blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 blaðið fólk folk@bladid.net HEYRST HEFUR ÖGMUNDUR Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna, kvartar á heimasiðu sinni undan kosninga- áróðri Framsóknarflokksins og segir hann innleiða auglýsingar sem hafa það að markmiði að skrumskæla andstæðinga flokks- ins, gera lítið úr þeim persónulega og afbaka málflutning þeirra. Slik aðferð sé vel þekkt úr bandarískri stjórnmálabaráttu. Á sama tima dreifa flokkssystkin Ögmundar barmmerkjum sem á stendur „Af hverju ekki ríkisstjórn með ZERO Framsókn?" og „Aldrei kaus ég Framsókn“... MEIRA um Framsóknarflokkinn. Flokkurinn hefur tekið ástfóstri við græna gönguljósakarlinn og notar hann sem táknmynd slagorðsins „Árangur áfram-ekk- ert stopp“. En til marks um áherslur flokksinsíjafn- réttismálum hefur hann nú tekið upp á þvi að láta framleiða boli með myndum af grænni gönguljósakonu undir sama slagorði. Því komst sam- fylkingarkonan Bryndís ísfold Hlöðversdóttir að á dögunum þegar varaborgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins afhenti henni slíkan bol. Eins og frægt er orðið lagði Bryndís fram tillögu fyrir borgarráð fyrr í vetur um að göngu- ljósakörlum yrði breytt í göngu- ljósakonur, sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn höfnuðu... HVAÐ Samfylkinguna varðar þá lætur hún sér ekki nægja að auglýsa stefnu sína í fjölskyldumálum undir yfirskrift- inni „Unga ísland“, heldur notar hún börn sem merkisbera síns listabókstafs. Fjölmörg börn á öllum aldri ganga með svokallað „buff“ á höfðinu sem er rækilega merkt x-S. Það er spurning hvort flokkurinn sé að reyna að festa sig í sessi hjá framtíðarkjósendum, ef ske kynni að núverandi ríkisstjórn sæti í 12 ár í viðbót... HVAÐ Þetta áfangasigur í fii^nst gönguljósakonumálinu? TH TJ „Nei, Framsóknarflokkurinn er í jafnréttisbúningi fyrir kosningar. En þeir Ij p 1% r sýndu sitt rétta andlit þegar þeir þorðu ekki að leggja jafnréttisfrum- varpið, sem þeir létu vinna fyrir sig, ídóm sinnaeigin þingmanna.“ Matthías V. Baldursson heldur burtfarartónleika: Heillandi sánd í saxófóninum Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Matthías V. Baldursson, saxófón- leikari með meiru, heldur burtfar- arprófstónleika sína frá Tónlistar- skóla FlH næstkomandi laugardag, þann 5. maí klukkan 17. Þar með lýkur hann burtfararprófi á saxófón, en efnisskrá tónleikanna saman- stendur af verkum hans fyrir ólíkar samsetningar hljóðfæra, allt frá kvartett upp í stórsveit. Matthías starfar sem kennari við Tónlistar- skóla FlH og á árum áður lék hann með hljómsveitum á borð við Spoon, 8-villt, Url og Engla, bæði á hljóm- borð og saxófón. „Ég var á sínum tíma mikið í svona popp- og rokkmúsík og spilaði aðal- lega á hljómborð. Því fylgdu hins vegar mikil ferðalög út um allt land og það var ein aðalástæða þess að ég hætti. Ég er með stóra fjölskyldu og það gekk ekki upp að vera alltaf úti um allt land að spila á meðan fjölskyldan sat heima. Núna er ég ekki í neinni ákveðinni hljómsveit heldur spila mismunandi tegundir tónlistar með hinum og þessum hljómsveitum, og þá aðallega á höf- uðborgarsvæðinu," segir Matthías og bætir því við að fyrir tónlistar- menn sem vilja hafa nóg fyrir stafni sé einmitt nauðsynlegt að geta verið sveigjanlegur og spilað með ólíkum tónlistarmönnum. Það komi heldur ekki að sök að geta spilað á fleiri en „77/ dæmis er ég með bassa, fagott, söng og þverflautu auk þess sem tvö lögin em svokölluð big- band-lög, þannig að þetta verðurmjög fjölbreytilegt eitt hljóðfæri, en sjálfur