Fóðrun eða feederismi er kyn- ferðislegt blæti sem gengur út á neyslu risastórra matarskammta. Sá sem er í hlutverki fóðrara sér viðtakanda fyrir óhóflegu magni matar annað hvort í þeim tilgangi að stuðla að þyngdaraukningu eða vegna þess að hann nýtur þess að fóðra annan einstakling. Fóðrarar eru yfirleitt hópur manna sem eru helteknir af offeit- um konum og sækjast stíft eftir sambandi við einstaídinga sem eru feitlagnir með það í huga að fita þá enn meira, en ýmsir klúbbar gera út á þetta erlendis og á Netinu er fjöldi netsiðna sem sýna eingöngu konur sem eiga við offituvanda- mál að stríða í kynferðislegum eða klámfengnum stellingum. Þrátt fyrir að löngunin til þess að fá annan einstakling til þess taka hraustlega til matar síns virðist frek- ar skaðlaus vex sá hópur karlmanna sem sættir sig ekki eingöngu við íturvaxna maka. Þessir menn beita þvingunum til þess að fá maka sína til þess að innbyrða meiri mat, þá ýmist með því að hvetja til ofáts eða þá að þeir ganga svo langt að þvinga matinn ofan í viðkomandi trekk í trekk þar til þyngdin er orðin að al- varlegu vandamáli og þeir sem fóðr- aðir eru geta hvorki hreyft legg né lið vegna offitu. Fóðrun er talin vera ákveðið form ofbeldis þar sem fóðrarinn of- elur þolandann eða viðtakandann Fóðruð Hópur karlmanna sem kallast fóðrarar eru helteknir af gríöarlega holdmiklum konum sem verður að lokum fangi í eigin líkama. Margir benda þó á að þol- andinn sé oft samþykkur í upphafi sambands vegna þess að hann nýtur þeirrar miklu aðdáunar sem hann fær frá makanum við hvert kíló sem hann bætir á sig en oftast eru þetta einstaklingar sem hafa alla tíð verið yfir kjörþyngd og hafa litla aðdáun hlotið frá öðrum fyrir vikið. Oftast einkennist samband sem byggist á fóðrun af mikilli kúgun og þvingunum þar sem höfuðmarkmið fóðrarans er að ofala þolandann og gera hann háðan sér að öllu leyti. Það gerist þegar þolandinn verður farlama vegna ofþyngdar og þarf að treysta algjörlega á umsjá mak- ans dags daglega en fóðrararnir eru nánast alltaf ráðandi aðilinn í sam- bandinu. Afbrigðilegar hvatir Innan hóps Fat admirers eða of- fituaðdáenda sem fóðrarar teljast til, hneigjast þó ekki allir til fóðrunar. Helsti munurinn á þeim sem eru ein- göngu fyrir mjög holdmiklar konur og þeim sem teljast fóðrarar er sá að þeir síðarnefndu hafa óeðilega þörf fyrir að fita aðra manneskju. Þrátt fyrir þessar undarlegu hvatir átta líklega flestir þessara manna sig á hættunni sem fylgir þessu og reyna að fá útrás með öðrum leiðum eins og með því að skoða myndir eða lesa svokallaðar Weight Gain Ficti- ons sem eru skáldsögur þar sem söguþráðurinn snýst á einhvern hátt um þyngdaraukningu aðalper- sónunnar. Þeir sem hins vegar stunda fóðr- un af fullum krafti sjá lítið athuga- vert við það og margir eru þess fullvissir um að samband þeirra sé byggt á samþykki beggja aðila þrátt fyrir að flestum öðrum sé það ljóst að slíkt samband snúist frekar um kúgun og niðurlægingu heldur en neyslu matar. Feederismi tengist líka oftast af- brigðilegumkynferðislegumlöngun- um þar sem fóðrarinn dreymir um að stunda kynlíf með einstaklingi sem vegur óeðlilega mikið og örv- ast ekki nema viðkomandi sé langt yfir kjörþyngd. Fóðrari hefur því yfirleitt ákveðin þyngdarmarkmið í huga og gerir allt hvað hann get- ur til að koma maka sína í ákveðna þyngd með því að fóðra hann hvar og hvenær sem er. Oftast er þyngd- araukandi efnum bætt út í fæðuna og sumir ganga jafnvel svo langt að neyða fitu í fljótandi formi ofan í mgkann með aðstoð magaslöngu. Ganga mislangt Með tilkomu Netsins hefur þessi hópur átt mun auðveldara með að nálgast efni tengt þessum fantas- íum og hefur vöxtur feederisma auk- ist talsvert á undanförnum árum. Aðgangur að klámfengnu efni þessu tengdu er nú orðin mun meiri en áð- ur en slíkt var upphaflega eingöngu bundið ákveðnum tímaritum eins og BUF og Dimensions en fyrsta klámtengda efnið sem var eingöngu tileinkað feederisma var fréttabréf sem kallaðist The Feedlot. Einstaklingar sem aðhyllast fee- derisma ganga þó mislangt til þess að fá útrás fyrir hvatir sínar. Sumir fóðrarar vilja eingöngu fita einstak- linga sem eru grannir fyrir á meðan aðrir hafa það markmið að slá öll þyngdarmet eins og raunin var með hjónin Ginu og Mark sem heimildar- myndin Fat Girls and Feeders (2003) fjallaði um, en Gina hlaut þann vafasama heiður að komast í heims- metabók Guiness sem feitasta kona í heimi. Feitasta kona í heimi I tilviki Ginu var það helsta mark- mið eiginmanns hennar að gera hana að feitustu konu í heimi. Mark var heltekinn af holdafari hennar og reyndi að fita hana allt hvað hann gat á sem stystum tlma. Ekki nóg með það heldur myndaði hann konu sína nakta svo að aðrir innan þessa furðulega hóps gætu fylgst með ár- angrinum. Gina var feitasta kona í heimi á sínum tíma en hjónin kynntust í gegnum einkamálasíðu þegar hún var 24 ára gömul, en þá vó hún 179 kíló. Mark sem var fráskilinn hafði yfirgefið fyrri konu sína þegar hún gerði honum þann óleik að fara í megrun, sá þarna kjörið tækifæri þegar hann kynntist Ginu og hóf fljótlega að bera í hana mat og inn- an tíðar vó hún hátt i 400 kíló og gat hvorki gengið né staðið upprétt hvað þá sinnt vinnu eða heimili. Gina var því algjörlega háð manni sínum og var það ekki fyrr en hún hafði verið við grafarbakkann nokkrum sinn- um að hún leitaði sér aðstoðar og fór í magaminnkun en hún vegur í dag um 190 kíló. Skaðinn af þessarri offóðrun eig- inmannsins verður aldrei afturkræf- ur og er nokkuð ljóst að hann þarf nú að beina hvötum sínum í annan farveg eða að minnsta kosti að leita sér hjálpar. hilda@bladid.net ftAtL6<j>7 kjöt Helgartilboð T-Bone steik á pönnuna eða í ofninn á aðeins 2990.- kr.kg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.