blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 34

blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 34
blaðið OFMETIÐ Reykjavíkurflugvöllur Hversu lengi er hægt að tala um stað- setningu flugvallarins i Vatnsmýrinni? Hefði ekki öllum staðið alveg nákvæm- lega á sama ef völlurinn hefði verið færður um set og málið aldrei rætt, enda hlægilegt að hafa flugvöll inni í miðri borg. Mun landsbyggðin virkilega leggjast af ef völlurinn verður færður? Sjálfstæðisflokkurinn Er það ekki? Svona pínulítið. Við höldum það. En það er kannski af því að okkar veruleiki er allt annar en allra annarra íslendinga og við hér erum líklega þau einu sem borgum of mikið fyrir bensín, mat, fasteignir, bankalán, tímarit, bækur, stimpilgjöld, áfengi, fatnað ...og eigin- lega allt. En hey, Pétur Blöndal seglr að það sé svona illa "fyrir okkur komið af þvi að við eyðum svo miklu, enda höfum við aldrei haft það jafn gott, launin okkar hafa hækkað gríðarlega, sama hvað þeir tekjulægstu segja og kaupmátturinn er æðislega frábær. Hressa fólkið Það er engum hollt að vera alltaf hress og fólkið sem gengur um og slær á bakið á öllum þeim sem ekki eru með hresst glott á vör og segir: „Ert’ ekki hressl’’ eða „hva'segir kallinn?" ætti að trappa niður og deyfa með róandi. Hressleiki er stórlega ofmetinn og væg- ast sagt þreytandi til lengdar. VANMETIÐ Venjulegi maðurinn Er svo sannarlega vanmetinn en það er einmitt þessi hópur sem fær aldrei breik frá neinu. Það er þessi hópur sem vinnur ótrúlega mikið fyrir skítsæmileg laun, getur keypt sér lítið en - n'Jy fáránlega dýrt húsnæði, rétt nær endum saman og getur þess vegna ekki kvartað. Venjulegi maðurinn er hvorki of ríkur né of fátækur og á þess vegna að þegja. Staðreyndir Nú eru engar staðreyndir lengur, að- eins túlkunaratriði. Fátækt er til dæmis bara túlkunaratriði. Ójöfnuður er túlk- unaratriði. Ástandið í heilbrigðiskerfinu er túlkunaratriði. Okurvextir eru túlkun- aratriði. Matvælaverð er túlkunaratriði. Svona er lengi hægt að telja. Dagdraumar Það er gott að láta sig dreyma um allt mögulegt millí himins og jarðar, ómögulega og mögu- lega hluti. Síðan er líka búið að sýna fram á að draumar þeirra sem dreymir dagdrauma verða frekar að veruleika en draum- arnir sem engan dreymir... ein- föld jafna og líklega sönn. E Auglýsingasíminn er 510 3744 Skoðanaskiptin I skoðanaskiptunum mætast að þessu sinni Unnsteinn Manúel Stefánsson úr hljómsveitinni Retro Stefson og Rebekka Bryn- dís Björnsdóttir sem er í hljómsveitinni Hjaltalín. Unnsteinn og Rebekka eiga ýmislegt sameiginlegt en þó kannski helst það aó ef þau væru ofurmenni vildu þau geta stöðvað tímann. Nafn: Unnsteinn Manúel Stefánsson Aldur: 16 ára Hjúskaparstaða: Laus og liðugur Starf/menntun: Nemi í Menntaskólanum v/Hamra- hlíð og svo var ég að fá vinnu í skapandi sumar- starfi í Hinu Húsinu Bók: Uppáhaldsbókin mín er Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason Kvikmynd: Ef ég ætti að nefna einhverja eina þá er það eins og er myndin The Science of Sleep Skemmtistaður: Það er Grettisgatan Staður í veröidinni: Uppáhaldsstaðurinn minn í veröldinni eru Myllustaðir í Norður-Portúgal Fyrirmyndir: Mín helsta fyrirmynd lífinu mundi ég segja að væri afi minn Draumurinn: Að geta lifað á tónlist Hamingjan felst i: Ég held að hamingjan felist í sköpun fsland er: Markaðshyggjuland en samt skemmtilegt Ofurhæfileiki sem ég myndi kjósa mér: Ég myndi öðru fremur vilja geta stöðvað tímann Uppáhaldstími dagsins: Það er allavega ekki mjög snemma á morgnana, það er helst mjög seint á næturnar Hundur eða köttur: Hundur, af því að ég á hund Bjór eða vin: Landi í sprite (vatn) Inni eða úti: Ég er meira fyrir inniveru en útivist myndi ég segja Hægt eða hratt: Ég vil helst hafa frekar mikið að gera Penelope Cruz eða Cameron Diaz: Penelope Cruz Er spilling á fslandi? Já, ég tel að það sé einhver spilling. Allavega upp að vissu marki og þá helst tengt ákveðnum hópum. Hvað ætlarðu að kjósa? Ef ég hefði aldur til að kjósa þá myndi ég kjósa eitthvað annað en