blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007
blaðið
Hátíð allra
listgreina
Listahátíð í Reykjavík
verður sett á fimmtu-
dag í næstu viku og
hefst þar með viða-
mikil menningar-
veisla sem stendur
í rúmar tvær vikur.
Hvers kyns sviðslistum verður gert
hátt undir höfði á hátíðinni i ár en
að öðru leyti er óhætt að segja að
fjölbreytni einkenni dagskrána. Að
sögn Hrefnu Haraldsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Listahátíðar í Reykja-
vík, hefur þessi blanda alltaf verið
aðalsmerki hennar. „Það er alltaf
mikil fjölbreytni og flestir ættu að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi en
samt hefur hver hátíð alltaf sitt svip-
mót,“ segir Hrefna.
„Það skapast alltaf sérstök stemn-
ing í kringum hverja hátíð. Upp-
leggið stendur á gömlum merg og er
frekar fast í forminu en býður samt
upp á möguleika á skrýtnum og
skemmtilegum útúrdúrum. Það eru
ákveðnar listgreinar settar í meiri
fókus en aðrar á hverri hátíð og
það mætti segja að núna væru það
sviðsviðburðir en í bland við mikla
músík, myndlist og allt mögulegt,"
segir hún.
Tröllvaxið götuleikhús
Sumar þeirra sýninga sem settar
verða upp eru afar stórar og umfangs-
miklar og krefjast bæði mikils um-
búnaðar og mannafla. Nægir þar að
nefna danssýningar San Fransisco-
ballettsins, tónleika Goran Bregovic
og stórsveitar hans og franska götu-
leikhúsið Royal de Luxe.
„San Fransisco-ballettinn er gríð-
arlega stórt fyrirtæki og það koma
hingað 6o manns á þeirra vegum.
Breski leikhópurinn Cheek by Jowl
verður hérna með á fjórða tug manna
svo að ekki sé minnst á franska götu-
leikhúsið,“ segir Hrefna. Franska
götuleikhúsið Royal de Luxe leggur
undir sig götur og torg í miðborg
Reykjavíkur 10.-12. maí og segir
Hrefna að það sé það allra stærsta
sem sést hefur hér á landi.
„Það er ofsalega mikill viðbún-
aður í kringum það og það er mjög
gaman að sjá hvað er hægt að gera
hérna. Þegar allir leggjast á eitt er
hægt að hrinda ótrúlegustu hlutum
í framkvæmd," segir hún.
Mjög mikil eftirspurn er eftir sýn-
ingum Royal de Luxe og hefur flokk-
urinn komið fram í borgum viða um
heim á undanförnum árum. Reykja-
vík er þó fyrsta norræna borgin sem
hann sækir heim. Mikill undirbún-
ingur liggur að baki sýningu Royal
de Luxe í Reykjavík og var langur
aðdragandi að komu hans hingað
til lands.
„Royal de Luxe kom fyrst á okkar
borð fyrir mörgum árum, en svo
fórum við í alvöru að vinna að þessu
máli fyrir um tveimur árum og
það var ljóst að þetta gæti orðið að
veruleika núna þegar svona margir
koma að því,“ segir Hrefna en auk
Listahátíðar koma Reykjavíkurborg
og franska menningarhátíðin Po-
urquoi pas? að verkefninu.
Sérstaða hátíðarinnar
Þórunn Sigurðardóttir, listrænn
stjórnandi Listahátíðar, ber hitann
og þungann af því að búa til dagskrá
hátíðarinnar og hefur hún sérstaka
ráðgjafanefnd sér til halds og trausts.
„Þetta er náttúrlega listahátíð allra
listgreina sem er mjög sérstakt fyrir
listahátíðir. Við erum í evrópskum
samtökum listahátíða og í þeim sam-
tökum er mjög sjaldgæft og þekkist
varla að hafa til dæmis myndlist
með á hátíðum. Það er mjög algengt
að hátíðir helgi sig eingöngu tónlist,
sviðslistum eða einhverju slíku en
við erum með allt undir og það helg-
ast náttúrlega líka af okkar þjóðfé-
lagi. Við höfum kannski ekki pláss
fyrir mjög mikla sérhæfingu á þessu
sviði og það er mjög gaman að geta
þjónað öllum," segir Hrefna.
Mikil gróska hefur verið í menn-
ingarlífi hér á landi á undanförnum
árum og hvers kyns reglulegum
viðburðum og menningarhátíðum
fjölgað. Á það ekki síst við um minni
og sérhæfðari listahátíðir til dæmis á
sviði tónlistar, kvikmyndagerðar og
bókmennta. Hrefna lítur þá þróun
jákvæðum augum. „Allar þessar há-
tíðir og sú gróska sem er í menning-
unni vinna í raun og veru vel saman.
Ég held að Listahátíð eflist um leið
og öðrum hátíðum fjölgar og þær
eflast," segir Hrefna en bendir jafn-
framt á að mikilvægt sé að ekki komi
til árekstra á milli ólíkra hátíða enda
þurfi hver sitt svigrúm.
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Svcrrir Einarsson
Hcrmann Jónasson
Geir Harðarson
Bryndís Valbjamardóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar f fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Lfkflutningar
Fjölbreytni ræóur ríkjum
á Listahátíð í Reykjavík
Gróskan i menningarlífinu „Ég held
að Listahátíd eflist um leið og óðrum
hátiðum fjölgar og þær eflast, “ segir
Hrefrta Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri
Listahátíðar i Reykjavík, ert bertdir jafn-
framt á að mikitvægt sé að ekki komi til
árekstra á milli ólikra hátíða.
Mynd/FilUi