blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 blaðið AUÐVELD Í ÞRIFUM HLJÓÐEINANGRANDI UTAN UR HEIMI Erlendum verkamönnum rænt Tólf erlendum verkamönnum var rænt af byggingar- svæði á Níger Delta-svæðinu í Nígeríu, sem ríkt er af olíu. Þá hefurfimm erlendum verkamönnum til við- bótar verið rænt af olíuskipi í suðurhluta landsins. Olíu- salan þar hefur minnkað vegna tíðra rána byssumanna. Kosningar 22. júlí Tyrkneska þingið hefur samþykkt að þingkosn- ingum í landinu verði flýtt til 22. júlí, en upþ- haflega var gert ráð fyrir að kosningarnar færu fram í nóvember. Með því að flýta kosningum er ætlunin að leysa stjórnarkreppuna í landinu. Elísabet drottning í Virginíu Elísabet Bretadrotting hóf fyrstu heimsókn sína til Banda- ríkjanna í sextán ár í gær meö því að heimsækja þá sem lifðu af skotárásina í Virginia Tech-háskólanum í síðasta mánuði. Heimsókn drottningarinnar stendur yfir í sex daga og mun Ijúka í Washington. TEPPI Á STIGAGANGINN GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA Stepp ehf. | Ármúla 32 | Sími 533 5060 | www.stepp.is | stepp@stepp.ís Rose var frægasta geitin í Súdan: Gift geit kafnar Rose, frægasta geit Súdans, drapst fyrr í vikunni, örfáum mán- uðum eftir að hún gekk að eiga bóndann Charles Tombe. Öldunga- ráð í Juba, þorpi bóndans í suður- hluta Súdans, dæmdi hann til að giftast Rose fyrr á árinu, eftir að upp komst að hann hafði sorðið geitina. Talið er Rose hafi kafnað eftir að hafa kyngt plastpoka sem hún tók upp af götu í þorpinu. Tom Rhodes, ritstjóri súdanska dagblaðsins Juba Post, greindi frá því að Rose hefði eignast afkvæmi í mars. Geitin Rose Kafnaði stuttu eftir giftingu. Hún var gift manni. m m Vinsælt að gifta sig 07.07.07: Svo brúðguminn muni daginn „Ég held að karlmaðurinn sé að tryggja að hann muni brúðkaups- daginn,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur, en sjöundi júlí í ár er uppbókaður vegna giftinga í mörgum kirkjum landsins. „Þetta er heitasti giftingardagurinn í ár. Margir hlupu til og tryggðu sér daginn í fyrra, en svo þegar farið var að athuga það voru ekki allir klárir. Fram undir vor voru pör að bóka daginn og hætta við, en núna er hann alveg uppbókaður," segir fyrir nokkrum árum. Þá sagði sá Hjálmar. Þetta er ekki í fyrsta skipti ágæti brúðgumi að þetta væri nátt- sem hann verður var við að fólk velji úrulega öðrum þræði trygging fyrir dagsetningusemauðvelteraðmuna. því að hann myndi aldrei gleyma „Ég gifti kuningja minn fyrsta maí deginum." Tryggjum öldruðum einstaklingsrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum framsokn.is 0 Framsókn 2007 Kosningar í Bretlandi: Síðustu kosn- ingar Blairs ■ Verkamannaflokki spáð tapi ■ Spenna í Skotlandi ■ 39 milljónir á kjörskrá Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net Sveitarstjórnarkosningar fóru fram víðs vegar á Bretlandi í gær. Þing- kosningar fóru einnig fram í Skot- landi og Wales, en kosningarnar eru þær síðustu sem Verkamannaflokk- urinn tekur þátt i undir forystu Tony Blairs forsætisráðherra. Fyrirfram var búist við stórtapi Verkamannaflokksins, meðal ann- ars vegna Iraksstríðsins og pólitískra hneykslismála. Rúmlega 39 milljónir manna voru á kjörskrá og gerði gott veður það að verkum að kjörsóknin var sums staðar meiri en oft áður. Fyrstu tölur voru birtar í nótt, en talning í um það bil helmingi kjör- dæma hófst ekki fyrr en í morgun vegna mikils fjölda atkvæða sem bárust með pósti. Reiknað er með að breski forsæt- isráðherrann tilkynni þjóð sinni í næstu viku að hann muni hætta í embætti í júlímánuði næstkom- andi, en hann fagnaði tíu ára valda- afmæli sínu fyrr í vikunni. Kosið var um 10.500 sæti í 312 sveitarstjórnum í Englandi. Notast varvið tölvuvædda kosningu á tólf stöðum. Sums staðar var kosið um þriðjung sæta í sveitar- stjórn, en í flestum var kosið um öll sætin. Þá var einnig kosið um nýja borgarstjóra í borgunum Middles- borough, Bedford og Mansfield. Ibúar Wales kusu um sextíu laus sæti í þinginu og var búist við tapi Verkamannaflokksins þar sem annars staðar. Spennan var mjög mikil í Skotlandi þar sem kosið var um 129 þingsæti. Fyrirfram var allt eins reiknað með að Skoski þjóðernisflokkurinn yrði stærstur flokka í skoska þinginu og byndi þar með enda á hálfrar aldar tíma- bil yfirburða Verkamannaflokksins í landinu. Skoskir þjóðernissinnar hafa sjálfstæði frá Bretlandi á stefnu- skránni og vilja boða til þjóðarat- kvæðagreiðslu vegna málsins árið 2010. Skoðanakannanir hafa þó bent til þess að meirihluti Skota vilji ekki sjálfstæði frá Bretum. Tony Blair Forsætisráöherr- ann ferðaðist um Skotland í aðdraganda þing- og sveitar- stjórnarkosninga.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.