blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 blaðið Eldsvoði í hrognavinnslu Nokkrar skemmdir urðu í húsnæði hrognavinnslu Vignis G. Jónssonar á Akranesi í fyrrakvöld þegar kviknaði í, út frá eldavél að því að talið er. Ekki liggur fyrir hvort hrá- efni vinnslunnar hefur skemmst. Málið er í rannsókn og er ekki talið að um íkveikju hafi verið að ræða. LANDSPITALINN Fékk hóstavél að gjöf MND félagið hefur gefið taugalækningadeild B-2 í Foss- vogi svokallaða hóstavél sem er tæki til þess að hjálpa sjúklingum með minnkaöan vöðvakraft til þess að losa sig við slím úr öndunarvegi. Hóstavélin var keyþt fyrir fé sem Lionsklúbburinn Freyr safnaði og gaf MND félaginu. KJARASAMNINGAR Flóabandalagið áfram Þreifingar eru hafnar meðal nokkurra stéttarfélaga á landsbyggðinni um að mynda bandalag í komandi kjaraviðræðum en samningar eru lausir um og upp úr næstu áramótum. Verkalýðsfélag Húsavíkur segir það vonþrigði, gangi samflot Flóabandalagsins eftir. Ný könnun Capacent Gallup: Lestur prentmiðla helst svipaður Lestur prentmiðla hefur haldist svipaður milli kannana samkvæmt nýjum niðurstöðum samfelldrar dagblaða- og netmiðlamælingar Capacent Gallup fyrir mars og apríl. Meðallestur Fréttablaðsins er mestur eða 65,2 prósent. í könnun- inni sem framkvæmd var í janúar og febrúar mældist lestur Frétta- blaðsins 65,1 prósent. Meðallestur Morgunblaðsins í mars og apríl var 43 prósent en var 43,6 prósent í janúar og febrúar. Samkvæmt nýjum niðurstöðum er meðal- lestur Blaðsins 38,2 prósent en var 38,3 prósent í janúar og febrúar. Meðallestur DV er 5,1 prósent. Hlutfall þeirra sem nota mbl.is daglega er 49,6 prósent en 21,7 pró- sent nota visir.is daglega. Niðurstöður könnunarinnar eru byggðar á svörum 2471 þátttak- anda á aldrinum 12 til 80 ára. 65,2% 43,0% 38,2% 5,1% Meðallestur á tölublað. INNLENT f-fjá ofefeutr fáíð fíð \AA,ífcíð úncvai af bar\A,abíls>tol\A.\AA, Eimskipafélag Islands: Vill selja flugrekstur Stjórn Hf. Eimskipafélags fs- lands hefur ákveðið að fela ABN Amro Bank og Hannesi Hilmars- syni, forstjóra Air Atlanta hf., að sjá um sölu á flugrekstrartengdum eignum félagsins, þar á meðal 100% hlut félagsins í Air Atlanta hf. Á yfirstandandi ári er gert ráð fýrir að um 20% af veltu Hf. Eim- skipafélags íslands komi frá Air Atlanta hf. Stefnt er að því að ljúka sölu á Air Atlanta á næstu mán- uðum. Þá hyggst félagið selja 49% hlut sinn í Avion Aircraft Trading. Gert er ráð fyrir því að söluferlið klárist á næstu vikum. „Ég sé mjög mikil tækifæri í frekari uppbyggingu í flutninga- starfsemi, skiparekstri og kæli- og frystiflutningum um allan heim. Við teljum þá starfsemi vera mjög arðsama og stöðuga fyrir hlut- hafa félagsins til lengri tíma litið. Eftirspurn eftir flutningum og geymslu á kæli- og frystivörum eykst sífellt í heiminum og ætlum við að vera lykilaðili í þeim vexti sem framundan er,” segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, um stefnubreytinguna. Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 ______www.babysam.is Réðherraskipti í júní 2006 Ráð- herrar Framsóknarfíokksins sem settust þá í ríkisstjórn eiga rétt á biðlaunum í allt að sex mánuði. verða þvíátján manns á ráð- næstu mánuðina. Blaöið/BrynjarGauti RKM 5* iVStt'V. s T' H V *! Fyrrum ráðherrar sem þiggja ráðherrabiðlaun: Kosta ríkissjóð yfir 14 milljónir ■ Réttur til biðlauna í allt að sex mánuði ■ 18 ráðherrar á launaskrá Eftir Þórð Snæ Júliusson thordur@bladid.net Fjórir fyrrum ráðherrar Framsókn- arflokksins sem enn sitja á þingi; Guðni Ágústsson, Valgerður Sverr- isdóttir, Magnús Stefánsson og Siv Friðleifsdóttir, fá greidd biðlaun jafnhá ráðherralaunum núna um mánaðamótin. Þau Guðni, Val- gerður og Siv hafa setið samfellt lengur en eitt ár í ráðherrastólum og fá því greidd biðlaun í sex mán- uði, en Magnús í þrjá mánuði þar sem hann gegndi ráðherraembætti í einungis ellefu mánuði. Um er að ræða áttatíu prósenta álag ofan á þingfararkaup þeirra sem er í dag rúmlega 517 þúsund krónur á mánuði. Þau munu því áfram fá greitt um 931 þúsund krónur mánaðarlega, sem eru laun ráðherra í dag. Tveir ráðherrar Framsóknar- flokksins sem sátu í fráfarandi rík- isstjórn, Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz, náðu ekki kjöri til Al- þingis í nýliðnum kosningum. Þau höfðu bæði gegnt ráðherraembætti frá því í júní í fyrra og hafa því setið skemur en eitt ár. Þau eiga rétt á ráð- herrabiðlaunum í þrjá mánuði. Sá fyrirvari er settur á þessar greiðslur að ef viðkomandi biðlauna- þegi tekur við öðru starfi meðan á biðlaunatímanum stendur munu greiðslur þeirra falla niður ef launin í nýja starfinu eru jafnhá eða hærri en ráðherralaunin. Ef launin eru hins vegar lægri, líkt og þau eru í til- felli þeirra fyrrum ráðherra sem eru enn þingmenn, fá þeir mismuninn greiddan út biðlaunatímabilið. Sturla Böðvarsson var eini ráð- herra Sjálfstæðisflokksins sem missti sæti sitt í ríkisstjórn. Hann tók hins vegar við stöðu forseta Alþingis sem nýtur sömu kjara og ráðherrar og mun því halda sínum grunnlaunum. Sturla á því ekki rétt á biðlaunum. Engin breyting varð á fjölda ráðuneyta við myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Því eru enn tólf sitjandi ráð- herrar á íslandi. Það þýðir að alls átján núverandi og fyrrverandi ráð- herrar þiggja ráðherralaun næstu þrjá mánuði og fjórtán þeirra þiggja launin út nóvember, svo fremi sem enginn hinna fráfarandi ráðherra tekur við nýju starfi. Kostnaður ríkissjóðs vegna biðla- una Jóns Sigurðssonar og Jónínu Bjartmarz mun verða tæplega 5,6 milljónir króna nýti þau sér rétt sinn að fullu. Hinir fjórir fráfarandi ráðherrar Framsóknarflokks sitja allir sem fyrr segir enn á þingi. Þau munu því líklegast ekki ráða sig í ný störf á næstu sex mánuðum. Ef þau nýta biðlaunarétt sinn að fullu mun mánaðarleg viðbótargreiðsla þeirra verða um 414 þúsund krónur á mann út þann biðlaunatíma sem þau hafa áunnið sér. Samanlagður kostnaður ríkissjóðs vegna þess verður þá um 8,7 milljónir króna. Því munu ráð- herraskiptin kosta ríkissjóð 14,3 millj- ónir króna í biðlaunagreiðslur nýti allir fyrrum ráðherrar Framsóknar- flokksins sér réttindin til fulls. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.