blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 26
ÍLSKÚRNUM | Maourinn með sól- í. gleraugun Upphafs- ■ maöur Gumball 3000, Z Maximillion Cooper, viö bílinn sem hann notar f ár; TWR breytt- r ur Jaguar XJ220. Max y tekur sólgleraugun !. aldrei ofan. S45 MCW 34 blatfð FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 Meirapróf Lærðu í nútímanum Nýjasta nýtt fra Honda Hjá Bernhard er nú hægt að fá litprentaðan bækling með nákvæmum upplýsingum um þau Honda-mótorhjól sem fyrirtækið hefur til sölu. Allir eigendur Honda-mótorhjóla fá bæklinginn sendan en aðrir geta nálgast hann hjá Bernhard og umboðsaðilum um allt land. Nagladekkin af Nú eiga allir bílar að vera komnir af nöglum og á góð sumardekk. Lögreglan sektar bíl- stjóra fyrir að vera enn á nöglum og nemur sektin 5000 krónum fyrir hvert dekk. wm iii® m^wrn IFLESRIR ŒŒimiDIS bilar@bladid.net Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Næsta námskeið byrjar 9. mai Nýir S40 og V50 [ sumar mun Brimborg kynna nýja Volvo S40 og V50 sem hafa fengið andlitslyft- ingu og uppfærslu í öryggisbúnaði, svo eitthvað sé nefnt. Bílarnir hafa báðir verið vinsælir hér á landi og heillað yngri kaup- endur ekki síður en eldri. • Útlitsbreytingarnar eru í stil við nýja hönnunar- stefnu Volvo • Bílarnir verða ólíkari en áöur • S40 sækir útlit til S80 • V50 sækir útlit til V70 • Farangursrými og vélarafl bilanna veröur aukiö • Brimborg tekur viö pöntunum Sjö ára traust Sjounda árið í röð hefur Ford verið kosin sú bílategund sem fólk treystir helst, í könnun Reader's Digest-blaðsins. Könnun- in var fyrst framkvæmd árið 2000, svo aðr- ir framleiðendur hafa enn ekki komist að. • Yflr 24.000 þátttakendur frá 15 löndum voru spurðir • 37 aðrir vöruflokkar voru kannaðir Rangt mál Á bílasíðunni í síðustu viku var rangt farið með tíma- og staðsetningar á sýningu unga ofurhugans Aarons Colton. Blaðið biður alla hlutaðeigandi afsökunar á þessum mistökum sem urðu vegna rangra upplýsinga sem bárust síðunni. Ný Turbo-stjarna Á næstunni mun Ingvar Helgason kynna nýjan Opel Astra Turbo með 180 hestafla 1,6 lítra forþjöppuvél. Bíllinn mun kosta 2.290.000 kr. og verður því eflaust vin- sæll, ekki síst hjá ungum töffurum. • Staðalbúnaður telur meðal annars 17” álfelgur, vindskeið, sportundirvagn og allt sem venjuleg Astra býður • Billinn verður 6 gíra beinskiptur • Orðið „Astra" þýðir stjarna XT WBHEHM Barcelona, Spáni, 12.-13. maí Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Maximillion Cooper er með gráðu í lögfræði en hefur líka lært fatahönn- un. Hann á að baki farsælan feril í ým- iss konar mótorsporti en líka sem fyr- irsæta fyrir Armani. Þar áður keppti hann á hjólabrettum, BMX-hjólum og hverju öðru sem hann komst yf- ir. Fyrir mörgum er hann samt fyrst og fremst faðir Gumball 3000, eða einfaldlega „maðurinn með sólgler- augun“. Þegar Max var 25 ára, árið 1998, reyndi hann að kaupa Tyrrell-liðið í Formúlu 1 kappakstrinum. Þegar hann laut í lægra haldi fyrir öðrum fjárfestum ákvað hann að gera eitt- hvað alveg nýtt, eitthvað sem hon- um fannst vanta í mótorsport. 1999 hóaði hann saman 50 vinum sínum úr tísku-, tónlistar- og kappaksturs- heiminum og skipulagði 3000 mílna langt þjóðvegarall fýrir þá frá Lond- on til Rimini og aftur til baka, með viðkomu á mörgum frægustu kapp- akstursbrautum Evrópu. Max og félagar hans keyrðu á dag- inn og djömmuðu á lúxushótelum á kvöldin. Meðal þátttakenda voru Billy Zane, Jason Priestley og Dannii Minogue. Til heiðurs samnefndri keppni frá áttunda áratugnum var rallið kallað Gumball 3000. Rokk og ról var loksins orðið hluti af bílaheim- inum aftur. Frægt fólk og flottir bílar Frá 1999 hefur rallið verið árlegur viðburður. Leiðinni er breytt árlega og þar sem rallið fer fram á þjóðveg- um verða keppendur að velja á milli þess að keyra á löglegum hraða eða gefa í á eigin ábyrgð. Þetta hefur orðið til þess að víða hefur lögregla sérstakan viðbúnað þegar von er á keppendum. Eftir Einar Elí Magnússon einareli@bladid.net Mestu mátar Sali Berisha, forsæt- isráðherra Albaníu, ræðír við þýska ökuþórinn Stephan Ohneck