blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 blaöiö kolbrun@bladid.net Auga gestsins og Send í sveit Næstkomandi iaugardag, 5. maí klukkan 15, verða tvær nýjar Ijósmyndasýningar opn- aðar í Þjóðminjasafni (slands. í Myndasalnum má sjá sýn- inguna Auga gestsins með Ijósmyndum frá (slandsferðum norska útgerðarmannsins Hans Wiingaard Friis og á Veggnum er sýningin Send í sveit. Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns (slands í Þjóðminjasafninu, opnar sýning- arnar og KK spilar og syngur. Frjálsleg nálgun Norðmenn stunduðu veiðar og útgerð á íslandi um langt skeið og höfðu hér ítök undir lok 19. aldar og í upphafi 20. aldar. Einn norsku útgerðarmann- anna var Hans Wiingaard Friis frá bænum Álasundi í Noregi. Hann stundaði þorskveiðar frá Hafnarfirði árin 1906 til 1909 en var auk þess áhugaljós- myndari og myndaði nokkuð á ferðalögum sínum um landið. Friis tók margar myndir af Hafn- arfirði en auk þess heimsótti hann aðra útgerðarstaði þar sem norsk umsvif voru mikil, til dæmis Siglufjörð, Seyðisfjörð og Reyðarfjörð. Myndasyrpa Friis frá (slandi er um margt merkileg. Hann sver sig (ætt við aðra áhugamenn í persónulegri og frjálslegri nálgun við myndatökurnar. Myndasafn hans er nú varð- veitt í Álesunds Museum en sýningin í Þjóðminjasafninu er unnin í samvinnu við Minja- safnið á Akureyri. Börn við sveitastörf Hvernig var aó fara í sveit? Sýn- ingin Send í sveit á Veggnum vekur vafalaust upp bernsku- minningar úr sveitinni hjá mörgum landsmönnum. í sum- arbyrjun rifjar Þjóðminjasafnið upp þennan tíma með sýningu Ijósmynda af börnum við sveita- störf, af kveðjustundum og fagnaðarfundum á BSÍ. Á meðan enn voru sterk tengsl milli íbúa á mölinni og í sveitum landsins var alsiða að börn í þéttbýli væru send í sveit, ým- ist til ættingja eða vandalausra yfir sumartímann. Þá voru flestir bæjarbúar fyrsta kynslóð á mölinni og áttu skyldfólk í sveitinni en einnig komst fólk í samband við sveitaheimili gegnum ráðningarþjónustur eða smáauglýsingar. Á sýning- unni Send í sveit má sjá myndir úr söfnum Ingimundar Magn- ússonar, Guðna Þórðarsonar, Gísla Gestssonar, Þorvaldar Ágústssonar og Ara Kárasonar. Einnig fékk Þjóðminjasafnið nokkra einstaklinga til að deila reynslu sinni úr sveitinni með sýningargestum. Báðar sýningar standa yfir frá 5. maí til 25. ágúst. Sögur úr umhverfinu etta eru málverk úr hversdagslífinu. Segja má að þau séu byggð á rannsókn á umhverfi mínu, segir Kristinn G. Harðarson sem nú sýnir í Anima galleríi, Ingólfsstræti 8. Þetta er fyrsta einkasýning hans hérlendis síðan 2003. Myndir og texti Verkin á sýningunni eru fimm. Eitt þeirra er samsett úr fjórum mál- verkum og sýnir sýningarglugga í borginni New Britain í Connecticut en þar bjó Kristinn í nokkur ár. „Ég tók ljósmyndir af þessum glugga með nokkurra ára millibili og gerði síðan málverk eftir þeim. Það sem gerist í þessum gluggum er kannski dæmigert fyrir þessa borg, þar er allt í niðurníðslu og verið að opna fyrirtæki og loka þeim jafnóðum," segir Kristinn. „Annað málverk sýnir garð í sömu borg og á myndinni er texti sem ég tók úr dagbók minni. Text- inn er þar grundvallaratriði og ég myndskreyti hann. Það verk má kenna við myndskreytingarstíl. Svo er málverk sem lýsir ökulagi ökufants í Reykjavík og er í mynda- sögustíl og þar er einnig texti sem er tekinn upp úr dagbók minni. Síðan eru tvö málverk sem ég málaði eftir dagbókarfærslum frá Hamborg. Þau eru bæði máluð í teiknimyndastíl með texta í mynd- fletinum. Annað málverkið lýsir hauststemningu í bakgörðum fjöl- býlishúsa og hitt sýnir kirkju og skrifstofubyggingu. Er ekki að flytja boðskap í sýningarskrá er tekið fram að Kristinn hafi engan sérstakan áhuga á stíl. Þegar hann er spurður um þessa staðhæfingu segir hann: ,Þetta er þversagnarkennt því ég er á kafi í stíl. En þegar horft er á myndirnar eiga stíllinn og frásagn- araðferðirnar ekki að vera aðalatrið- ið heldur eru þau tæki til að koma sögunni til skila á þann hátt sem ég vil hverju sinni og eru einnig notuð til að fá mismunandi sjónar- horn á viðfangsefnið. Hver stíll og frásagnaraðferð hefur sína eigin- leika og dregur fram mismunandi hluti. Eg er ekki að flytja boðskap. Ég er fyrst og fremst að segja sög- ur úr umhverfinu. Ég er ekki með fánann á lofti, það eru aðrir sem hafa tekið það að sér. Það má hins vegar segja að í myndunum megi greina ákveðinn hugsunarhátt en hver hann er verður hver og einn að ákveða fyrir sig.“ Thatcher verður forsætisráðherra Á þessum degi árið 1979 tók Marg- aret Thatcher, leiðtogi breska fhalds- flokksins, formlega við embætti for- sætisráðherra og varð fyrsta konan til að gegna því embætti. Hún átti eftir að láta mjög að sér kveða allt þar til hún sagði af sér embætti árið 1990 í kjölfar mikillar valdabaráttu innan íhaldsflokksins. Hún sat í þrjú kjörtímabil sem var lengsta samfellda seta bresks forsætisráð- herra frá árinu 1827. Thatcher, sem kölluð var járnfrúin, var alla tíð mjög umdeild, einnig innan eigin flokks. Hún einkavæddi fjölda ríkis- fyrirtækja og barðist hatrammlega gegn verkalýðsfélögum. Thatcher var gerð að barónessu ár- ið 1992 og tók sæti í lávarðadeildinni. Á seinni árum hefur hún sinnt ráð- gjafarstörfum og skrifað bækur um stjórnmál. Hún vekur enn ósvikna athygli fjölmiðla enda aðsópsmikill persónuleiki.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.