blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 21

blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 21
blaðið FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 29 Á árum áður var Listahátíð í Reykjavík haldin annað hvert ár en er nú orðin að árlegum viðburði. „Hér áður fyrr þótti okkur kannski alveg nóg að hafa flotta listahátíð annað hvert ár og fá listamenn utan úr heimi í bland við fyrsta flokks íslenska listamenn en nú er eftir- spurnin meiri. Við finnum alveg greinilega fyrir því að fólki finnst eðlilegt að hafa listahátíð á hverju ári. Þetta er bara hluti af breyttu samfélagi. Svo hefur þetta náttúrlega gríðarleg áhrif fyrir borgina og landið að geta sagt að hér sé árleg alþjóðleg listahátíð á ákveðnum tíma. Þetta getur því líka verið liður í því að víkka út ferðamannatímabilið,“ segir hún. Orðsporið skiptir máli Frá upphafi hafa mörg stór og þekkt nöfn úr hinum alþjóðlega listheimi komið fram á Listahátíð í Reykjavík. Þegar Vladimir Ashk- enazy kom að fyrstu hátíðinni árið 1970 fékk hann ýmsa vini og kunn- ingja sína úr listheiminum til að leg- gja sér lið. Hrefna segir að persónu- leg sambönd skipti enn máli en þó ekki á sama hátt og áður fyrr. „Auðvitað skipta persónuleg sam- bönd alltaf máli en við byggjum ekki beinlínis á þeim lengur. Það má rekja upphafið til slíkra sam- banda sem eru alveg ómetanleg en svo hefur hátíðin sannað sig og nú er það nafn hátíðarinnar sem gildir,“ segir hún. „Orðspor hátíðarinnar skiptir gríðarlegu máli og við finnum fyrir því að orðspor Listahátíðar er gott. Hún er orðin mjög þekkt víða í Evrópu og við erum í virtum evr- ópskum samtökum listahátíða. Allt skiptir þetta mjög miklu máli fyrir listamenn til að þeir geti treyst okkur og viti að hverju þeir ganga og að hér sé faglega að verki staðið segir Hrefna. Leikhús í heimahúsi Jafnframt því að bjóða upp á úr- valslistviðburði erlendis frá hefur Listahátíð alltaf lagt áherslu á þátt- töku innlendra listamanna. Engin breyting verður þar á í ár og má sem dæmi nefna að þrjú íslensk leikverk verða frumsýnd á hátíðinni að þessu sinni. Verkin eru Gyðjan í vélinni í flutningi Vatnadansmeyjafélagsins Hrafnhildar, Yfirvofandi eftir Sig- trygg Magnason og Partíland eftir Jón Atla Jónasson. Hrefna segir að verkin séu öll ný- stárleg en þó hvert með sínu lagi. Þá eru tvö þeirra sýnd við heldur óhefðbundnar aðstæður. „Vatna- dansmeyjafélagið Hrafnhildur leggur undir sig heilt varðskip fyrir sýninguna og Yfirvofandi er mjög skemmtileg tilraun við að sýna leik- rit í heimahúsi. Þetta er öðruvísi og gott dæmi um þann sköpunarkraft og frumleika sem býr í íslenskum listamönnum,“ segir Hrefna og bendir á að Listahátíð sé rnjög hent- ugur vettvangur fyrir óhefðbundnar sýningar sem þessar. Þá þykir sæta nokkrum tíðindum að tveir fremstu barítónsöngvarar Bryn Terfel Tveiraffremstu barítón- söngvurum heims, Bryn Terfel og Dmitri Hvorostovsky, koma fram á Listahátíð í Reykiavík. „Frá upphafi hafa mörg stór og pekkt nöfn úr hinum alpjóðlega listheimi komiðfram á Listahátíð í Reykja- vík. Þegar Vladimir Ashkenazy kom að fyrstu hátíð- inni árið 1970fékk hann ýmsa vini og kunningja sína úr listheiminum til að leggja sér lið" heims, Bryn Terfel og Dmitri Hvo- rostovsky, koma fram á tónleikum í Háskólabíói, Hvorostovsky á sunnu- degi en Terfel á mánudegi. „Þetta er í fyrsta sinn sem þeir gera það. Það er mjög óvenjulegt að fá svona stór nöfn til að koma fram í sama húsinu dag eftir dag. Venjulega þykir alveg nóg að vera með annan þeirra en þeir taka þessu vel og fólk bregst líka mjög vel við enda aðeins örfá sæti laus á báða þessa tónleika,“ segir Hrefna Haraldsdóttir að lokum. Nánari upplýsingar um Listahá- tíð í Reykjavík má nálgast á vef hátíð- arinnar listahatid.is. Þar er einnig hægt að nálgast miða á einstaka viðburði. einar.jonsson@bladid.net Tröllvaxið götuleikhús Götuleikhúsið Royal de Luxe leggur undir sig götur og torg i miðborginni í næstu viku. mbl.is Embla Forsíða Viðskipti íþróttir Enski boltinn Fólkið Bloggið Stjörnuspeki Barnaland Fasteignir Atvinna Smáauglýsingar Gagnasafn Myndasafn Morgunblaðið Embla itarlegri leit | Panta auglýsingu | Vinsælustu leitirnar | Minar auglýsingar | Spurt og svaraö | Setja i leitarstiku | Emblan þinl www.embla.is LEITARVÉL SEM KANN ÍSLENSKU Netið .Gagrias.a£a Myndasafn Fréttir mbl.is Alþingi Leitarvélin sem talar þitt tungumál Embla er umfangsmesta íslenska leitarvélin og jafnast í leitargetu á við það sem best þekkist hjá erlendum leitarvélum og búin einstökum eiginleikum fyrir íslenskar aðstæður. Emblan kann skil á eintölu, fleirtölu og beygingum islenskra orða. Sé slegið inn orðið "alþingi" skilar hún niðurstöðum með öllum beygingarmyndum orðsins. Embla leiðréttir einnig innsláttarvillur í íslenskum orðum sem slegin eru inn þegar leit er framkvæmd og býður upp á ítarlegri leit til að ná fram enn betri niðurstöðum. HVfTAHÚS® / S(A

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.