blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 40

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaðið Starf við verðkannanir fyloist MEí> OKKlIli VI1> FYLG.1IJMST ® MGÐ VEBJHNU! Við óskum eftir sjálfstceðum, röggsömum og samviskusömum starfskrafti til verðkannana. Þarf helst að hafa unnið í matvöruverslun og/eða hafa góða vöruþekkingu. Starfstími í fullu starfi er 8-18 og helgarvinna er eftir samkomulagi en bœði getur verið um fullt starf og hlutastarf að raeða. Umsœkjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst og hafi vinsamlegast samband við Svan starfsmannastjóra s: 691 9988 eða skrái sig inná bonus.is. „Ég man ekki neitt en rígheld íþessar myndir sem aðrir hafafært mér afþví sem einu sinni var. Ég er í sjálfu sér mjög sáttur við þetta en ég hefstundum hugsað um það afhverju ég man ekkert." „Má ég snerta þig?“ Ég sagði „já“. Þá kom hún með fingurgómana að andliti mínu, snerti það mjúklega og sagði: „Þú varst barnið mitt. Eg vann á þessari vöggustofu og þú varst barnið mitt þar. Svo hætti ég og skildi þig eftir því ég gat ekki af- borið hvernig aðstaðan var þarna. Ég hef fylgst með þér síðan og hef tekið eftir því að þegar þú ert óstyrkur í viðtölum í sjónvarpi þá strýkurðu þumlinum yfir varirnar. Veistu af hverju þú gerir það?“ „Nei,“ sagði ég. „Ég gerði þetta alltaf við þig þegar þú varst lítill, þegar þú varst óvær þá tök ég höndina á þér og lét þig strjúka með þumlinum um varirnar. Þess vegna gerirðu þetta,“ sagði hún.“ Lifi til að deyja Hvað varð um þetta heimili? „Árið 1967 hélt Sigurjón Björns- son sálfræðingur sem þá var bæj- arfulltrúi Sósíalistaflokksins ræðu í bæjarastjórn Reykjavíkur þar sem hann kallaði heimilið gróðrastíu andlegrar veiklunar og sagði að börn sem þaðan kæmu myndu mörg hver aldrei bíða þess bætur. Skellt var skollaeyrum við orðum hans. Þetta var á tímum kalda stríðsins og hann í Sósial- istaflokknum en konur, „betri borgarar“, stóðu að rekstri þessa heimilis. Orð Sigurjóns voru talin ósvífin árás á fórnfús störf þeirra. Heimilinu var ekki lokað fyrr en seinna.“ Þessa fyrsta reynsla þín ( lífinu þar sem var svo mikil einangrun hlýtur að hafa mótað þig. Áttu auðvelt með að eiga samskipti við aðra? „Þetta er mótsagnakennt en meðan ég vil vera trúðurinn sem heillar þá er ég um leið haldinn ákveðinni félagsfælni. Ég dreg mig í hlé og vil vera með sjálfum mér. Mér finnst óþægilegt að vera í miklu margmenni. Mér fannst hins vegar alltaf í góðu lagi að vera á sviði vegna þess að það var ekki ég sem var þar heldur persónan sem ég var að leika hverju sinni.“ Á hvað trúirðu? „Ég hef enga aðra trú en þá að ég lifi til að deyja. Ég trúi ekki á annað líf og hef varið lífi mínu í að sættast við að einn daginn mun ég hverfa og gufa upp eins og hvert annað leikhúslistaverk sem ég hef búið til. Þá verð ég ekki fyrir meir og það er alveg ágætt.“ kolbrun@bladid.net Helgartilboð! Lúða í salsasósu á aðeins 1 •290.“ kr./kg. Ævintýralegar fiskbúðir Búðakór 1 / Hamraborg 14a / Skipholti 70 / Höfðabakka 1 / Nesvegi 100 (Vegamótum) / Sundlaugavegi 12 / Háaleitisbraut 58-60 /fiskisaga.is 'r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.