blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 1
Fjölbreytt Listahátíð
Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmda-
stjóri Listahátíðar, segir aö flestir
ættu að finna eitthvað við sitt hæfi
af þeim listviðburðum sem boðið I
verður upp á í ár. f* 1
Oryggi á heimilum
Það sem virkar hversdagslegt og
saklaust á heimilinu í augum
fullorðinna getur í augum barns
. verið spennandi en jafnframt
|| stórhættulegt leikfang.
Söngkonan Jóhanna Guörún hefur
undanfarin ár verið meö annan
| fótinn í New York og Los Ange-
í les þar sem hún vinnur að nýrri
[ plötu með þekktu fólki.
SÉRBLAÐ »21-28
82. tölublað 3. árgangur
föstudagur
4. maí 2007
FRJALST, OHAÐ & OKEYPIS!
Jón Ásgeir og Tryggvi áfrýja í Baugsmálinu:
Sakfellt í fyrsta sinn
■ Jón Gerald segir sér hafa veriö mútað ■ Kostnaður ríkissjóðs 104 milljónir
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladld.net
Jón Ásgeir Jóhannesson var í gær fundinn sekur
um brot á hegningarlögum og dæmdur í þriggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi. Tryggvi Jóns-
son, fyrrum forstjóri Baugs, var dæmdur í níu
mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hegningar-
lagabrot og meiriháttar bókhaldsbrot. Þetta er í
fyrsta sinn sem dómur endar með sakfellingu í
Baugsmálinu. Þeir ætla báðir að áfrýja.
I yfirlýsingu frá stjórn Baugs Group, sem
Hreinn Loftsson stjórnarformaður skrifar undir,
segir að sakfellingin sé byggð á veikum grunni og
að verulegar líkur séu á að áfrýjun leiði til sýknu.
Hvorki verjendur Baugsmanna né settur
ríkissaksóknari í málinu voru ánægðir með
niðurstöðuna. Af orðum þeirra að dæma má
ætla að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segir það
vonbrigði að komið hafi til sakfellingar. Jakob
Möller, verjandi Tryggva, tók í sama streng og
sagði það aldrei hafa hvarflað að honum að
refsingin yrði jafnþung og raun ber vitni. Hann
sagði þó að hafa bæri hugfast að eingöngu sé um
skilorðsbundna dóma að ræða.
Kostnaður ríkissjóðs vegna málsins nemur
rúmum 104 milljónum króna og er þá ótalinn
rannsóknarkostnaður og kostnaður vegna ann-
arra hluta málsins. Af þessari upphæð er kostn-
aður setts ríkissaksóknara 50 milljónir.
Ákæru á hendur Jóni Gerald Sullenberger var
vísað frá dómi. Hann var ánægður með þá nið-
urstöðu og segir málinu lokið af sinni hálfu. í
samtali við Blaðið í gær fullyrti hann að forstjóri
Kaupþings hafi í ágúst 2002 boðið honum 2 millj-
ónir króna fyrir að draga málið til baka og þegja.
I yfirlýsingu frá Kaupþingi segir að hvorki for-
stjóri Kaupþings banka né aðrir starfsmenn hans
hafi nokkurn tíma gert Jóni Gerald slíkt tilboð og
ásakanir hans séu því fráleitar.
FRÉTTIR » 4
Eignir gætu
breyst í skuldir
„Ef krónan veikist skyndilega gætu þeir
sem eru með húsnæðislán í erlendri
mynt farið að skulda í stað þess að
eiga í húsnæðinu sínu,“ segir Már Mixa,
sérfræðingur hjá NordVest verðbréfum,
en í grein sem hann skrifar í Blaðið í
dag kemur fram að erlendar lántökur
heimilanna hafa aukist um 150 prósent
á síðustu tólf mánuðum.
FRÉTTIR » 6
250 pantanir á 10
milljónir stykkið
Rúmlega 250 manns hafa pantað nýjan
Land Cruiser, svokallaðan Land Cruiser
200, þrátt fyrir að nánast engar upplýs-
ingar liggi fyrir um hann ennþá og þrátt
fyrir að bíllinn komi ekki á markað fyrr
en um næstu áramót.
