blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 23

blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 23
blaöið FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 31 Bjórsoðinn kjúklingur Þessi kjúklingaréttur er sniðugur því að kjúklingurinn er fyrst eldað- ur í bjór- og barbecue-sósu og síðan grillaður en með því verður hann sérstaklega safaríkur og bragðgóð- ur. í þessari uppskrift eru einungis notaðir leggir, læri og vængir. Um það bil 2 kg af kjúklingabitum • salt og nýmalaður pipar • 4 msk. canola-olía • 2 laukar, skornir í báta • 1 lA bolli bjór eða pilsner • 2 'á bolli barbecue-sósa • 4 maísstönglar • kryddsmjör (sjá uppskrift) • Kryddið kjúklingabitana með salti og pipar. Setjið olíu á pönnu og brúnið bitana þannig að þeir verði fallega brúnir á öllum hliðum, í urn það bil þrjár mínútur á hvorri hlið. Setjið bitana síðan á disk. • Setjið meiri olíu á pönnuna og látið laukinn út í. Steikið í nokkra stund á meðan hann mýkist. Bætið bjór og barbecue-sósu á pönnuna og látið sjóða. Þá er kjúklingabitunum raðað á pönnuna aftur, lokið sett á og soðið í eina klukkustund. Takið þá kjúklingabitana upp úr og látið kólna niður í stofuhita. • Sjóðið sósuna upp svo hún þykkni. Kjúklingabitarnir eru penslaðir með sósunni og síðan grillaðir á grillpönnu eða útigrilli í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið. Penslið nokkrum sinnum á meðan með sós- unni. • Sjóðið maísstöngla þar til þeir eru mjúkir. • Búið til kryddsmjör. • Hrærið smjöri saman við smátt saxaða ferska steinselju, graslauk, smávegis sítrónusafa og salt og pip- ar. Berið kryddsmjörið fram með maísstönglunum. • Setjið kjúklingabita á disk ásamt maísstöngli og kryddsmjöri og bar- becue-sósunni. Ljúffengur safi Eitt vinsælastaneimilistækið í dag er svokölluð safapressa sem pressar ávexti og grænmeti og býr til úr þeim safa. Slíkt tæki getur verið mikið þarfaþing á heimili þar sem mikið er borðað af ávöxtum og grænmeti því óneitanlega er tilbreyt- ing að fá orkuskammt í safaformi. Oft þarf ekki einu sinni uppskriftir til heldur má bara setja alls kyns Ijúffenga ávexti og grænmeti í vélina og athuga hvernig bragðast. Til að mynda má blanda saman appelsínu, gulrótum og sítrónu og þá kemur út einkar hressandi og bragðgóður drykkur sem er fullur af orku. Ljúffeng saltfisks- uppskrift Steinar Þór Þorfinnsson, yfirmat- reiðslumaður á Einari Ben, á heiður- inn af þessari Ijúffengu uppskrift að saltfiski með Jerúsalem-ætiþistlum og tómathumarsósu. Saltfiskur Útvatnaður saltfiskur, steiktur á roðhliðinni og penslaður með hvítlauksolíu. Kryddaður með svörtum pipar. Settur í ofn við 180°C í 10 mínútur. Jerúsalem-ætiþistlarisotto 200 g Jerúsalem-ætiþistlar 500 ml vatn 200 ml rjómi 1 tsk. kjúklingakraftur 200 g risotto 1 laukur 2 dl hvítvín Aðferð: Ætiþistlarnir eru soðnir í vatni, krafti og rjóma og síðan maukaðir. Laukurinn er smátt saxaður og svit- aður með risotto, hvítvínið sett í og soðið. Kjúklingasoði bætt smátt og smátt við grjónin, soðin al'dente. Maukinu síðan bætt í og smakkað til með salti og pipar. Humarravioli 100 g hveiti 100 g semolína 2 egg 'A tsk. salt Ví msk. ólífuolía Allt sett í hrærivél, eggin sett út í eitt og eitt í einu. Humarrilette 6 stk humar Vi geiri hvítlaukur 1 msk. smjör 2 fersk basilblöð Aðferð: Humarinn er léttsteiktur í hvítlauk og smjöri, kældur og rifinn niður og blandaður við Jerúsalem-ætiþistla- maukið. Smakkað til með basil, salti og pipar. Pastadeigið flatt út, helst í pastavél, og penslað með vatni og humarinn settur á og búnir til hálfmánar. Það er í lagi að undirbúa þetta og frysta. Soðið í léttsöltu vatni og velt upp úr smá smjöri. Tómathumarsósa 1 dós tómatar í dós Vi paprika 100 ml humarsoð (má sleppa) Vi búnt basil 1 hvítlauksgeiri Aðferð: Tómatar, paprika og humarsoð er soðið saman. Hvitlaukurinn er létt brúnaður í olíu og saxaður niður og bætt í. Basil saxað út í og smakkað til með salti og pipar. Heilsa Wlatur Börn&Uppeldi Heimili&Hönnun Húsbyggiandinn Viðskipti&Fjármál Vinnuvélar Bílar Konan Árstíðabundin sérbiöð Jjj|||P^JHafói^ambæid og fáóu gott pláss fyH^uglýsingun^ín^iííóeíganXsérbía'ðrí blaói Auglýsingasímar: Magnús Gauti 510-3723 Kolbrún Dröfn 510-3722

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.