blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 22
FÖSTUDAGUR 4. MAI 2007
blaðið
matur@bladid.net
Þurrkaðar plómur
Sveskjur eru þurrkaðar plómur og hafa löngum verið
taldar einkar hægðalosandi. Það er ekki fullkomlega Ijóst
af hverju þær eru hægðalosandi en talið er að hátt sorbit-
ólinnihald skýri það að hluta til.
M
Fjölbreytileg
Það er um að gera að hafa matargerð fjölbreytilega
og skemmtilega. Hví ekki að fjárfesta í nýrri mat-
reiðslubók reglulega, bæði glæðir hún áhugann sem
og bragðlaukana.
Ferskt ávaxta-
og myntusalat
• ípapaja eða mangó
• 1 bolli af jarðarberjum
• 2 kíví
• 1 banani
• 2 appelsínur
• 3 tsk. hunang
• 1 tsk. Grand Marnier (má sleppa)
• ferskmynta, eftir smekk
• 1 bolli hindber eða bláber
Flysjið mangó, papaja, kíví og
banana, skerið í bita og setjið í miðl-
ungsstóra skál. Skerið jarðarberin í
helminga eða fernt ef þau eru stór
og setjið í skálina. Skerið af botni
og toppi appelsínunnar og flysjið
börkinn af. Skerið appelsínuna í
sneiðar og setjið í skálina. End-
urtakið með seinni appelsínuna.
Hrærið hunangið og Grand Marnier
(ef það er notað) saman við ávext-
ina. Skerið myntuna smátt niður og
hrærið saman við salatið. Bætið
berjunum saman við og setjið til
hliðar í allt að 2 tíma.
Tímasparnaður
að frysta
Flestir vilja bjóða fjölskyldum
sínum og sjálfum sér upp á stað-
góða heimalagaða máltíð að kveldi
dags en færri hafa tíma til þess í
annríki hversdagsins. Oft endar
það því með skyndibitamat eða
öðru hentugu sem er bæði óhollt
og dýrt. Við þessi tækifæri getur
verið gott að eiga Ijúffenga máltíð í
frystinum, það þarf ekki annað en
að hita réttinn upp og búa til ferskt
salat. Þegar tími gefst til að elda
góða máltíð er tilvalið að þrefalda
eða jafnvel fjórfalda uppskriftina.
Það sparar ekki einungis tíma
heldur líka orku og peninga.
Porri Hringsson er mikill áhugamaður um góða matargerð
Mistökin eru ágæt líka
Eftir Svanhvítl Ljósbjörgu Guðmundsd.
svanhvit@bladid.net
Þorri Hringsson myndlistarmað-
ur er mikill áhugamaður um góða
matargerð og eldar daglega. „Elda-
mennskan gefur manni tækifæri til
að reyna svolítið á sjálfan sig, skapa
og kanna eitthvað sem maður hefur
ekki smakkað auk þess að gera eitt-
hvað sem maður hefur margoft gert
og finnst gott. Ég er fyrst og fremst
góður við sjálfan mig með því að
elda. Ég er ekki sérstaklega hrifinn
af því að elda vondan mat og þess
vegna reyni ég að hafa matinn góð-
an. Reyndar eru mistökin ágæt líka,
stundum gerir maður eitthvað sem
maður ætlaði sér ekki að gera en út-
koman verður ágæt. Ég er búinn að
elda í rúmlega tuttugu ár og veit því
„Ég er búinn að elda í rúm-
lega tuttugu ár og veit því
nokkum veginn hvað ég
geri“
nokkurn veginn hvað ég geri. Ein-
staka sinnum les ég matreiðslubæk-
ur og fer eftir uppskriftum en ég sé
fljótlega hvort þetta er eitthvað sem
ég hef áhuga á og get tileinkað mér.
Eftir það beiti ég þeirri kunnáttu
sem ég hef aflað mér og geri þetta
nokkurn veginn eftir minni.“
Hráefnin lykillinn að góðum mat
Þorri segir að mataráhugi hans
hafi ágerst með árunum en hann
eigi sér engan uppáhaldsrétt. „Ég
hef gaman af öllu góðu hráefni sem
er gert á einfaldan og fínan hátt. Ég
vanda valið þegar kemur að hráefni
enda snýst matargerð um að kaupa
gott hráefni. Ég kaupi aldrei neitt
sem búið er að vinna, forkrydda eða
fikta í áður en ég set puttana í það.
Það er lykillinn að því að búa til
góðan mat,“ segir Þorri sem finnst
nánast allur matur spennandi. „Ég
hef ekki gaman af því að borða pyls-
ur og mér finnst draslmatur vondur.
