blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 12
blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árog dagurehf. Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Pólitískt vald Veiting ríkisborgararéttar til stúlku sem tengist Jónínu Bjartmarz, um- hverfisráðherra og þingmanni Framsóknarflokksins, hefur verið mikið í umræðunni allt siðan Kastljós fjallaði um málið fyrir viku. Umræðan hefur fyrst og síðast snúist um það hvort ráðherrann hafi beitt sér óeðlilega í málinu. Hvort Jónína hafi reynt að hafa áhrif á þá fulltrúa allsherjarnefndar Alþingis sem fjalla um undanþágur vegna veit- ingar ríkisborgararéttar og hvort þessir fulltrúar hafi veitt stúlkunni und- anþágu vegna fjölskyldutengsla hennar við ráðherrann. Nú, viku eftir að umræðan hófst, hafa ekki verið færðar neinar sönnur á það hvort ráðherr- ann eða fulltrúar allsherjarnefndar hafi misnotað vald sitt. DV fullyrðir reyndar í gær að Guðjón Ólafur Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, hafi beitt sér. DV vísar hins vegar ekki í neinar heimildir máli sínu til stuðnings og Guðjón Ólafur þvertekur fyrir að hafa vitað af tengslum stúlkunnar við ráðherrann. Það er óhætt að segja að þetta mál sé allt hið undarlegasta. Ég efast um að nokkrum manni hafi dottið það í hug, áður en þetta mál kom upp, að hugsanlega væri óeðlilega staðið að veitingu ríkisborgararéttar hérlendis. Ég segi hugsanlega því eins og greint er frá hér að ofan þá hefur ekkert komið fram sem færir óyggjandi sönnur á að óeðlileg pólitísk afskipti hafi ráðið því að stúlkunni var veittur ríkisborgararéttur. Þrátt fyrir þetta er fullkomlega eðlilegt að fjölmiðlar fjalli um málið því fátitt er að fólk fái jafn skjóta afgreiðslu á umsóknum um ríkisfang og umrædd stúlka. Það eitt og tengslin við ráðherra vekja upp spurningar. Aftur á móti má deila um framsetningu einstakra frétta af þessu máli. Reyndar má eflaust alltaf deila um framsetningu frétta. Til þess að taka af allan vafa um réttmæti þess að stúlkunni hafi verið veitt íslenskt ríkisfang er nauðsynlegt að rök- stuðningurinn fyrir ákvörðuninni sé gerður opinber. Það er bæði gömul saga og ný að pólitískt vald er vandmeðfarið. Þegar öllu er á botninn hvolft þá vekur mál stúlkunnar upp áleitnar spurningar um réttmæti þess að veiting íslensks ríkisborgararéttar skuli á endanum geta verið pólitísk ákvörðun. Er ekki hugsanlega eðlilegra að sækja um undanþágu til óháðrar nefndar í stað þess að sækja um hana til pólitískt skipaðrar nefndar? Er það ekki eðlilegt í réttarríkinu að einstaklingum sé tryggð réttlát málsmeðferð, þar sem almennar hæfisreglur og jafnræðis- reglan eru meðal annars í heiðri höfð? Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kiri Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Afialsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Sfmbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dansskór Stærð 35-41 - Verð 4.995 Litur silfur svart og hvítt (VnúrM Skóverslun Kringlunni 8 -12 - S: 553 2888 Helgina 5.-6. maí höldum við veglega bátasýningu að Ána- naustum. Opið laugardag 10-18 og sunnudag 12-18. R. SIGMUNDSSON ÁNANAUSTUM 1 | 101 REYKJAVÍK | SÍMI 520 0000 12 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 blaöiö SaLóMoNSt>6mur jUJJ* Uttir? 17. mars 2001 17. mars 2001 var hátíðlegur dagur. í fyrsta sinn í langan tíma átti að fara fram allsherjarkosning meðal íbúa í Reykjavík. Ibúalýðræði hefur mikið verið rómað og margir alið með sér þá fallegu hugsjón að almenningur fengi beina aðkomu að ákvörðun stórra mála sem alla snertir. Það átti að kjósa um framtíð flugvallarins í Reykjavík. Að vísu höfðu borgaryf- irvöld samið um veru flugvallarins í Vatnsmýri fram til ársins 2016 en eigi að síður átti kosningin að vera ákvarðandi um hvort flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri til framtíðar eða færi þaðan þegar samningurinn rynni út. Þetta var allt til mikillar fyrirmyndar og við vorum öll voða- lega spennt fyrir því að fá loks að kjósa sjálf um þetta mikilvæga mál. Breski herinn hafði í miðju stríði lagt þennan skaðræðisflugvöll í miðbæ Reykjavíkur og heft með því móti eðilega þróun borgarinnar. Breski herflugvöllurinn þrengdi svo að miðborginni að með aukinni fólksfjölgun hopaði byggðin upp til fjalla, holta og heiða. Til varð bíla- borg að amerískri fyrirmynd. Við þekkjum þessa sögu. Vakning hafði orðið meðal íbúa Reykjavíkur. Menn sáu að flugvöll- urinn yrði að víkja fyrir fólkinu, við yrðum að fá þetta land til að bjarga borginni okkar frá ömurleika am- erískra bílaborga. Einhverra hluta vegna sáu stjórnmálamennirnir, margir hverjir, hins vegar