Enn er ekki komið í Ijós hvað bíllinn mun
kosta, en ekki þykir ólíklegt að verðið
fari yfir 10 milljónir.
FRÉTTIR » 2
Hjartað sló hraðar hjá Þórunnbjörgu:
Sá slána skella á rúðunni
„Hjartað er vart komið á rétt ról,“
segir Þórunnbjörg Sigurðardóttir,
ökumaður á Íjósbrúnum Dodge
Stratus-fólksbíl. Er hún ók eftir
Miklubraut rúmlega ellefu í gær-
morgun féll brúaröryggisslá á bíl-
rúðuna hjá henni, kastaðist þaðan á
húdd bílsins og á sendibifreið.
„Ég var nýbúin að líta á hraðamæl-
inn og sá að ég var á 63 kílómetra
hraða. Reynslan var hörmuleg því
ég sá stöngina ekki fyrr en hún lenti
á rúðunni. Ég snöggbremsaði.“
Þórunnbjörg segir að fólk hafi
flykkst að henni og spurt um líðan
en til allrar lukku hafi hvorki hún
né aðrir slasast.
Ökumaður á vörubíl með ófrá-
gengnum krana olli slysinu. Um-
ferðin um Miklubraut í vestur stöðv-
aðist í nærri klukkustund.
Stopp undir öryggisslá Umferð um
Miklubraut í vestur stöðvaðist í nær
klukkustund þegar klukkan var tuttugu
mínútur gengin í tólf er krani vörubíls
rakst upp í öryggisslá og féll á tvo
r
Allir hermenn
eru Harry prins
Allir breskir hermenn sem eru á
leið til herþjónustu í írak klæðast
nú stuttermatreyju með skilaboð-
unum „l’m Harry" eða „Ég er Harry“
til að sýna stuðning sinn við Harry
Bretaprins sem einnig heldur til íraks
á næstu vikum. Uppreisnarmenn í
Irak hafa hótað því að beina sjónum
sínum sérstaklega að og drepa
Harry prins, sem er þriðji í röðinni til
að erfa bresku krúnuna af Elísabetu
Bretadrottningu.
Treyjurnar eru sagðar lýsa vel
þeim samhug sem ríkir meðal
breskra hermanna. Með skilaboð-
unum á bolunum er verið að vísa til
atriðis í kvikmyndinni Spartakus f rá
árinu 1960, þar sem allir skylminga-
þrælarnir standa upp og segjast vera
Spartakus til að bjarga Spartakusi
sjálfum frá krossfestingu.
NEYTENDAVAKTIN I ]
Verð á rafmagni %
Fyrirtæki kr./kWh fastgj./dag
Orkuveita Rvk. (A1D) 4,10 21,82
Hitaveita Suðnes.(ADI) 3,83 23,28
Rarik (V0110) 4,52 22,56
NorAurorka (A1D) 3,61 23,69
Orkubú Vestfj.(R011) 4,43 20,26
Verð til heimila - Dreiting (ekki á frjálsum markaðil Upplýsingar frá Neytendasamtökunum
GENGI GJALDMIÐLA
■II USD SALA 63,84 % -0,31 T
■ GBP 127,27 -0,17 ▼
mmm DKK 11,67 -0,23 ▼
• JPY 0,53 -0,32 '▼
EH EUR 86,95 -0,23 ▼
GENGISVÍSITALA 117,48 -0,25 ▼
ÚRVALSVÍSITALA 7.816,67 21,9 ▲
VEÐRIÐ í DAG
VEÐUR » 2
RYMINGAR
m KYIVIINUAK-
iSALA!
OUkrco
oq-400/
c,PSLÁTTUB
Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og lau.: 11-16
Reykjavík sími: 533 3500 - Akureyri sími: 462 3504
Egilsstaðin simi: 471 2954
Erum að taka inn nýjar gerðir af rúmum frá Sealy og stólum og sófum
frá Action Lane og þurfum að rýma verslun og lager af eldri gerðum.