blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007
blaðið
VEÐRIÐ I DAG
Þykknarupp
Vaxandi austanátt og þykknar upp
sunnantil á landinu síödegis. Hiti 2
til 10 stig, en hætt við næturfrosti til
landsins.
Á FÖRNUM VEGI
Ertu búin(n) að finna
þér sumarvinnu?
Friðrik Helgason
„Já, við steypusögun."
Snorri Snorrason
„Nei, en ég er bjartsýnn um að
finna vinnu.“
Helgi Magnússon
„Jé, ég verð í baejarvinnu Kópa-
vogs.“
Stella Valdís Gísladóttir
„Nei, en ég vona að ég fái vinnu.“
Ingibjörg Ragna Frostadóttir
„Nei, en ég er búin að sækja um á
leikskóla."
Á MORGUN
Él og slydda
Dálítil él á Norður- og Austur-
landi, rigning eða slydda sunn-
anlands, en þurrt vestanlands.
Hiti 2 til 10 stig, mildast
suðvestantil.
VÍÐA UM HEIM
Algarve 13 Glasgow 20 New York 14
Amsterdam 18 Hamborg 19 Orlando 20
Barcelona 17 Helsinki 9 Osló 17
Berlín 20 Kaupmannahöfn 11 Palma 20
Chlcago 17 London 15 París 21
Dublln 17 Madrid 16 Stokkhólmur 13
Frankfurt 21 Montreal 7 Þórshöfn 12
Nýr Land Cruiser:
Fólki sama um
útlitið og verðið
■ 250 pantanir á 10 milljónir stykkið ■ Sjá ekki myndir fyrr en í haúst
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
Rúmlega 250 manns hafa pantað
nýjan Land Cruiser, svokallaðan
Land Cruiser 200, þrátt fyrir að
nánast engar upplýsingar liggi
fyrir um hann ennþá og þrátt fyrir
að bíllinn komi ekki á markað
fyrr en um næstu áramót. Fólk
var byrjað að leggja fram pantanir
fyrir ári; tæpum tveimur árum
áður en jeppinn kemur á markað.
Fólk greiðir hvorki inn á pöntun-
ina né þarf að staðfesta fyrr en um-
boðið pantar bílinn að utan.
Enn er ekki komið í ljós hvað
bíllinn muni kosta, en ekki
þykir ólíklegt að verðið fari yfir
10 milljónir. Gert er ráð fyrir að
hann verði stærri en eldri gerðir
og ólíkur þeim í útliti, en engar
staðfestar myndir er að finna af
bílnum ennþá og ekki er líklegt að
svo verði fyrr en næsta haust.
Fljá Toyota-umboðinu á íslandi
fengust þær upplýsingar að þetta
sé ekki í fyrsta skipti sem fólk
pantar bíla blindandi, ef svo má
Land Cruiser 200? Ekki eru til
staðfestar myndir af nýja Land
Cruisernum, en þetta er svoköll-
uð „njósnamynd" sem tekin var er
hann var í tilraunaakstri.
segja. „Með þessar dýrari týpur er
það ekki óalgengt. Þó hafa líklega
aldrei áður jafn margir pantað
bíl sem enginn hefur séð né veit
hvað kostar. Fólk hefur verið mjög
ánægt með eldri týpur, sem veldur
þessari miklu eftirspurn. Það
ætlar sér að kaupa svona bíl og
það virðist ekki skipta öllu hvað
hann kostar.“
Sigurrós Pétursdóttir hjá umboð-
inu hefur farið til Japans að skoða
nýja Land Cruiserinn. „Yfirbygg-
ingin verður ný og hann verður
lengri. Þá fær hann aðeins rúnnað-
ari línur, en verður allur kröftugri
í útliti. Einnig fær hann mikið af
nýjum tæknibúnaði, sem dæmi
verður í honum nýjasta fjöðrun-
arkerfi sem til er.“ Sigurrós seg-
ist ekki þora að giska á söluverð
jeppans þar sem ekki hafi fengist
neinar upplýsingar um hvað þau
þurfi að borga fyrir hann. Þó
segir hún ljóst að hann verði tölu-
vert dýrari en eldri gerðir og ekki
útilokað að söluverð fari yfir 10
milljónir.
