blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 19

blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 19
Listapósturinn 7. tbl. • 12. árgangur • 4. maí 2007 • 137 tbl. frá upphafi íslenski uppboðsmarkaðuri nn____________________________________________________________ ©Hansen ogsynirehf ísienska listaverkavísitalan (1985-2006) lcelandic Art Price Index Grunnur 1985 = 100 Síðasta uppboð Gallerís Foldar á þessum vetri fór fram síðast liðið sunnudagskvöld. Þar voru að venju boðin upp fjölmörg verk eftir frum- kvöðla íslenskrar myndlistar en einnig brá svo við að þessu sinni að boðin voru upp verk eft- ir alþjóðlega stórlistamenn. í ljósi þess sem gerst hefur að undanförnu á myndlistarmark- aðinum bjuggust margir við enn meiri verð- hækkunum, að verk okkar helstu höfunda myndu ná nýjum hæðum. Þó búist hafi verið við metverði gerðist það ekki að þessu sinni en samt sem áður voru fleiri verk seld nú en áður á yfir tvær milljónir. Þetta síðasta uppboð er því með þeim betri sem haldin hafa verið á íslandi. íslenski uppboðsmarkaðurinn hefur frá 1985 boðið upp rúmlega 12000 verk eftir um það bil eitt þúsund höfunda. Heildarverð- mæti sleginna verka á föstu verðlagi ársins 2005 er nú komið upp f rúmlega 1,4 milljarð króna. Síðast liðið ár voru fjögur verk eftir íslenska höfunda seld fyrir metupphæðir, miklu hærri upphæðir en áður hefur þekkst fyrir verk ís- lendinga. Þetta voru verk eftir Ásgrím Jóns- son, Jóhannes S. Kjarval og Þorvald Skúla- son. Afleiðingar þessarar hækkunar á einstökum verkum íslensku frumherjana eru margþættar, bæði jákvæðar og neikvæðar. Um leið og ein- stakir höfundar eða einstök verk þeirra verða svo eftirsótt að safnarar eru tilbúnir til að greiða mun hærra verð fyrir þau en áður dreg- ur það önnur verk þessara höfúnda með sér upp. Ekki er þar með sagt að öll verk muni hækka til jafns við þessa toppa þó þau séu svipaðrar gerðar. Þessi háu verð eru hvati fyrir seljendur sem koma með fleiri verk inn á mark- aðinn sem aftur leitar jafnvægis í verði sem getur þó verið hærra en áður var. Neikvæðu afleiðingarnar eru óraunhæfar væntingar selj- enda til verðs fyrir ákveðin verk. Væntingar sem taka mið af hæsta verði sem fengist hefur sem er ekki endileg það verð sem kaupendur eru tilbúnir að greiða fyrir meðalverk. Dæmi um slíkar vætningar má sjá í frétt sem birtist í Morgunblaðinu 23. apríl s.l. þar sem talað var um að verk eftir Þórarin B. Þorláksson myndi líklega seljast á meira en 12 milljónir króna. Slíkt tal gæti verið tilraun seljenda til þess að tala verðin upp og það gæti tekist í vissum til- fellum. Slíkt tal er ekki vænlegt til árangurs nema til skamms tíma og kemur yfirleitt í hausinn á viðkomandi, þó síðar verði. Það sem gerst hefur á íslenska uppboðsmarkaðinum á síðast liðnu ári er í takt við það sem gerst hefur erlendis. Einstök verk þekktustu listamann- anna hafa hækkað mikið þar og dregið vagninn fyrir hina. Markaðurinn hefur stækkað, kaup- endur með veruleg fjárráð eru nú fleiri en nokkru sinni fyrr og áhugi þeirra fyrir fjárfest- ingum í myndlist er að aukast. Það sem er sér- stakt við íslenska listaverkamarkaðinn eru áhrif málverkafölsunarmálsins. Eftir að það mál kom upp 1997 og þar til dómur féll 2004 lækkuðu verð stöðugt og markaðurinn dróst saman og því gæut hluti þeirra miklu hækkana nú verið verðleiðréttingar. Ég spái því að verð á góðum verkum gömlu meistarana muni halda áfram að hækka þó það verði ekki með sama hraða og verið hefúr og bilið á milli góðra verka og síður góðra muni breikka. Eðlilega er nóg framboð af meðalgóð- um verkum því færri eru tilbúnir til að eiga þau og þar af leiðandi eru þau verðminni og koma ekki til með að hækka meira en með verðlagi. Einnig ætti þessi þróun að skila sér í meiri mun á milli gömlu meistarana og sam- tímalistamanna. Verð verka