blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 52

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaöift íþróttir ithrottir@bladid.net Synda eða sökkva Rjómi íslenskra sundkappa hefja keppni á morgun á Heimsmeistara- mótinu í 50 metra laug sem fram fer í Melbourne í Ástralíu. Ragnheiður Ragnarsdóttir, Örn Arnarson og Jakob Jóhann Sveinsson ætla sér langt en þátttaka er nauðsyn til að komast á Ólympíuleikana í Kína á næsta ári. Skeytin inj^ Alfreð Gíslason blóðlangar að halda áfram að þjálfa íslenska landsliðið í handbolta: JL. stjón Keai Madrid, Bernd Schuster, hinn litríki þýski hippi og kvennabósi, hefur skrifað undir samning þess efnis að hann þjálfi félagið á næstu leiktíð. Hins vegar gerir hann þá kröfu að keyptir verði annaðhvort Kaka eða Cristiano Ronaldo í millitíðinni. T~tótboltinn er veikur &iÁ aðgerða að mati Sepp Blatter forseti Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins. Ætlar hann að mæla með stórhertum aðgerðum á næsta FIFA-þingi til að sporna við taum- lausu ofbeldi tengdu boltanum og ekki síður vaxandi sókn gráð- ugra peningamanna í félagslið á kostnað hins almenna aðdáenda. T^orráðamenn Barcelona hafa Smári gæti verið á leið til Manchester United.Hverveit nema fslending- urinn endi hjá erkióvinum Chelsea; Rauðu j djöflunum. Beinar útsendingar Laugardagur 14.05 BÚV_______ Handbolti Haukar- Stjarnan 15.50 Sýn Knattspyrna írland - Wales Freisting mk w m mpa# sem ég verð aft standast Brjálað að gera Enn sár eftir HM íslenskur handbolti góður 16.05 RUV Handbolti Haukar - Akureyr 18.20 Sýn Knattspyrna England - Israel 20.50 Sýn Knattspyrna Spánn - Ðanmörk Sunnudagur 09.55 rúv___________________ Sund Heimsi neistaramót í Melboiirne 13.55 Sýn___________________ Handbolti Portland San Antonio - Kiel Frábært verð 1995 Til í svörtu og beige Kringlunni, sími 553 2888 Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Það má auðveldlega greina tals- verða innri baráttu Alfreðs Gísla- sonar landsliðsþjálfara í handbolta sé á hann gengið hvað varðar að halda áfram að þjálfa landsliðið en eins og þjóð er kunnugt hyggst hann láta af því embætti þegar nú- verandi samningi hans lýkur í júlí. Þessi 48 ára gamli Akureyringur vill hafa í mörg horn að líta og veit fátt verra en hangsa. Hann segir að þrátt fyrir mikla freistingu ætli hann sér að standast hana. Blóðlangar að vera áfram Alfreð Gíslason er án alls efa einn færasti, ef ekki sá færasti, handknattleiksþjálfari sem íslend- ingar eiga. Kappsfullur drengur sem viðurkennir fúslega að á köflum í síðustu Heimsmeist- arakeppni hafi hann verið að því kominn að rífa sig úr sjálfur, grípa landsliðstreyju og taka þátt í sóknar- og varnarleik landsliðsins. Sem hefði að líkindum verið kær- komið á köflum í síðustu leikjum landsliðsins þegar þreyta fór að segja til sín hjá strákunum. Sýndi enda tölfræði mótsins að íslensku leikmennirnir flestir léku miklu fleiri mínútur en leikmenn ann- arra liða. „Ég viðurkenni að mig blóðlangar til að halda starfinu áfram. Þetta er skemmtilegt, strák- arnir eru frábærir og allt starfið kringum liðið er jákvætt og lif- andi. Og enn býr margt í þessum strákum og reyndar fleirum sem banka orðið á dyr Iandsliðsins. Freistingin er mikil að láta slag standa en ég held að þá freistingu verð ég og mun standast.