öll tor- merki á því að Reykvíkingar fengju að endurheimta stríðsskaðann í miðborginni. Mikið var deilt. Inni í stjórnkerfinu var málið komið í hnút. Framsýnir stjórnmálamenn í Reykjavík ákváðu loks að láta fólkið sjálft kjósa um framtíð flug- vallarins. Allir voru sáttir við það. Fyrirmyndarleið til að útkljá málið. Lýðræðislegt. Við vorum öll voðalega glöð þegar við skunduðum á kjörstað. Þetta var ekki aðeins fyrsta íbúakosningin í langan tíma, heldur einnig í fyrsta sinn sem kosið var með rafrænum hætti. Tölvuvæðingin hafði lengi falið í sér loforð um möguleika á beinu lýðræði. Þarna var það loks komið. Við kusum, hvert með sínu nefi. Niðurstaðan var skýr. Meiri- hluti borgarbúa kaus flugvöllinn burt úr Vatnsmýri. Að vísu var kjör- sókn ekki mjög mikil. Þriðjungur mætti. Kosningin var því ekki laga- lega bindandi. En eins og á við um allar lýðræðislegar kosingar var hún alveg jafn siðferðislega bindandi. Þeir ráða sem láta sig málið varða. Við vorum því ekki í vafa um að flug- völlurinn færi. Áttum jafnvel von á að Sturla Böðvarsson færi beinustu leið út í mýri að moka flugvellinum burt úr miðbænum. Eins og meiri- hluti kjósenda hafði sagt honum að gera. Én hvað gerðist? Ekkert. Ná- kvæmlega ekkert. Sex árum síðar er enn jafnmikil óvissa um framtíð flugvallarins. Núverandi borgaryfir- völd láta jafnvel eins og þessi kosn- ing hafi aldrei farið fram. Lýðræðis- legt? Varla. - Fyrir skömmu skilaði starfshópur um framtíð flugvallarins skýrslu. Niðurstaðan var alveg jafn skýr og íbúakosningin um árið. Flugvöllur- inn á ekki að vera í miðbænum. Það er langsamlega lakasti kosturinn. Samkvæmt skýrslunni er hagkvæm- ast að hafa hann á Hólmsheiði. Nær- tækast er þó að færa flugið til Kefla- víkur og sameina það alþjóðafluginu. Búa til miðstöð flugs á íslandi. Þá þurfa íbúar landsbyggðarinnar ekki lengur að drösla sér úr Skerja- firði til Keflavíkur á leið úr landi. I liðinni viku gerðist það að öflugur bæjarstjóri í Reykjanesbæ, flokks- maður samgönguráðherra, leggur til að lögð verði hraðlest frá höfuð- borgarsvæðinu út á flugvöllinn í Keflavík. Með því móti væri hægt að færa allt flug þangað. Ferðin tæki aðeins um tuttugu mínútur, sem er álíka og það tekur að keyra ofan úr Breiðholti út á núverandi flugvöll í Vatnsmýrinni. Hér blasir lausnin semsé við. Hver voru viðbrögð samgönguráðherra? I Fréttablaðinu hafði Sturla þetta eitt að segja: „Það er alltaf gaman að heyra af hugmyndum bjartsýnis- manna.” Jahá. Það var allt og sumt. Höfundur er stjórnmálafræðingur Klippt & skorið Margir supu hveljur þegar fréttir af starfslokasamn- ingi Bjarna Ármanns- sonar bárust en þó eru töl- urnar svo háar aö venjulegt fólk skilur þær varla. Blaðið spurði nokkra veg- farendur ekki alls fyrir löngu hversu margar milljónir væru í einum milljarði. Allir svöruðu að það væru 100 milljónir. (einum milljarði eru eitt þúsund milljónir og því fær Bjarni tæpar sjö þúsund milljónir í starfslokasamning. Flestir væru í skýjunum yrðu þeir svo heppnir að vinna 10 milljónir í happdrætti en það er að- eins um 0,14% af upphæð Bjarna. Það er von að bankarnir okri á okkur alþýðunni - þessir bankaherramenn þurfa sitt til að lifa sómasam- legu lífi! Svokallað Jónínumál er óþægilegt, sérstaklega þegarlitið ertil þessað nefndarmennallsherjarnefndar eru ótrúverðugir. Sannleikurinn er alltaf sagna bestur jafnvel þótt hann geti reynst óþægilegur. Það er í raun alveg sama hvað Bjarni Benediktsson segir, honum er ekki trúað, einfaldlega vegna þess að lög um útlendinga eru svo ströng á íslandi að það getur bara ekki verið að þingmennirnir hafi ekki kynnt sér hverja umsókn gaumgæfilega, enda er það þeirra starf. Sennilega bjuggust þessir ágætu þingmenn við að geta kæft málið með því að þykjast ekki kannast við það. Sem betur fer eru fjölmiðlar aðgangsharðir við frambjóðendur og mættu meira að segja gera enn betur líkt og gert er í nágrannalöndum okkar. Silfur-Egill Helgason gerir verkalýðs- daginn að umtalsefni á síðu sinni og segir: „Tópasbyltingin 1. maí er i meira lagi skopleg. Ég hef ákveðna samúð með göngu verkalýðs- hreyfmgarinnari. maí, en utan á hana hafa í gegnum tíðina hlaðist ýmsir hópar, misjafn- lega furðulegir. (sumum þeirra eru hreinræktaðir vitleysingar eins og til dæmis í byltingarsamtökunum, Fylkingunni og KSML, sem fóru þessar göngur á áttunda áratugnum. Virðing mín fyrir anarkistahópum sem berjast gegn hnattvæðingu er heldur ekki mikil. Þannig að kannski munarekki svo mikið um eins og eina tópasbyltingu." Kannski einhverjir fái óbragð í munninnyfirþessum orðum Egils...________ elin@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.