blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 blaöiA UTAN ÚR HEIMI EISTLAND NATO styður Eista Atlantshafsbandalagiö (NATO) hefur hvatt rúss- nesk stjómvöld til að hætta að hafa í hótunum við starfsfólk eistneska sendiráðsins í Moskvu vegna tilflutnings Eista á umdeildu minnismerki um fallna sovéska hermenn í Tallinn í Eistlandi. DANMÖRK Hermaður lést Danskur hermaður sem særðist í árás í Helmand-hér- aði í Afganistan á sunnudaginn lést á Ríkissjúkrahús- inu í Kaupmannahöfn í gær. Hinn 24 ára Steen Rönn Sörensen er fyrsti danski hermaðurinn sem lætur lífið frá upphafi hernaðar danska herliðsins þar. EGYPTALAND Malíki vill láta fella niður skuldir Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Iraks, hefur kallað eftir því að önnur ríki felli niður skuldir Iraks til þess að auðvelda uppbygg- ingu og að koma á stöðugleika í landinu. Maliki lét ummælin falla í upphafi tveggja daga fimmtíu ríkja ráðstefnu um málefni Iraks sem haldin er í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Ungverjaland: Líkum komm- únista stolið Lögregla í Ungverjalandi hefur staðfest að óþekktir menn hafi unnið skemmdarverk á gröf kommúnistaleiðtogans Janos Kadar í höfuðborginni Búdapest og hirt hluta af jarðneskum leifum hans. Að sögn höfðu haus- kúpa og nokkur bein Kadars auk krukku með ösku eiginkonu Kadars verið fjarlægð. Skammt frá gröfinni hafði verið krotað að morðingjar og landráðamenn ættu ekki að hvíla í vígðri jörð. Lögregla hefur skipað sérstaka tíu manna sveit til að vinna að rannsókn málsins. Kadar var við völd í Ungverja- landi frá árinu 1956 tO ársins 1988 og lést ári síðar. Fjölgun rýma: Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Dagdeild fyrir einstaklinga með langt gengna sjúkdóma, fyrst og fremst krabbameinssjúklinga, verður opnuð í sumar, við hlið líknardeildar Landspítala-háskóla- sjúkrahúss í Kópavogi og bætist þá við líknarþjónustuna. 1 haust er gert ráð fyrir að taka í notkun göngudeild og fjögur rými á deild sem verður opin í fimm sólarhringa í sama húsnæði og dagdeildin en endurbæturnar á húsnæðinu eru kostaðar af Oddfellowreglunni eins og endurbæturnar á húsnæð- inu sem líknardeildin er í nú. Á líknardeildinni í Kópavogi, þar sem eru átta rými, festast stundum sjúklingar vegna skorts á hjúkr- unarrými, alveg eins og á öðrum deildum spítalans. Biðlistinn er þó ekki langur, að mati Dóru Halldórs- dóttur hjúkrunardeildarstjóra. „Það bíða fimm eftir rými hér og það er forgangsraðað af listanum. Sjúklingar þurfa síðan sjálfir að fá að aðlagast tilhugsuninni um að fara á líknardeild,“ tekur hún fram. Líknandi með- ferð þarfað bæta alls staðar Dóra Halldórsdóttir hjúkrunardeildarstjóri verkum að margir geta farið heim að lokinni dvöl hér.“ Meðalaldur sjúklinganna á líkn- ardeildinni í Kópavogi er 64 ár en yngstu sjúklingarnir eru 18 ára. Líknardeildin á Landakoti, þar sem eru níu rými, er ætluð öldruðum einstaklingum með sjúkdóm á lokastigi sem ekki geta verið heima. Samvinna er á milli deildanna um forgangsröðun og aðstoða hjúkrun- arfræðingar í líknarteymi Landspít- alans við röðunina. Líknardeildin í Kópavogi tekur við sjúklingum á öllum aldri en líknardeildin á Landakoti eingöngu við öldruðum. „Þetta er mjög sérhæfð þjónusta en það þurfa ekki allir að deyja á líknar- deild. Það þarf hins vegar alls staðar að bæta líknandi meðferð þannig að sjúklingar fái vissa lágmarksmeð- ferð hvar sem þeir eru,“ leggur Dóra áherslu á. Fleiri deiidir verða opnaðar Framkvæmdir við líknardeild- ina í Kópavogi Starfsemin á líknardeildinni er margþætt. „Hingað koma sjúk- lingar í umönnun við lok lífs og einnig sjúklingar að heiman í hvíldarinnlögn og einkennameð- ferð. Sjúklingar koma líka oft beint af bráðadeildum sjúkrahúsanna," segir Dóra og bætir því við að um 30 prósent sjúklinganna á líknar- deildinni útskrifist. „Bara það að skipta um umhverfi og klæðast í föt og koma fram að borða í borðstofu er heilmikil endurhæfing. Þetta gerir það að Bætt þjónusta líknardeildar ■ 5 á biðlista ■ Hvíldarinnlagnir ■ 30 prósent útskrifast Po o-veis a Bióðum glæsilegt úrval Polo-bíla á frábærum kjörum árgerð 2004 t]I3oZ/s® kr. á mánuði verð 850.000 kr Volkswagen Polo kr. á mánuði* verð 690.000 kr árgerð 2003 ■Al www.bilathing.is HEKLA bílathing@hekla.is Opið á Kletthálsi 11 mánudaga til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 BILAÞING HEKLU Númer citt i notucfuni bíluni HEKLA, Laugavegi 172-174, slml 590 5000 www.hekla.is, heklaOhekla.ls

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.