“ Ástæðuna segir Alfreð almennt tímaleysi enda er meira en fullt starf að þjálfa þýska liðið Gumm- ersbach sem er eitt af þeim betri í heiminum. „Þetta er engin 9 til 5 vinna heldur er maður að kvöld og helgar og reyndar í flestum frí- stundum að spá í allt mögulegt varðandi liðið og andstæðinga og svo framvegis. Þetta er mikill tollur fyrir fjölskylduna.“ Hefðum getað farið alla leið Alfreð verður enn sár þegar talið berst að gengi landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Þýska- landi fyrr á árinu. Á tímabili hafði litla ísland möguleika að komast í undanúrslit og jafnvel úrslit móts- ins og Alfreð hyggur að það hefði getað tekist með breiðari hóp. „Á endanum var það okkar akkilesar- hæll hversu litla breidd við höfðum. Með menn eins og Jalieskiy Garcia og Einar Hólmgeirsson með er ekki vafi í mínum huga að við hefðum staðist áskoranir betur en við gerðum.“ Það sama segir Alfreð vera helst gagnrýnivert við íslenskan hand- bolta. „Það vantar stóru mennina. Hvar eru þeir? Það finnst mér helsti munur á íslenska boltanum og þýska til dæmis að hávaxnar skyttur eru ekki á hverju strái heima og hafa ekki verið lengi. En auðvitað er alltaf eitthvað sem má gagnrýna. Handboltinn heima er samt góður og félögin að standa sig almennt vel.“ Nýir menn í djúpu laugina Eina leiðin til að fá á hreint hvernig nýir leikmenn standi sig sé að henda þeim í djúpu laugina við fyrsta tækifæri. Það ætlar Al- freð að gera næstu daga en lands- liðið tekur þátt í alþjóðlegu móti í Frakklandi þar sem mótherjarnir verða gestgjafarnir, Pólverjar og Túnis. I hópnum verða sex leik- menn sem ekki voru með á HM. „Þar fá þeir að spila heila leiki og þá kemur strax í ljós hvort töggur býr í þeim eða ekki. Annars óttast ég ekki framtiðina. Nýir menn koma reglulega inn og mér finnst alltaf gaman að rifja það upp að fyrir fimm til sex árum síðan höfðu allir miklar áhyggjur af því hvað gerðist þegar Ólafur Stefánsson hætti. Nú eru komnir fimm til sex fínir leikmenn sem geta dekkað þá stöðu. Þetta gengur í bylgjum en maður kemur alltaf í manns stað.“ Engin heimþrá Lið Alfreðs í Þýskalandi, Gumm- ersbach, er sem stendur í þriðja sæti í þýsku deildinni fjórum stigum á eftir toppliði Kiel en þessi félög mættust fyrir skömmu og vann Kiel nokkuð auðveldlega. Lítið þýðir að spyrja Alfreð út í þann leik enda bölv og ragn það eina sem greinist. Hann er þó ekkert á heimleið og hefur enga heimþrá. „Heimilið er þar sem ég er staddur hverju sinni og ég hugsa ekki mikið heim. Nema kannski að standa einn úti í góðri veiðiá í náttúrunni að sumri ... en ég hef lítinn tíma til slíks.“ LEIKIR ALFREÐS: Island - Spánn 36-40 Island - Rússland 25-28 Island - Danmörk 41-42 (sland - Þýskaland 28-33 Island - Slóvenía 32-31 Island - Pólland 33-35 Island - Túnis 36-30 Island - Frakkland 32-24 Island - Úkraína 29-32 ísland - Ástralía 45-20 (sland - Tékkland 34-32 Island - Tékkland 27-29 Island - Danmörk 28-28 (sland - Pólland 40-39 Island - Noregur 22-34 Island - Ungverjaland 28-32 Island - Ungverjaland 31-39 Island - Svíþjóð 25-26 ísland - Svíþjóð 32-28 fsland - Danmörk 34-34 (sland - Danmörk 34-33 Sigrar Töp Jafntefli Mörkskoruö Mörkásig 8 11 2 672 669
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.