samtímalista- manna taka oft á tíðum mið af verðum eldri listamanna og því setja þessar hækkanir nú ný viðmið fýrir þá. Ætli menn að fjárfesta í myndlist þarf annað hvort að veðja á efnilega unga listamenn og sjá svo til hvað gerist, eða kaupa list eftir lista- menn sem þegar eru viðurkenndir, en getur þá þegar verið orðin nokkuð dýr. Það er mun meira verðbil erlendis á milli ungra og tiltölu- lega óþekktra listamanna og þeirra sem hafa skapað sér nafn og eru þekktir og virtir. Einnig er verðbilið erlendis töluvert meira á verkum eftir þekkta látna listamenn heldur en sam- tímalistamenn. Þessi mikli munur gerir það að verkum að ávöxtun á listaverk getur verið mjög mikil sé veðjað á réttan hest. En það hafa ekki allir ráð á því að kaupa verk þekktra lista- manna en þeir geta samt sem áður fjárfest í myndlist með því að kaupa verk ungra lista- manna. Þá er ráð að kaupa eftir marga lista- menn því einn þeirra gæti orðið frægur og þannig skilað góðri ávöxtun á safnið í heild. Og auðvitað eru ekki allir að kaupa list til fjár- festingar. Flestir kaupa listaverk til þess að hafa ánægju af þeim og þegar verkin hækka í verði er það bara bónus. Jóhann Ágúst Hansen. • Gallerí Fold • innrömmun við Rauðarárstig Fullkomnasta rammaverkstæ&i landsins. Getum fjöldaframleitt karton - leitið tilboöa Mikib úrval af rammalistum. BOÐSKORT • Arakne • Guðrún Oyahals sýnir í Galleríi Fold Guðrún Oyahals stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Islands og Burg Giebichenstein í Halle, Þýskalandi og útskrifaðist vorið 1997. Einnig lauk hún kennslufræði við Listaháskóla Islands vorið 2005. Þrívíð verk, skúlptúrar og lágmyndir, hafa verið mest áberandi í list Guðrúnar undanfarið en innsetning- ar, myndbönd og málverk hafa einnig verið viðfangsefni hennar. Að þessu sinni sýnir Guðrún teikningar unnar með lími og blýi auk smáskúlptúra úr postulíni og tvinna og bera verkin þess merki að listamaðurinn hafi verið fangaður í vef köngulóarinnar Arakne. Sýningin í Gallerí Fold er níunda einkasýning Guðrúnar Oyahals auk þess sem hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum. Verk eftir Guðrúnu eru í eigu stofnana og fyrirtækja. Laugardaginn 5. maí kl. 15 opnar Gu&rún Öyahals sýningu í Hliðarsal Gallerís Foldar við Rauðarárstfg. Sýninguna nefnir listamaðurinn Arakne. Allir velkomnir á opnunina 11-16 og sunnudaga frá kl. 14-16. Listapósturinn • Utgefandi: Gallerí Fold, listmunasala • Rauðarárstíg 14, 105 Reykjavík • Sími: 551 0400 • fax: 551 OóóO • Netfang: fold@myndlist.is • í Kringlunni, 103 Reykjavík • Sími: 568 0400 • Netfang: foldkringlan@myndlist.is • Heimasíða Gallerís Foldar og Listapóstsins er: www.myndlist.is • Ritstjóri: Tryggvi P. Friðriksson • Abyrgðarmaður: Elínbjört Jónsdóttir • Umsjón heimasíðu: Jóhann A. Hansen • Upplag: 95.000 prentuð eintök fylgja Blaðinu og 2400 rafræn eintök, send ókeypis til áskrifenda. Yfirskrift sýningarinnar, Arakne, er vísun í gn'ska goðafræði en þar segir frá ungri konu, Arakne að nafni sem þótti afar hæfileikaríkur vefari. Aranke var svo örugg um eigin snilli í faginu að hún skoraði á hina herskáu gyðju Aþenu, verndara hand- verks og lista í vefnaðarsamkeppni. Aþena óf klæði er sýndi tignarlega guðina í mikilfengleik sínum en Arakne myndir er sýndu sviksemi æðsta guðsins Seifs í kvennamálum. Tvennum sögum fer af því hvor þeirra var betri vefari en þegar Aþena sá vefnað Arakne varð hún æf af reiði, enda dóttir Seifs, og reif klæðið í tætlur. Til refsingar fyrir athæfið breytti Aþena, Arakne síðan í könguló og dæmdi hana og alla hennar afkomendur til að hanga í þráðum og vefa fullkominn vef um alla eilífð. Sagan af Arakne var aðvörun um að varast skyldi að móðga guðina. Opið er í Galleríi Fold virka daga frá kl.10-1 8, laugardaga frá kl.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.