spilar hann einmitt á saxófón, hljómborð, klarí- nett og fleiri hljóðfæri. „Ég er þó alls ekki jafnvígur á þau öll, enda spila ég mest á saxófón og er sterkastur þar, að minnsta kosti þessa dagana Spurður hvað heilli hann mest við það hljóðfæri er hann ekki í nokkrum vandræðum með að svara því. „Það er einfaldlega sándið,“ segir hann ákveðinn. Matthías hefur verið að semja og útsetja sína eigin tónlist í fjögur ár og eru tónleikarnir á morgun af- rakstur þess. „Þessi tónlist sem ég ætla að spila er hálfgerð fönk- poppblanda, enda hef ég alltaf haft mjög gaman af fönktónlist. Útsetningarnar á lögunum eru síðan hugsaðar fyrir afar ólíkar hljóðfærablöndur. Til dæmis er ég með bassa, fagott, söng og þver- flautu auk þess sem tvö lögin eru svokölluð bigband-lög, þannig að þetta verður mjög fjölbreytilegt." Framundan hjá þessum fjölhæfa tónlistarmanni er áframhaldandi tónlistarkennsla auk þess sem hann hyggst þróa áfram sína eigin tónlist og koma henni á framfæri, meðal annars með því að gefa út geisladisk næsta haust. „Eg á ekki von á öðru en að það verði fjölbreytileg tónlist enda hef ég smekk fyrir alls kyns tónlist. Ég hef meðal annars spilað í djass-, fönk- og metalböndum og stefni á að vinna áfram með þá stíla. En þegar ég vil slappa af og hlusta á tónlist set ég oftast djass á fóninn,“ segir Matthías að lokum. Bryndís ísfold Hlöðversdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar. f haust lagði Bryndis fram tillögu i borgarráði þess efnis að göngu- Ijósakörium borgarinnar yrði breytt í gönguljósakonur. Sú tillaga var felld af Sjálfstæðisflokki og Framsókn. I vikunni var framsókn- arfólk að útdeila bolum með grænni gönguljósakonu í Reykjavík. BLOGGARINN... í þeim gömlu... Nú hefur Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra keypt sér óðal að Kirkjuhvoli í Þykkvabæ og flutt þangað lögheim- ilið sitt. Þegar ég sá fréttina hélt ég að hinn kartöflubóndinn, nafni hans úr Vestmannaeyjum væri að flytja bú- ferlum en auðvitað varþað ekki svo. Árni þarfað sinna sínu fólki og er innmúraður Eyjamaður. Ætli það sé nýjasta innstöffið hjá elítunni að eiga sveita- og þéttbýlisheim- ili? Rosalegt veldi er á þessu fólki. Það fylgir fréttinni að ÁM ætli að halda áfram að búa í Hafnarfirði jafnframt og dveljast þar lungann úr árinu. Jenný Anna Gamlir Heimdellingar Við fréttamenn höfum allir skoðanir á þjóðmálum. Hver einn og einasti. Við kjósum allir einhvern flokk í kosn- ingunum eftir nokkra daga. Við afsöl- um okkur ekki réttinum til að hafa skoðanir þegar við hefjum störfá fjölmiðlum. Margr- ét [Sverrisdóttirj er hins vegar sannfærð um að Heimdall- arþátttaka fyrir 20 árum flæk- ist fyrir fólki í dag. Þetta er svakalega aumt. Sigmar Guðmundsson sigmarg.blog.is Hefndar- leiðangurinn mikli Sjálfstæðisflokkurinn er i stöðug- um hefndarleiðangri gegn forseta Islands frá þvi Ólafur forseti hafnaði að staðfesta fjölmiðlalögin sællar minningar. Svo langt gekk Sjálfstæð- isflokkurinn að hann braut í raun stjórnarskrána með því að nota lagaklæki til að koma í veg fyrir þjóð- aratkvæðagreiðslu um frumvarpið. Ástæðan fyrir því var einföld. Þá hefði frumvarpið fallið, ríkisstjórnin orðið að segja afsér og for- setinn staðið með pálmann í Össur Skarphéðinsson ossur.hexia.net SMÁAUGLÝ SING AR blaðiðs SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET Su doku 8 2 9 6 3 1 6 4 5 2 1 1 2 7 9 3 8 4 6 5 2 6 3 8 9 2 7 4 6 1 3 6 8 2 4 5 3 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. HERNIAN eftir Jim Unger

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.