í Tirana, höfuðborg Albaníu. Albanar, öfugt við flestar aðrar þjóðir, buðu rallið sérstaklega velkomið. NordicPhotosMP Flottir Hluta bilanna stillt upp til sýnis í Tirana. Leiðin er alls 3000 mílur, eða um 5000 km. NordicPhotos/AFP Hraðastur í heimi Nokkrir Bugatti Veyron taka þátt í ár, allirjafn fallegir. Sumir ökumennirnir líka. þjóna um að fá mynd af þeim með keppendunum eftir að sektin hefur verið greidd. Andi Gumball Aðalatriðið í Gumball 3000 er ekki að vinna, heldur að skemmta sér og öðrum og njóta líðandi stundar, hvort sem maður er að forðast lögg- una, breik-dansa fyrir aðra vegfarend- ur eða syngja uppi á borði á Hilton hóteli. Mikilvægustu verðlaunin eru „Andi GumbaH“-bikarinn sem venju- lega er tyggjókúlusjálfsali með tyggj- ókúlum. Hann hlýtur sá keppandi sem best þykir sýna hinn frjálsa og óhefta anda rallsins, óháð því hvort hann lýkur keppni yfirhöfuð eða ekki. Önnur verðlaun eru til dæmis fyrir flottasta stílinn og besta bílinn, auk þess sem styrktaraðilar geta veitt verðlaun fyrir hvað sem þeir vilja. Eins og við er að búast hefur ým- islegt áhugavert gerst í rallinu i gegn- um tíðina. Til dæmis var nokkrum bílanna stolið þegar keppendur fóru í gegnum Lettland árið 2001. Sigur- vegararnir árið 2002 kláruðu rallið í fangabúningum, enda nýbúnir að borga sig út úr fangelsisvist fyrir um- ferðarlagabrot. „Andi GumbalT' 2005 féll i skaut keppenda sem þurftu að húkka far hjá öðrum keppendum síð- ustu kílómetrana eftir að bíll þeirra bilaði og í fyrra ferðaðist eitt liðið rúmlega 500 km með leigubíl í Ta- ílandi eftir að hafa klessukeyrt Rolls Royce-bifreið sína. Ekki kappakstur, heldur rall Þrátt fyrir allt fjörið og grínið er Gumball 3000 rall með tímatöku, leiðarlýsingum og keppnisanda. I einu rallinu lá hluti leiðarinnar fram- hjá Salt Lake City í Bandaríkjunum. Unglingar á Toyotu Supra biðu í fjóra tíma með vídeóvél eftir keppendum og þegar Rob Kenworthy renndi fram- hjá þeim á Porsche GT2 gáfu þeir allt í botn og hófu eltingaleik við hann sem varði þar til Toyotan varð bens- ínlaus. Á einum tímapunkti hægði Kensw- orthy á sér vegna lögreglubíls og unglingarnir gátu kallað til hans að félagi þeirra á kraftmeiri bíl vildi fara í kappakstur við Gumball-þátttak- anda. Kensworthy leit til þeirra, kail- aði til baka „It’s not a race, it’s a rally“ (þetta er ekki kappakstur heldur rall), og stakk þá svo af. Síðan þá hefur svar hans verið mottó rallsins. Skoðaðu: www.gumball3000.com Pimp my Gumball Rapparinn Xzibit við Lamborghini-bifreið sina í höfuðborg Albaníu. NordkPhotos/AFP Áhangendur og aðdáendur flykkj- ast að hvar sem rennt er í hlað, enda flestir keppenda heimsfrægir leik- arar, tónlistarmenn, fyrirsætur eða þaðan af verra. Þátttakan kostar enda 1,3 milljónir króna og er ekki á færi allra. Árið 2006 voru íslenskir þátttakendur í hópnum, þeir Hannes Smárason, Ragnar Agnarsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Guðmundur Ingi Hjartarson. En það eru ekki bara keppendurnir sem eru áhugaverðir, því bílarnir eru ekki af verri endanum heldur. Innan um „hversdagslegar" Ferrari-, Lamb- orghini- og Porsche-bifreiðar má finna klassíska Jagúara, splunkunýja Bugatti Veyron og allt þar á milli. A hverju ári taka líka þátt nokkrir bílar sem virðast við fyrstu sýn ekki hafa mikið í rall að gera. í ár er til dæmis Fiat 500 í hópnum og í fyrri keppnum hafa tekið þátt ísbíll og VW- rúgbrauð með vél úr Porsche 911, svo eitthvað sé nefnt. Síðasti leggurinn hafinn Rallinu í ár lýkur á morgun, 5. maí. Þá munu þátttakendur hafa keyrt frá London, í gegnum Amsterdam og Frankfurt, þaðan með flugi til Istanbúl, keyrandi til Aþenu og Þess- alóníku, áfram til Tirana, Dubrovnki, Bratislava, Berlínar, Oschersleben og loks til London aftur. Lögreglan hefur verið að gera sum- um keppendum lífið leitt, sektað þá og meira að segja gert bíla þeirra sem leiddu rallið upptæka. I anda Gumball bregðast flestir keppendur vel við og vinsælt er að biðja lögreglu- Gæti leynt á sér Fiat 500 að leggja afstað frá London. OKU $KOUNN IMJODD

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.