blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaAiö fólk folk@bladid.net HEYRST HEFUR KOSNINGABARÁTTAN hefur náð nýjum hæðum/lægðum með tilkomu heimagerðra áróðursmynd- banda sem birtast á heimasíðum frambjóðanda. Róbert Marshall hefur gert slíkt tímamótamynd- band. Hafa menn sammælst um að þar sé á ferðinni ótvíræður gullmoli og sigurstrang- legur í þáttunum America’s Funni- est Home Videos sem sýndir voru á Stöð 2 á sínum tíma. Tónlistin, tals- mátinn og boðskapurinn er víst eins og það „best“ gerist erlendis og fyllilega samanburðarhæft við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við... En sjón er sögu ríkari... í GÆR sást á himni stærsta farþegaflug- vél heims, Airbus A380. Flaug hún lágflugyfirborgina og höfðu sjónar- vitni á orði hversu hljóðlát hún væri. Þó hafa sprottið upp samsærissögur á Netinu þess efnis, að ekki hafi verið um Airbus þotuna að ræða sem þar flaug yfir. Er þar sagður á ferðinni hinn meinti bifhjóla- dólgur, Skúli Steinn Vilbergsson, á Suzuki fáki sínum á 300 kíló- metra hraða, sem jaðrar við lágflug frekar en hraðakstur... GAMLAR OG GEYMDAR en ekki gleymdar deilur virðast nú í aðsigi milli Davíðs Oddsonar og Þorsteins Pálssonar. Mörgum er í fersku minni formannsslagur þeirra í Sjálfstæðis- flokknum snemma á tíunda áratugnum. Nú hefur Davíð aftur sem áður „skammað" Fréttablaðið fyrir slúðurslegar dylgjur um Mathiesenfeðgana, Árna og Matthías, eins og lesa mátti í Mogganum í gær. Þorsteinn hlýtur, eins og góðum ritstjóra sæmir, að verja sitt fólk fram í bláan dauðann og má því búast við matreiðslu grás silfurs milli heið- ursmannanna í framtíðinni... ÞAU leiðu mistök áttu sér stað í Blaðinu í gær að söngkonan Alex- andra Chernyshova var sögð búa á Skagaströnd. Hið rétta er að hún býr í Skagafirði. Erbeðist velvirð- ingar á þessum mistökum. HVAÐ fi^nst ÞER? Er gemsinn besti vinur skátans? „Já, hann er einn af góðum vinum skátans" X/l!, Óvenjulegir útgáfutónleikar hins norska Magnet: Heimsmet í háloftunum! Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Norski tónlistarmaðurinn Magnet hyggst slá óvenjulegt heimsmet í næstu viku þegar hann heldur út- gáfutónleika í yfir 40.000 fetum. Til verksins verður notuð júmbó-þota af stærstu gerð, en henni verður sérstkalega breytt þannig að tón- listarmaðurinn geti athafnað sig á „sviðinu". Fyrstu tólf sætaraðirnar verða rifnar út til að skapa plássið en vélin verður fyllt af öllum helstu fjölmiðlum Noregs sem og fulltrúa frá World Guinnes Records, sem mun skrá metið í heimsmetabókina frægu. Magnet er ungur og upprennandi trúbador og hefur verið líkt við Tim Buckley, Coldplay, Johnny Cash, Beck og The Doves. „Hugmyndin kom fyrst upp fyrir nokkrum vikum en er nú loks að verða að veruleika," segir Jan Erik de Lange Gullaksen sem skipuleggur viðburðinn. Núverandi methafi er enginn annar en sjálfur Jay Kay, ásamt hljómsveit sinni Jamiroquai, sem hélt útgáfutónleika sína í febrúar þar sem 200 manns hlýddu á stjörn- una í háloftunum. Hann flaug þó að- eins í 35.000 fetum en hinn norski Magnet hyggst fara í 41.000 fet sem slær fyrra metinu rækilega við. „Verkefnið er