stjórn- arflokkana Hvað er fyndið? Ef ég á að nefna eitthvað sem mér finnst fyndið þá kemur fyrst upp í hug- ann Logi bróðir Hvernig gamalmenni ætlarðu að verða? Ég held að ég vilji verða gamalmenni eins og afi minn. Hann var alltaf mjög hress. Ef þú fengir að skapa þér fullkominn heim til að búa í, hvernig væri v hannþá? @3* Hinn fullkomni heimur væri heimur án peninga. Þá þyrftu allir að lifa hver á annars góðmennsku. Þrír hlutir sem þig langar að gera áður en þú deyrð? Það þrennt sem ég vil gera áður en ég dey: Fara til Afríku ^ og ferðast um, útskrifast úr menntaskóla og svo verð ég held ég bara að segja eignast börn. Snyrtibuddan Nafn: Rebekka Bryndís Björnsdóttir Aldur:21 árs Hjúskaparstaða: Ég er í sambúð Starf/menntun: Ég er í tón- listarnámi og svo er ég í hlutastarfi á kaffihúsi Bók: Uppáhaldsbókin mín er eiginlega Clockwork Orange Kvikmynd: Ein af þeim myndum sem eru alltaf í uppáhaldi hjá mér er myndin Life is Beautiful Skemmtistaður: Undanfarið hef ég oftast farið á Boston ’ Staður í veröldinni: Ég myndi vilja heimsækja Sao Paulo Fyrirmyndir: Ég held að mínar helstu fyrirmyndir séu bara mínir nánustu Draumurinn: Er að vera alltaf sátt við sjálfa mig Hamingjan felst í: Hún felst líklega í ýmsu en meðal annars í súkkulaði Island er: Frábært Ofurhæfileiki sem ég myndi kjósa mér: Ég myndi vilja geta stoppað tímann Uppáhaldstími dagsins: Uppáhaldstíminn minn er sá tími dagsins sem er rólegastur Hundur eða köttur: Köttur Bjór eða vín: Bjór Inni eða úti: Ég er meira fyrir útivist en mikla inniveru Hægt eða hratt: Ég vil frekar hafa mikið að gera en lítið Johnny Depp eða Brad Pitt: Johnny Depp Er spilling á fslandi? Já, er ekki spilling allstaðar? Hún er kannski tengd ákveðnum hópum og kannski ekkert svo áberandi hér á landi. Hvað ætlarðu að kjósa? Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa en ég ætla ekki að segja frá því hér Hvað er fyndið? Mér finnst María vera fyndin Hvernig gamalmenni ætlarðu að verða? Ég ætla að vera Ijúft gamalmenni sem gengur í stígvélum Ef þú fengir að skapa þér fullkominn heim til að búa í, hvernig væri hann þá? Ef ég mætti skapa hinn fullkomna heim þá væri það staður þar sem allir byggju við mikinn jöfnuð Þrír hlutir sem þig langar að gera áður en þú deyrð? Það er svo margt sem kemur til greina en mig langar allavega til þess að ferðast sem mest, vinna að kvikmynd og kaupa villu og bát handa mömmu og pabba Sumarið er komið Orðlaus valdi að þessu sinni hitt og þetta sem vel á heima í snyrtibuddunni á sumrin. Á sumrin léttist allt og litirnir verða Ijósari og bjartari. Náttúruleg varagloss og létt sólarpúður eru fyrsta nauðsynjavaran í sumarsnyrtibuddu hverrar konu. Það er líka hressandi að fríska og næra andlitið með góðu and- litsvatni eftir langa daga í sólinni. Sólarpúður er nauðsynlegt fyrir hverja íslenska konu ef sumarið verður rigningasumar. Uppá- haldið í buddunni eru síðan ótrúlega sætir augnskuggar frá Lancome og spennandi silfr- aður eyeliner. Rosalega fallegir augnskuggar frá Lancome í Pop Cherup-línunni sem er eins og nafnið gefurtil kynna hressileg og smart... fimm sumarlegir litir, 3 púður- skuggar og 2 kremaðir sem passa vel til að ná fram léttri förðun. Traceur design... ótrúlega flottur og skemmtilegur eyeliner. Þessi er silfurlitaður og dregur fram lit augn- anna, mótar þau og gefur þeim birtu.. Juicy Angels girnilegt varagloss fyrir léttan gljáa. Prodigy Lotion er andlits- vatn frá Helenu Rubenstein sem hreinsar húðina og vinnur líka gegn öldrun, gerir húðina ótrúlega ferska og nærir hana. Það er kannski sérstakt en hér er talað um byltingu púðri... Guerlain hefur nefnilega hannað fyrsta sjálfbrúnkandi andlitspúðrið sem, að sögn fólks þar á bæ, hugsar sjálft. Það eru kannski stór orð en púðrið er ansi gott og gefur eðlilegan sólarlit á andlitið... ekki slæmt fyrir grá- myglur. Enginn ætti að verða appelsínugulur eftir notkun á því þar sem burstinn er mjög góður og hægt að ráða þvf hversu mikið fer á andlitið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.