blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 blaðið INNLENT FULLUR FERÐAMflÐUR . sundi í Tjörninni Tilkynnt var um ferðamann á miðjum aldri í Tjörninni í gær- kvöldi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn kominn á þurrt. Hann gat enga grein gert fyrir þessu hátta- lagi og stóð vart í fæturna sökum öivunar. Ekki er vitað hvort maðurinn stakk sér til sunds eða datt í Tjörnina. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Lyfjaakstur og fölsuð skilríki Einn vartekinn fyrir lyfjaakstur á höfuðborgarsvæðinu og annar fyrir að aka án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Sá síðarnefndi framvísaði fölsum skilríkjum. Samkvæmt þeim var ökumaður rúmlega tvítugur en eftirgrennslan iögreglu leiddi í Ijós að hann var aðeins 16 ára. KÓPAVOGUR Sígaretta olli árekstri 19 ára piltur ók á girðingu við Reykjanesbraut í Kópa- vogi í fyrrinótt þegar honum fipaðist við að missa sígarettu sem hann var að reykja. Pilturinn og farþegi í bílnum voru fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg. Bíllinn skemmdist töluvert. Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Jón Ásgeir Jóhannesson ogTryggvi Jónsson voru sakfelldir fyrir brot á hegningarlögum í Baugsmálinu í gær. Báðir dómarnir voru skilorðs- bundnir, Jóns Ásgeirs til þriggja mánaða og Tryggva til níu mán- aða. Ákæru á hendur Jóni Gerald Sullenberger var vísað frá dómi. „Það eru auðvitað vonbrigði að það skuli vera sakfelling yfirleitt í málinu. En mér sýnist þó að dóms- orðið, þegar 90 prósent af öllum kostnaði falla á ríkissjóð, veiti vísbendingu um afstöðu dómara til þessa málatilbúnaðar. En það eru vissulega vonbrigði að það hafi komið til einhvers konar sak- fellingar," sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, þegar niður- staða Héraðsdóms Reykjavíkur lá fyrir. Tryggvi og Jón Ásgeir hafa nú báðir ákveðið------------ að áfrýja. Alls var 10 liðum ákærunnar af 19 vísað frá dómi. Jón Ásgeir var fundinn sekur um brot á hegningarlögum er hann og Tryggvi létu Jón Gerald útbúa tilhæfulausan kreditkortareikn- ing frá Nordica að upphæð 62 milljónir króna. í dómnum segir að þeim Jóni og Tryggva hafi átt að vera ljóst að reikningurinn var bæði rangur og tilhæfulaus. Brotið hafi haft áhrif á árshluta- uppgjör Baugs og þar af leiðandi hafi tilkynning félagsins til Verð- bréfaþings Islands verið röng. Jón Ásgeir hafi sem fram- kvæmdastjóri Baugs borið ábyrgð á því. „Niðurstaðan veldur í sjálfu sér vonbrigðum eins og má geta sér til um. Niðurstaðan hljómar dálítið sérkenni- lega. Ég skil að vísu fullkomlega að þessum liðum sem upp voru taldir skuli vera vísað frá dómi. Síðan á maður eftir að átta sig á því hvers vegna Tryggvi Jónsson er dæmdur til svona þungrar fangelsisrefsingar. Ég get alveg viðurkennt það að það hvarflaði aldrei að mér að refsingin yrði svona þung. Það verður þó að hafa í huga að hún er algjörlega skilorðsbundin,“ sagði Jakob Möller, verjandi Tryggva, er nið- urstaðan lá fyrir. Auk ákærunnar sem lýst er að framan var Tryggvi sakfelldur í þremur öðrum ákæruliðum fyrir begningarlagabrot og meiriháttar bókhaldsbrot. Ákæru á hendur Jóni Gerald Sullenberger var hins vegar vísað frá dómi með þeim rökum að hann hafi ekki notið réttinda sakbornings við rann- sókn málsins eins og kveðið er á um í lögum. