blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 61

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 61
blaðið LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 61 Sirkus sun. kl. 22.00 Stökkbreyttar hetjur Spennumyndin X-2: X-Men United er hörkugóð. Hún fjallar um veröld sem við gætum allt eins lifað í. Hér er á ferðinni sjálfstætt framhald stórmyndar- innar X-men þar sem ofur- mennin snúa aftur. Togstreita ríkir í samfélaginu en hinir erfðabreyttu einstaklingar halda sínu striki. Baráttu góðs og ills linnir sjálfsagt seint en banatilræði sem forsetanum var sýnt virkar sem olía á eldinn. Með aðalhlutverk fara Hugh Jackman, Patrick Stewart, lan McKellen og Halle Berry. Skjár Einn mán. 20.00 Afbrýðisemi og ástir í O.C. Dramatíkin hættir seint í ung- lingaþáttunum The O.C. og er mesta furða hversu mikið er hægt að leggja á aumingja ríku ungmennin í Orange County. Fyrrverandi eiginmaður Taylors er að kynna nýja skáldsögu í Newport og Ryan les á milli lín- anna. Summer fær riasaþefinn af því hvernig hjónábandslífið er í raun og veru á meðan Seth heldur til Seattle til að fá sam- þykki tilvonandi tengdaföðurs. Þetta er fjórða þáttaröðin um unglingana. Þau takast á við lífið eftir menntaskóla og vina- missinn. Stöð 2 sun. kl. 20.25 Sök bítur sekan Fjórða þáttaröð Cold Case heldur áfram göngu sinni á Stöð 2. Lily Rush er rannsóknar- kona hjá lögreglunni í Fíladelfíu sem hefur þarft verk að vinna. Lily rannsakar gömul mál sem hafa aldrei verið leyst og þarf að beita kænsku og klókindum til þess. ( hverjum þætti er tekið fyrir eitt óleyst saka- mál sem berst henni jafnan í hendur eftir að ný sönnunar- aögn koma fram í dagsljósið. I þætti kvöldsins þarf Lilly að ferðast til Knoxville þar sem hún rannsakar morð á vin- sælum kántrísöngvara. t I ( Tilboðin gilda tii 1 I ^ music V»* Síminn'' Sony Gricsson MDS-60 hátalarastandur Verð 6.980 kr. Verð áður 8.ÞC0 Kr. Sony Ericsson W880i Örþimnur Walkman® tónlistarsími Verð áður 4P.GuO kr. Frábær 2 megapixla myndavél • Léttur og fjölhæfur • 1 GB minni MP3 tónlistarspilari með tónlistargreini • Handfrjáls búnaður fylgir Verð 39.980 kr. Lærir ekki af reynslunni: Sandler sýnir alvarlegu hliðina Nýjasta mynd æringjans Adam Sandler, Reign over me, er um þessar mundir að birtast banda- rískum kvikmyndaunnendum. Sandler sem hefur getið sér gott orð fyrir gamanleik í kvikmynd- um á borð.við Wedding Singer, Happy Gilmore og Billy Madison sýnir í myndinni á sér glænýja hlið. Þar fer hann með hlutverk tannlæknis sem hefur gefist upp á lífinu eftir að hafa misst alla fjölskyldu sína í hryðjuverkaárás- unum íx. september 2001. Hann hefur snúið baki við iðn sinni og eyðir öllum sínum tíma í að end- urinnrétta íbúðina sína og spila tölvuleiki. Myndin þykir gífurlega dramat- ísk og hefur verið að fá misjafna dóma í fjölmiðlum vestanhafs. Margir harðir aðdáendur kappans eru enn að reyna að fyrirgefa hon- um fyrir Punch-Drunk Love og er þetta nýjasta útspil hans ólíklegt til að sannfæra aðdáendurna. Það er greinilega ekki hlaupið að því fyrir grínista á borð við Sandler að færa sig yfir í alvarlegri mynd- irnar enda vilja líklega flestir sjá hann geifla sig fremur en grenja á hvíta tjaldinu. Adam Sandler og Liv Tyler Táraflóö í nýjustu Sandler- myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.