Ég get borðað hann en ég hef ekki
sérstaklega gaman af því að borða
hamborgara í sjoppu.“
I anda þess lætur Þorri fylgja
með ljúffenga uppskrift að kartöflu-
gnocchi.
Kartöflu-gnocchi
Fyrir 4
• 750 g kartöflur
• 125 g hveiti (athugið, getur verið
minna - getur verið meira)
• 1 tsk. salt
• pipar
• 2 msk. ferskar, fínsaxaðar krydd-
jurtir að eigin vali, t.d. basilíka,
meiran eða óreganó, ólífuolía,
parmaostur
Sjóðið kartöflurnar. Flysjið og
merjið þær strax í gegnum sigti eða
í kartöfhistappara.
Setjið fínsaxaðar kryddjurtirn-
ar út í ásamt saltinu og nokkrum
snúningum af pipar og hrærið svo
hveitið í litlum skömmtum saman
við. Hér reynir á snertiskynið því
deigið á að vera mjúkt og þétt. Yf-
irleitt er það orðið gott þegar það
hættir að klessast við puttana á
manni, jafnan hefur það reynst
mér best að hafa frekar minna af
hveiti en meira þar sem of mikið
hveiti gefur of þétt og gúmmílegt
gnocchi. Skiptið deiginu í nokkra
skammta sem auðvelt er að með-
höndla. Rúllið deiginu (einn
skammt í einu) út á hveitistráðu
borði (hér er betra að hafa tals-
vert hveiti) þar til það verður um
2 cm metrar í þvermál. Skerið það
í u.þ.b. 2 cm búta og reynið svo að
rúlla hvern bút laust með gaffli til
að fá rifflur í deigið. Setjið gnocc-
hi-ið á hveitistráðan disk og gætið
þess að það klessist ekki of mikið
saman. Reynið að gera þetta allt
eins fljótt og auðið er. Látið suðu
koma upp á vatni í stórum potti og
saltið. Setjið 2 msk. af ólífuolíu út
í vatnið. Setjið gnocchi-ið út í sjóð-
andi vatnið. Það sekkur á botninn
en flýtur upp þegar það er soðið
og þá skuluð þið veiða það upp
úr vatninu með fiskispaða. Berið
fram með heimatilbúinni tómat-
sósu, parmaosti og góðu brauði.
Eins er gott að gera pestó úr ferskri
basilíku og hafa með.
4
frábært fyrir meltinguna
Eykur orku, úthald
og einbeitingu.
Lífrænt ræktuð spíruð
súperfæða
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup og Fjarðarkaup
Vinsæll norrænn matur
Verkefnið Ný norræn matvæli
(NNM) var sett á fót af Norrænu
ráðherranefndinni árið 2006 og er
markmið þess að efla norræna mat-
armenningu og gera hana sýnilegri.
Verkefnið á að halda á lofti norræn-
um gildum innan matargerðar og
ferðaþjónustu á Norðurlöndum
og vinna á sviði heilsu, hollustu,
atvinnusköpunar, hönnunar og
verðmætasköpunar í matvælafram-
leiðslu. Stefnt verður að samvinnu
milli norrænu landanna um starf-
semi sem viðkemur norrænum mat
og matarmenningu. Með verkefninu
vill Norræna ráðherranefndin styðja
margs konar starfsemi sem stuðlar
að jákvæðri þróun og ímynd nor-
rænna matvæla.
Aukinn útflutningur nor-
rænna matvæia
Með þessu verkefni á að stuðla
að sameiginlegum skilningi á nor-
rænni matarmenningu og þekkingu
á norrænum hráefnum til matargerð-
ar. Verkefninu er einnig
ætlað að skapa hefð
um vörumerkið „Ný
norræn matvæli"
sem byggir á notk-
un hollra og fjöl-
breytilegra nor-
rænna hráefna.
Rætt hefur verið um aðgerðir til að
auka útflutning norrænna matvæla
og styðja við innlenda matvælafram-
leiðslu. Einnig hefur verið fjallað um
nauðsyn þess að skilgreina „Ný nor-
ræn matvæli'1 með tilliti til ólíkra
matvælahefða hvers lands fyrir sig
og skapa jákvæða ímynd meðal Norð-
urlandabúa. Einnig
þarf að hvetja til
nýsköpunarínor-
rænni matvæla-
framleiðslu og
stuðla að fram-
leiðslu í héraði
sem byggir á hrá-
efni á hverjum stað.