„Það er alveg klárt að fólk er að
kaupa mun dýrari bila í dag en
fyrir tveimur til þremur árum,“
segir Indriði Jónsson hjá Glitni fjár-
mögnun. „Það þykir ekkert merki-
legt í dag að eiga Range Rover og
varla heldur að eiga Land Cru-
iser.“ Þá bendir hann á að miðað
við reynsluna af sölu svokallaðra
lúxusbíla sé líklegt að nýju Land
Cruiserarnir verði staðgreiddir.
„Þeir sem kaupa svona dýra bíla
eiga svo mikinn pening að þeir
geta staðgreitt þá og í mörgum
tilvikum eru fyrirtæki að borga
svona dýra bíla. Með hefðbundna
bíla er það hins vegar hending ef
bílar eru staðgreiddir.“
Lfklegt útlit Lexus LX 570 jeppinn ersagöur
byggður á Land Cruiser 200 og gefur þvílíklega
forsmekkinn að útliti bílsins. LX 570 var frum-
sýndur á bílasýningu i New York fyrr á þessu ári.
Dæmdur í fangelsi:
Skallaði mann
á Akranesi
Hæstiréttur staðfesti í gær
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
sem dæmdi mann á þrítugsaldri
í átta mánaða fangelsi og til
greiðslu miskabóta fyrir líkams-
árás sumarið 2006. Maðurinn
var sakfelldur fyrir að hafa ráðist
á og skallað annan mann í and-
dyri Hótels Barbró á Akranesi
með þeim afleiðingum að hann
hruflaðist og hlaut mar á enni.
Maðurinn var jafnframt
dæmdur fyrir að hafa í beinu
framhaldi af árásinni fellt annan
mann til jarðar fyrir utan hótelið
og ítrekað sparkað í hann liggj-
andi þannig að fórnarlambið
hlaut liðhlaup á vinstri öxl. Með
brotum sínum hafði hinn dæmdi
brotið skilorð vegna fyrri dóms.
Norður-írland:
UVF leggja
niður vopn
Norðurírsku öfgasamtökin
Ulster Volenteer Force (UVF) til-
kynntu í gær að þau hafni nú beit-
ingu ofbeldis og muni ekki lengur
starfa sem hryðjuverkasamtök frá
og með deginum f dag. Tilkynn-
ingin kemur f aðdraganda þess að
norðurírska þingið kemur saman
á nýjan leik undir stjórn Ian Paisl-
ey og Gerry Adams í næstu viku.
UVF bera ábyrgð á dauða
rúmlega fimm hundruð manna
á Norður-lrlandi á síðustu áratug-
um. Samtökin lýstu yfir vopnahléi
fyrir þrettán árum, en tahð er
að þau beri ábyrgð á rúmlega
tuttugu morðum frá þeim tíma.
ELGIN
Helgina 5.-6. maí höldum við
veglega bátasýningu að Ána-
naustum. Opið laugardag
10-18 og sunnudag 12-18.
R.SIGMUNDSSON
ÁNANAUSTUM 1 | 101 REYKJAVÍK | SÍMI 520 0000
Stakk unnustuna og kastaði
Æ logandi efni í hana Húsið þar sem
Þriggja ára fangelsi fyrir líkamsárás:
Beðið ákvörðunar ákærða
Saksóknari í máli Hans Alfreðs
Kristjánssonar, sem dæmdur var í
þriggja ára fangelsi 26. apríl síðast-
liðinn í Héraðsdómi Norðurlands
eystra fyrir stórfellda líkamsárás
gegn fyrrverandi unnustu sinni,
bíður nú ákvörðunar ákærða um
áfrýjun. Ákærði þarf að áfrýja
innan 4 vikna frá birtingu dóms.
Hann gengur nú laus þar sem héraðs-
dómurhafnaðibeiðniákæruvaldsins
um framlengingu gæsluvarðhalds á
grundvelli almannahagsmuna.
„Við erum alltaf klár með afstöðu
um leið og ákærði getur tjáð sig þótt
við höfum átta vikna frest,“ segir Sig-
ríður Elsa Kjartansdóttir saksókn-
ari. Aðspurð um hvort ákæruvaldið
hyggist áfrýja segir hún það ráðast
að hluta til af afstöðu ákærða. „Við
erum svo sem ekkert ósátt við ára-
fjöldann. Þetta er náttúrlega óvenju-
þungur dómur miðað við það sem
sakfellt var fyrir.“
Hans Alfreð var sýknaður af
þremur manndrápstilraunum, broti
gegn líkama og lífi og broti gegn
valdstjórninni.