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugs- málinu, segist hafa viljað sjá sak- fellingu í fleiri ákæruliðum og hann áttar sig ekki á hvaða rök liggi að baki frávísun ákæruliða 2-9. Hann segir ákvörðun um áfrýjun ekki liggja fyrir. Ákæru- valdið hefur átta vikur til áfrýj- unar en ákærðu fjórar. Sigurður Tómas segir það engan sérstakan létti fyrir ákæruvaldið að sak- felling í málinu hafi loks náðst. „Það er ekki hægt að orða það þannig. Það er alltaf alvarlegur hlutur þegar einhver er dæmdur til refsingar þannig að það væri verulega óeðlilegt að segja að þetta væri einhver léttir fyrir ákæruvaldið." Jón Gerald Sullenberger með bakþanka: Voru boðnar 2 milljónir dollara fyrir að þegja Baugsmálið: 104 milljónir falla á ríkissjóð „Mín fyrstu viðbrögð eru auð- vitað þau að það er mikill léttir að minni ákæru var vísað frá, vegna þess að það er ekkert grín að vera ákærður,“ segir Jón Ger- ald Sullenberger um niðurstöð- una í Baugsmálinu. Hann segir málinu lokið af sinni hálfu og býst ekki við að frávísun á ákæru hans verði áfrýjað, því slíkt væri mannréttindabrot. „Það er alla vega komin einhver niðurstaða. Samt sem áður hefur ákveðnum atriðum verið vísað frá. Ég tel að það hafi komið skýrt fram að forstjórar Baugs voru að misnota fyrirtækið sjálfumsértil framdráttar." Jón Gerald segir það hafa komið sér á óvart að Jón Ásgeir ogTryggvi voru sýknaðir af ákærum í 18. ákærulið, vegna skemmtibátsins Thee Viking. „Þeir notuðu Baug til þess að borga fyrir bátinn. Þeir ætluðust síðan til þess að ég myndi færa eignarhlutinn á bátnumyfiráþeirra einkafyrirtæki á Bahamaeyjum. Þessu var vísað frá af tæknilegum ástæðum." Sýknaöur Jón Gerald Sullenberger segir að mál- inu sé lokið ai sinni hálfu. Jón Gerald segir að í upphafi málsins, nánar tiltekið í lok ágúst 2002 eftir að hann lagði inn kæru á hendur Baugsmönnum, hafi honum borist símtal frá forstjóra Kaupþings. Hann hafi boðið Jóni 2 milljónir dollara fyrir að draga kæruna til baka og þegja. Jón Ger- ald segir það vera einshvers konar hefð innan íslensks viðskiptalífs að kaupa menn til þagnar. „Ég sagði við hann þá að þótt þetta væru ío milljónir dollara myndi ég ekki breyta framburði mínum. Síðan, eftir þessi fimm ár, var ég farinn að hugsa að ég hefði gert mistök, vegna þess að mér fannst eins og íslenska réttarkerfið væri ekki að taka eðlilega á þessu máli.“ Jón Ger- ald vildi ekki gefa upp nafn forstjórans. Kostnaður ríkis sjóðsvegnaBaugs- málsins nemur rúmlega 104 millj- ónum króna. Er eingöngu verið að tala um þennan síðasta þátt málsins og er þá ótalinn rann- sóknarkostnaður og kostnaður við fyrri hluta málsins sem áður var vísað frá dómi. Sakarkostnaður samkvæmt yf- irliti setts ríkissaksóknara nemur rúmum 55 milljónum. Jón Ásgeir og Tryggvi voru dæmdir til að greiða 5 milljónir af þeirri upphæð. Málsvarnarlaun Gests Jóns- sonar, verjanda Jóns Ásgeirs, voru 15,3 milljónir króna og greiðir ríkissjóður 9/10 af þeim kostnaði, alls um 13,8 milljónir króna. Málsvarnarlaun Jakobs Möller, verj- anda Tryggva, voru 11,9 millj- ónir króna. Ríkis- sjóður greiðir 4/5 af þeim kostnaði, rúmlega 9,5 milljónir króna. Málsvarnarlaun Brynjars Níels- sonar, verjanda Jóns Geralds, var 7,9 milljónir króna og fellur hann allur á ríkissjóð. Jón Ásgeir krafðist greiðslu vegna útlagðs kostnaðar vegna vinnu aðstoðarmanna verjanda hans og vinnu endurskoðunar- fyrirtækisins PriceWaterhouse Coopers vegna málsins, alls um 25,6 milljóna króna. Ríkissjóður greiðir 9/10 hluta af þeim kostn- aði, rúmlega 23,1 milljón króna. Mikið úrval Erum að flytja inn veggfóður frá DURO Upplýsingar Eigum talsvert á lager, einnig hægt að sérpanta sími 8924588 Einar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.