blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 32

blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 32
40 FOSTUDAGUR 4. MAI 2007 |_ Tf intin & Seldi helming Gnarls Barkley lag ■ Skoöanaskiptin i Feguröardrottningar selia fot Ætlaði alltaf að verða söngkona Mjög sexi og flottur í D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH skálum á kr. 4.990,-„ Push up í CDE skálum á kr. 3.990,-“ hennar aldri ofarlega í huga hlær hún og vill ekki gefa mikið upp í þeim efnum. „Ég er laus og liðug eins og er og ég held að kannski séu strákarnir svolítið hræddir við mig. Ég er líka mikið erlendis og hef því ekki mikinn tíma fyrir strákamál.” Jóhanna stundar nú nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði en í haust er hún á leiðinni í nám til Kaupmannahafnar. „Ég var ekki alveg að finna mig í hefðbundna skólakerfinu og fannst vanta meira pláss fyrir sönginn og tónlistina. Skólinn sem ég er að fara í kennir allskonar söngaðferðir og stefnur og ég hlakka mikið til að hefja nám- ið þar í haust. “ Draumurinn ekki endilega að verða rík og fræg Jóhanna býst þó við að vera með annan fótinn vestanhafs og hinn hér heima þar sem hún ætlar enn að einblína á söngferilinn. Umboðs- maður hennar er söngkonan María Björk Sverrisdóttir en hún hefur fylgt henni frá fyrstu tíð. „Eg hef lært í þessu ferli að enginn verður stjarna á einni nóttu. Það tekur langan tíma að klifra upp all- an stigann og þrepin eru ansi mörg. Það er hinsvegar nauðsynlegt að gefa sig allan í það sem maður er að gera og vera þolinmóður. Það hefur alltaf verið á hreinu í mínum huga að ég ætlaði að verða söngkona þeg- ar ég yrði stór. Mig langar að geta lifað á því í framtíðinni að syngja og koma fram en draumurinn er ekki endilega að verða rík og fræg. Minn draumur er að fólk um allan heim vilji og geti keypt plöturnar mínar, þá verð ég ánægðsegir þessi unga en þroskaða söngkona að lokum. væri með báða fæturna á jörðinni. Ég veit að mamma var stundum stressuð en mér fannst þetta hið eðli- legasta mál og bara skemmtilegt.” Með sama upptökustjóra og Jennifer Lopez Það eru rúm fjögur ár frá því að Jóhanna Guðrún söng inn á sína seinustu plötu, þá 12 ára að aldri en það er langt frá því að hún hafi set- ið auðum höndum síðan. Jóhanna hefur verið með annan fótinn í New York og Los Angeles á milli þess sem hún lifir hefðbundnu lífi menntaskólastelpu á Islandi. „Ég hef verið að vinna að plötu sem er næstum tilbúin en platan var tekin upp í New York. Það er ekki kominn ákveðinn útgáfudagur en það verður örugglega fljótlega eftir sumarið." Upptökustjóri plötunnar er mað- ur að nafni Ric Wake og hann hefur unnið sér til frægðar að vinna með ekki ómerkari söngkonum en Jenni- fer Lopez, Mariuh Carey og Whitn- ey Huston. „Hann var vist mjög frægur gitarleikari á eighties-tíman- um áður en hann sneri sér að upp- tökustarfinu. Síðan hef ég líka mik- ið unnið með manni að nafni Lee Harrocks og hann semur mikið af lögunum sem eru á plötunni. Hann býr og starfar í Los Angeles, er mjög hæfileikaríkur og hefur meðal ann- ars unnið með Celine Dion.“ Jóhanna semur mikið af lögum og textum sjálf og segir að tónlistin á plötunni sé popptónlist með rokk- ívafi. Hún segist vera undir áhrif- um úr mörgum áttum. „Ég er í raun alæta á tónlist, ég hef gengið i gegnum nokkur skeið þeg- ar kemur að tónlist sem ég er und- ir áhrifum frá. Þegar ég var yngri hlustaði ég mikið á Whitney Hou- ston, Celine Dion og Mariuh Carey. . Síðanbreyttistsmekkurminnþegar ég fór í áttunda bekk en þá fór ég að hlusta meira á rokktónlist eins og Queen, Metallicu, Creed og fleiri.