blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 14
14
FOSTUDAGUR 4. MAI 2007
blaðið
Húmor eða
svartnætti?
Var á vinnustaðaframboðsfundi
áðan. Einn flokkur að mala. Það
var meira fjör um árið þegar ég
fór á framboðsfund á Eskifirði. Öll
framboðin saman og mikill hávaði
og hlátur. Ég vil benda frambjóð-
endum allra flokka á að nýta húmor
sér til framdráttar. Held það sé mun
árangursríkara en svartnættistal
um stöðu þjóðfélagsins og þegna
þess sem aldrei hafa haft það jafn
gott. Við val okkar um stað fyrir
X-ið 12. maí skulum við gæta sann-
girni. Ekki er allt alslæmt sem gert
hefur verið og tala ekki um það sem
er í pípunum og verður vonandi
fljótt að veruleika, hver sem sest
við stjórnvölinn. í öllu biðlistakjaft-
æðinu tala margir um að byggja
þetta og byggja hitt. Er það lausnin
eða frestun á vanda þegar þau pláss
fyllast? Hvernig væri að tala meira
um heimaþjónustu? Að leyfa fólki
á öllum aldri að búa þar sem það
vill búa. Heima ef þess er nokkur
kostur. Núverandi stjórnvöld hafa
tryggt MND-veikum raunverulegt
val um öndunarvél heima. Fyrir það
er ég þeim ákaflega þakklátur og
tek glaður þátt í vinnu við að breiða
Málstaður
okkar er
ekki og má
ekki verða
flokkspólitískur.
Umrœðan
Guðjón Sigurösson
svokallaða „hjálparhelluþjónustu”
út til sem flestra. En sú þjónusta
er grunnur að okkar raunverulega
vali um öndunarvél. Mín skoðun
er sú að með stórefldri heimaþjón-
ustu sé hægt að minnka biðlista í
heilbrigðis- og félagsþjónustu. Allt
frekar en að bæta við stofnanir. Vel-
ferðarráðuneyti er á mínum óska-
lista og ég vona að það verði veru-
leikinn fljótlega. Munum að setja X
við réttan bókstaf, hver sem hann er.
Það er tilhlökkun hjá mér að vinna
með hverjum sem tekur við eftir
kosningar. Málstaður okkar er ekki
og má ekki verða flokkspólitískur.
Höfundur er formaður MND félagsins
Samgöngur til
Eyja forgangsmál
Vegna úttektar Blaðsins á
áherslum flokkanna í kjördæmum
landsins skal tekið fram að í upp-
talningu á helstu samgönguverk-
efnum í kjördæminu féll út seinni
málsgrein í svari mínu og lýtur að
Vestmannaeyjum. Það er eins og
ég hef ítrekað fjallað um í ræðu
og á Alþingi eitt stærsta verkefni
okkar næstu misserin og þolir
enga bið. Svar mitt sem féll út er
eftirfarandi: „Sextán ára kyrr-
staða í samgöngumálum á milli
lands og Eyja er óþolandi og eitt
stærsta verkefni okkar stjórnmála-
manna að rjúfa hana. Fé til rann-
sójcna á því hvort göng séu gerleg
og nýr Herjólfur er það sem gera
Sextán ára
kyrrstaða í sam-
göngumálum
á milli lands
og Eyja er
óþolandi
Umrœðan
Björgvin G. Sigurðsson
þarf strax. Þetta eru forgangsmál
Samfylkingarinnar í komandi
kosningum í Suðurkjördæmi."
Höfundur er þingmaður og oddviti
Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Polarolje
Selolía
einstök olía
Inniheldur hátt hlutfall Omega
3 fitusýrur
ÓRTÚLEGUR ÁRANGUR
POLAROLÍU!!!!!
"Eftir að hafa verið of þungur í
mörg ár og þjáðst af verkjum í
liðum og stoðkerfi tók ég mig
til og létti mig um 65-70 kg. Ég
sat eftir með þessar þjáningar
og reyndi allt til að mér liði
betur. Það var ekki fyrr en ég
uppgötvaði POLAROLÍU að
þjáningar mínar hurfu og nú
get ég þess vegna hlaupið
100 m grindarhlaup."