samvinnuverkefni milli mín og SAS Braathens og Sony BMG og nefnist Live Air. Meiningin er að nota viðburðinn til þess að kynna nýjar flugleiðir hjá SAS Braat- hens en við lendum einmitt í Kefla- vík á þriðjudaginn kemur,“ sagði Jan Erik. Magnet er ungur og upp- rennandi trúbador og hefur verið líkt við Tim Buckley, Coldplay, Johnny Cash, Beck og The Doves. En teitið endar ekki þar heldur mun hópurinn halda í Bláa lónið þar sem notið verður lífsins lystisemda að hætti Frónarbúa. Þá liggur leiðin í höfuðborgina þar sem ekkert minna en skemmtistaðurinn NASA dugar undir norsku stjörnuna Magnet sem heldur þar dúndrandi tónleika. Að því loknu verður flogið rakleitt til Óslóar. Su doku Bragi Björnsson, aðstoðarskátahöfðingi Skátaflokkar munu halda svokallaða útilífshelgi í Heiðmörk um helgina. Verður mótið með sms-ívafi, þar sem sms-dagbók verð- ur haldiö úti á heimasíðu mótsins. BLOGGARINN... Ytrimálefnishreyf- ingin grænt útlit „Samkvæmt þvísem ég heyrði ígær af Islandshreyfingunni erþað lítið mót- aður flokkur sem hefur auðsjáanlega eytt miklu afsinni orku siðustu vikuri útlit og ytri mál í stað þess að mæta með ramma að stefnuyfirlýsingu þannig að, að manni sest sá grunur að Islandshreyfingin verði dálítið svona hreyfing fólks sem hefur viljað vera í umræðunni en ekki fundið sér vettvang til þess. Á þessu er Oþó Ómar undantekning sem hefur náttúruvernd I virkilega efst í sinum huga.“ Magnus Helgi Björgvinsson __________________maggib.blog.is Formaður íslands Ómar: „Gerði Gisla á Uppsölum frægan og stiklaði stórum um fagurt landið. Hefur djöflast um á frúnni og náð hærri hæðum með henni en margur. Hefur verið Sumargleðilegur og skemmtilegur um allt land...aftur og aftur...Erað leika íBorgarleik- húsinu ÍÁst Gáttaþefur gægist hér inn...hefur komiö fram á mörgum piötum. Getur sungið og samið vísur og tekið bakföll og náð sér á strik aft- ur. Er 67 ára og sér um boxlýsingar svo að hárin rísa á skollóttum. Hefur skrifaö nokkrar bækur og sam- ið texta og tekið þátt í Eurovision. Er maður ársins... er maður ársins og %i, er maður ársins. . Er í feikigóðu k formi og getur hoppað og I skoppaö um 'allt. Júlíus Júliusson juljul.blog.is HERMAN Oreynslubolti, vara- skeifa og stuðmaður „Það verðurað teljast ótrúlegt að maður með enga stjórnmálareynslu veljist frekar til forystu í hinum nýja flokki en Margrét, sem hefur heilmikla reynslu. Þetta var örugg- lega ekki það sem Margrét hafði íhuga er hún gekk úr Frjálslynda flokknum á sínum tíma og einhvers staðar annars staöar, hefðu þetta þótt kaldar kveðjur til kvenna. Og Jakob Frímann verður í framboði, segir Margrét. Það var og. Hann hefur nefnilega keppst við að neita þvíá undanförnum vikum, t.d. í Silfri Egils þegar hann kynnti úrsögn sína úr Samfyikingunni. Stóra sþurningin nú hlýtur þviað vera: Fjölgar stuð- mönnum á þingi?" ijörn Ingi Hrafnsson bingi.blog.is eftir Jim Unger 11 ÍSLANDS NAUT 5 4 8 2 9 3 9 4 2 5 8 3 9 7 8 5 2 8 1 4 6 2 1 5 7 8 6 5 7 6 9 8 7 2 5 1 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþp eru gefnar. Viltu enn fá„feng dagsins"?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.