“ Langar að spila meira opinberlega Jóhanna er þessa dagana að setja saman tónlistarprógramm, bæði með sinni eigin tónlist og þekktum lögum eftir aðra sem hún hyggst flytja opinberlega á næstunni. „Mér finnst mjög gaman að spila opinber- lega og ég er að undirbúa mig fyrir að koma meira fram. Ég er með gítar- leikara með mér og við settum sam- an mjög skemmtilegt prógramm. Það er líka nauðsynlegt að halda sér í formi með því að spila fyrir fólk og það skiptir mig miídu máli.“ Ekki mikill tími fyrir stráka Þegar Jóhanna er spurð út í ást- armálin sem oft eru unglingum á Margir muna eftir söngkonunni ungu, Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, en hún kom fyrst fram á sjónarsviðið aðeins 9 ára gömul og vakti þá athygli fyrir mikla söng- hæfileika hjá svo ungri stúlku. Jóhanna Guðrún hefur undanfar- in misseri verið með annan fótinn í New York og Los Angeles þar sem hún vinnur að nýrri plötu. Upptöku- stjóri hennar er sá sami og tekur upp tónlist fyrir Jennifer Lopez og Mariuh Carey og sá sem semur tón- listina með henni hefur unnið fyrir Celine Dion. Jóhanna Guðrún er orðin ung kona sem ætlar sér stóra hluti og á eflaust eftir að ná langt í framtíðinni. Með báða fæturna á jörðinni Jóhanna segir að henni hafi sjálfri fundist það mjög eðlilegt að koma fram og syngja inn á plötur aðeins níu ára að aldri. „Ég held að öll sú lífsreynsla hafi bara haft góð áhrif á mig enda hafði ég alltaf gott fólk í kringum mig sem sá til þess að ég Glæsilegur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.490,-„ Jóhanna Guðrún Jónsdóttir „Þaö hefur alltaf verið á hreinu í mínum huga að ég ætlaði að verða söngkona þegar ég yrði Stór. Munri/í.nAmmulnr 5 SPURNINGAR: INGÓLFUR LEKVE23ÁRA Hvað heitir formaður Vinstri grænna? SteingrímurJ. Sigfússon i hvaða landi er borgin Lissabon? Portúgal Hvar er Sixtínska kapellan? Veit ekki Hver er iengsti dagur ársins? Þann 21. júní Hver leikstýrði kvikmyndinni Pulp Fiction? Það veit ég ekki ÞORGILS ÞORGRÍMSSON 26 ÁRA Hvað heitir formaður Vinstri grænna? Ég veit þaö ekki i hvaða landi er borgin Lissabon? Veit það ekki Hvar er Sixtínska kapellan? Það veit ég ekki Hver er lengsti dagur ársins? Dagurinn i dag Hver leikstýrði kvikmyndinni Pulp Fictlon? Quentin Tarantino ELDBJÖRG ÁRNADÓTTIR19 ÁRA Hvað heitir formaður Vinstri grænna? Guð, ég veit það ekki f hvaða landi er borgin Lissabon? Ekki hugmynd Hvar er Sixtinska kapelian? í Moskvu Hver er lengsti dagur ársins? Föstudagurinn langi Hver leikstýrði kvikmyndinni Pulp Fiction? Quentin Tarantino JÓN ÞÓRARINSSON 26 ÁRA Hvað heitir formaður Vinstri grænna? Steingrímur J. Sigfússon I hvaða landi er borgin Lissabon? Portúgal Hvar er Sixtinska kapellan? Ekki alveg viss Hver er lengsti dagur ársins? Það er 21. júní Hver leikstýrði kvikmyndinni Pulp Fiction? Man það ekkl GUDJÓN INGÓLFSSON 23 ÁRA Hvað heitir formaður Vinstri grænna? Steingrimur J. Sigfússon I hvaða landi er borgin Lissabon? Portúgal Hvar er Sixtínska kapellan? Á ftalíu Hver er lengsti dagur ársins? 21.júní Hver leikstýrði kvikmyndinni Pulp Fiction? Quentin Tarantino ouguejei uguano 'S |un[ • u -p nu!ue>giB/\ | ■£ lefiniJOd 'Z uossnjfiis r Jnui.ufiuieis ‘t uoas ÚLFLJÓTSVATNI Upplýsingor og skróning á netino: www.ulfljotsvatn.is Bátasiglingar - Vatnaleikir - Sparkleikir - Ædol - Kassabílaakstur/- Fyrir stráka og stelpur 8-12 ára - skipt í hópa eftir aldri Krassandi útilífscevintýri - fjör og hópeflisandi! %% n INNRITUN ER HAFIN - Opið virlca daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.