Magnús Ólafsson, leikari.
iKjTi
ráffw
Gott fyrir:
* Liðina
* Maga- og þarma-
starfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
Verðbréf í Kastliósinu
Verðbréf sem mest er fjallað um í
samfélaginu eru oftast þau sem hafa
veitt bestu ávöxtun síðustu mánuði
og ár. Það merkilega við slíkar um-
ræður er að þegar þær ná hámarki
er það oftar en ekki merki um að
hámarkið í gengi þeirra sé í þann
mund að nást. Mörgum er sjálfsagt
enn minnisstætt þegar Kastljós fékk
í upphafi ársins 2000 sérfræðinga til
sín vikulega til að velta fyrir sér bestu
kaupunum á markaði hverju sinni.
Umræðan í þjóðfélaginu snerist
um verðbréf og skjótfenginn gróða.
deCODE genetics og OZ voru meðal
félaga sem fjallað var mest um. Fyrra
félagið hefur enn ekki sýnt hagnað
og hitt er fyrir löngu gjaldþrota.
Auglýsingar
Jafnan er samhengi á milli þess
hvað mest er fjallað um hverju sinni
og hverskonar verðbréfaafurðir eru
auglýstar á því tímabili. Það er stað-
reynd að í verðbréfageiranum er það
ávöxtun síðustu mánaða sem selur
best og því einblína flestar auglýs-
ingar á þær afurðir sem veitt hafa
bestu ávöxtun síðustu 6 til 12 mán-
uði, þrátt fyrir að í raun og veru sé
velgengni fortíðarinnar ekki alltaf
besti mælikvarðinn á framtíðar-
ávöxtun. f þvi ljósi er vert að veita
því athygli hvað er mest auglýst á
fjármálamarkaði í dag.
Erlend lán (aðallega húsnæðislán)
Rétt er að gera örlitinn formála
á þessu. Hér er ekki um almenn
verðbréf að ræða en engu að síður
fjármálaafurð. Kannanir gerðar um
aldamótin gáfu sterklega til kynna
að flestir teldu hlutabréf vera bestu
langtímaávöxtunina. Enda var það
svo að flestir á íslandi sem tóku
þátt í reglubundnum sparnaði, til
að mynda séreignarlífeyri, settu
mestan pening sinn í hlutabréf.
Ekki liðu meira en tvö ár áður en
viðhorf til hlutabréfa höfðu snúist
nánast um 180 gráður. Það voru
jafnvel dæmi um að fólk flytti fjár-
magn sitt úr hlutabréfum, þegar þau
voru miklu verðminni en áður, yfir
í tryggari fjárfestingarkosti en þó
ekki nauðsynlega betri kosti. Þetta
mótaðist að stórum hluta af þvi að
margir höfðu um nokkurt skeið
ávaxtað sitt pund vel í hlutabréfum
og fleiri vildu taka þátt í leiknum,
oft með vanmat á áhættutengdum
hlutabréfafjárfestingum.
Erlendar skuldir aukist mikið
Mér finnst óþægilega lík þróun
vera farin að myndast varðandi
húsnæðislán i erlendum myntum.
í fjöldamörg ár hafa sumir hagnast
gríðarlega á því að skuldsetja sig í er-
lendri mynt. Þetta timabil hefur nú
varað það lengi að varnaðarorð um
gengisáhættu eru farin að verða sí-
fellt veikari. Bæði eru þeir sem hafa
haldið aftur af fólki orðnir þreyttir
á því að sjá ráðgjöf sína skila litlu
og þeir sem hafa hlustað á varnaðar-
Þvierréttað
minnaásöguna
um strákinn sem
stöðugt kallaði
úlfur, úlfur.
Már Wolfgang Mixa
orð eru farnir að efast um réttmæti
þeirra, erlendar lántökur hafa jú
verið hagstæð í samfelld 5 ár. Það að
erlendar skuldir heimila hafa aukist
um rúmlega 150 prósent síðustu 12
mánuði er vísbending um að margir
hafi ákveðið að tími sé kominn til
að taka þátt í þessum leik. Nýlega
sá ég sjónvarpsauglýsingu þar sem
verið var að bjóða upp á erlend lán
til íbúðakaupa. Hjá sumum eru að-
stæður þannig að slík lán, jafnvel
með gengisáhættu, eru ekki óskyn-
samleg vegna þess að ef vel gengur
getur ávinningur orðið talsverður.
Það er aftur á móti forvitnilegt að
vita hvernig afstaða fólks í raun
verður ef íslenska krónan veikist
skyndilega mikið, sem eykur höfuð-
stól lánanna.
fslenska krónan veikist
Tökum sem dæmi hjón sem kaupa
20 milljóna króna hús og taka 90
prósenta lán, fjármagnað í erlendri
mynt. Eigið fé fólksins í húsinu eru 2
milljónir. Nú gerist hið óvænta að að-
eins 12 mánuðum eftir að lánið var
tekið hefur íslenska krónan veikst
um 20 prósent og höfuðstóll lánsins
hækkað samsvarandi mikið. Þetta
gæti virst vera óhugsandi en ætti þó
ekki nauðsynlega að koma á óvart;
veiking krónunnar sem átti sér stað
á tímabilinu 2000 til 2001 var t.d.
meiri en þetta. í stað þess að eiga 2
milljónir i húsnæðinu þá skulda þau
svipaða upphæð 12 mánuðum síðar.
í slíkri aðstöðu er líklegt að margir,
burtséð frá skynsemi slíkra ákvarð-
ana, umbreyti erlendum lánum
sínum í íslensk lán til að forða sér
frá enn frekari skuldasöfnun. Við-
horfið gagnvart áhættutengdum
erlendum lántökum gæti umbylst
með svipuðum hætti og átti sér stað
varðandi hlutabréf fyrir nokkrum
árum. Slík viðhorfsbreyting getur í
raun stigmagnað áhrifin því ef fólk
fer að greiða upp erlend lán veikist
íslenska krónan enn frekar.
Hvað skal gera?
Því miður hef ég ekki áreiðanlega
kristalskúlu á borði mínu. Margir
virtir sérfræðingar hafa spáð fyrir
um veikingu krónunnar lengi vel
án þess að slíkt hafi gengið eftir.
Þó að slíkir spádómar hafi ekki
ræst hingað til er ekki þar með sagt
að þeir rætist ekki í framtíðinni.
Reyndar gerist það oft að loksins
þegar þeir rætast þá gerist það með
meiri hvelli en flesta grunar. Því er
rétt að minna á söguna um strák-
inn sem stöðugt kallaði úlfur, úlfur.
Olfurinn kemur að lokum og þá er
ekki gott að vera með þeim seinustu
í röðinni.
Höfundur starfar hjá NordVest verðbréfum
Bolvíkingur á báðum buxunum
Polarolian fæst í apótekum, heilsuhúsum og Fjarðarkaupum
Nú stendur þann veg á fyrir Bol-
víkingum, að ástæða er til að hug-
hreysta þá með orðum sjávarútvegs-
ráðherrans og Bolvíkingsins Einars
Guðfinnssonar. Þau hafa að vísu
áður verið birt af undirrituðum, en
ekki er góð vísa of oft kveðin, sér í
lagi ef hún vísar nauðstöddum veg-
inn til farsældar. Á ráðstefnu í Lille-
hammer í Noregi sl. vetur fræddi
sjávarútvegsráðherrann frændur
vora þar ytra um íslenska fiskveiði-
stjórnunarkerfið og „...lagði m.a.
áherslu á það hvernig íslenska fisk-
veiðistjórnunarkerfið hefur lagt
grunninn að traustum, góðum og
arðvænlegum atvinnuvegi, auk
þess að stuðla að eflingu byggðar í
sjávarþorpum", Þannig endurflutti
Morgunblaðið fagnaðarboðskapinn
orðrétt. Þá vita Bolvíkingar það og
aðrir íbúar sjávarþorpa á islandi,
Athugasemd
Við vinnslu greina í Blaðinu í gær
urðu þau mistök að mynd og nafn
greinarhöfundar brenglaðist. Grein
Sverris Hermannssonar er því end-
urbirt. Blaðið biður hlutaðeigandi
velvirðingar á mistökunum.
þar sem fiskveiðistjórnunarkerfið
hefir eflt byggðirnar undir farsælli
stjórn lénsherranna. Væntanlega
munu þeir ekki verða hjátækir sér
við að greiða velgjörðarmönnum at-
kvæði sitt í alþingiskosningunum til
að geta áfram notið heillavænlegra
verka þeirra. Kvartanir Bolvíkinga
nú eru ekkert annað en vanþakk-
læti manna, sem ekki kunna gott að
meta, eða eru haldnir óþjóðlegum
misskilningi. Þegar óábyrgir menn
benda á, að smábátaútgerð mætti
efla með því t.d. að minnka gjafa-
kvóta til þeirra, sem svo leigja hann
frá sér dýrum dómum, tekur LlÚ í
taumana og bannfærir slíka menn,
Ekkiergóð
vísaofoft
kveðin
Umrœðan
Sverrir Hermannsson
sem vonlegt er, og minnir á að
þeirra aðalsmenn „hafi aldrei haft
það betra“ eins og Valhallarmenn
orða það fyrir þá.
Höfundur er fv. alþingismaður