blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 18
blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árogdagurehf. Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Útlitið skiptir máli Fegrunaraðgerðir hafa verið framkvæmdar hér á landi án þess að hafa verið skráðar hjá heilbrigðisyfirvöldum. Sennilega er það vegna þess að þeir sem gangast undir aðgerðirnar greiða þær að fullu. Tryggingastofnun greiðir aðeins slíkar aðgerðir séu þær gerðar eftir slys eða vegna meðfæddra lýta. Landlæknisembættið sóttist eftir upplýsingum um fjölda fegrunarað- gerða frá þeim átta lýtalæknum sem hér starfa. Aðeins sex lýtalæknar töldu sig þurfa að gefa landlækni upplýsingar. Tveir þeirra höfnuðu beiðninni og eftir því sem Matthías Halldórsson landlæknir sagði í fjölmiðlum þurfti mikið að hafa fyrir því að fá þessar upplýsingar hjá öðrum. Lýtalæknar telja sem sagt að heilbrigðisyfirvöldum komi það ekki við hversu margar aðgerðir þeir framkvæma. I svörum sex lýtalækna kom fram að þeir hefðu framkvæmt 689 fegr- unaraðgerðir á síðasta ári. Ef lýtalæknarnir tveir, sem ekki svöruðu fyrir- spurn landlæknis, hafa gert svipaðan fjölda aðgerða má búast við að þær nálgast eitt þúsund. Flestar aðgerðirnar voru á augnlokum. Þá voru brjósta- stækkanir á annað hundrað, svokallaðar svuntuaðgerðir hátt í eitt hundrað, 78 létu gera fitusog á sér og 29 fóru í andlitslyftingar. Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir því að fólk fari í fegrunarað- gerðir. Ekkert er við það að athuga. Fólki er frjálst að gera hvað sem það langar til með líkama sinn. Það er hins vegar varla ásættanlegt að það sé gert í skjóli leyndar. Eðlilegt hlýtur að teljast að landlæknir fylgist með starfsemi lýtalækna sem annarra lækna. Margar einkaskurðstofur hafa skotið upp kollinum hér á landi. Heppi- legra er að smærri aðgerðir séu gerðar á slíkum stofum heldur en á sjúkra- húsum og neytandinn á rétt á því að heilbrigðisyfirvöld fylgist vel með þeirri starfsemi. Óneitanlega er útlitsdýrkun mikil hér á landi. Margt er gert til að ýta undir slíka dýrkun. Á sjónvarpsstöðvunum hafa verið sýndir þættir þar sem sjá má hvernig ófríðar stúlkur verða að fegurðardrottningum eftir meðhöndlun lýtalækna. Konur á miðjum aldri verða aftur 18 ára og koma hamingjusamar heim til „gömlu“, feitu eiginmannanna. Á sjónvarpsr- ásinni Entertainment, sem er í boði hjá Breiðbandi Símans og Stöð 2, eru raunveruleikaþættir lýtalæknis. Þar blandast eiginkona og börn inn í dag- legt líf lýtalæknis sem yngir fólk og gerir það fallegt - með brosi á vör - og fyrir framan iðandi sjónvarpsvélar. Þessir þættir eru mannskemmandi og tæpast boðlegir. Skilaboð þeirra eru þau að engin stúlka geti verið ham- ingjusöm nema hún hafi sílíkon í brjóstum, hafi farið í andlitsaðgerð og gert fleiri lagfæringar á líkama sínum. 1 Bandaríkjunum eru þessir þættir óhemju vinsælir og örugglega hér á landi líka. Allar aðgerðir á líkama eru áhættusamar. Fólk er lengi að ná sér eftir fegr- unaraðgerðir sem aðrar aðgerðir. Sjónvarpsþættir lýtalæknanna sýna ekki þá staðreynd né heldur að stundum geta læknar gert mistök. Hvað svo sem útlitsdýrkuninni líður verður þó að telja það skyldu land- læknis að fylgjast vel með starfsemi lýtalækna sem annarra og skoða aldur þeirra stúlkna sem sækja í brjóstastækkun. Síðan er það umhugsunarefni hvort ekki ætti að upplýsa ungar stúlkur betur um afleiðingar brjósta- stækkana. Er t.d. mögulegt að sílíkonpúðar komi í veg fyrir að krabbamein finnist í brjóstum? Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & augiýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins PENZIM ÍSLENSK NÁTTÚRUVARA UNNIN ÚR SJÁVARRÍKINU UMHVERFIS ÍSLAND Dr. Jón Bragi Bjamason, prófessor í lífefnafræði, hefur unnið að rannsóknum og þróun Pensímtækninnar um áratuga skeið og er hún nú einkaleyfisvarin um allan heim. Penzim fyrir húðina, liðina og vöðvana PENZIM er hrein, tær og litarlaus náttúruvara byggð á vatni en ekki fitu. PENZIM inniheldur engin ílmefni, litarefni eða gerviefhi sem geta valdið ofnæmisviðbrögðum. PENZIM inniheldur engar fitur, oílur eða kremblöndursem geta smitað og eyðilagt flíkureða rúmföt. Penzim fæst í apótekum, heilsubú&um og verslunum Nóatúns um land allt. \ : penzim.is 18 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 bla6iö >Af> GrNGUfí EN Nol{KuRN ÓTlAVl TYHIZ Ae K?VM fl STÉTTfíSKjFTitlGll f\ 'ÍSLATlÞj Hallarekstur borgarinnar Þessa dagana fjallar borgarstjórn um ársreikning borgarinnar fyrir árið 2006. Meginskilaboðin í þeim ársreikningi sem liggur fyrir borg- arstjórn eru að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar er mjög neikvæð. Það verður að gera betur. Hallinn á borgarsjóði hefur verið viðvarandi frá árinu 2002 þrátt fyrir ýmsar að- gerðir í bókhaldi sem hafa falið í sér tilflutning honum í hag. Viðvarandi rekstrarhalli Rekstrarhalli samkv. saman- teknum A- og B-hluta borgarsjóðs nam 4,3 milljörðum, en í áætlun var gert ráð fyrir tæplega 1,8 millj- örðum króna í afgang! Og það sem verra er: Hallinn væri ekki ein- ungis 4,3 milljarðar eins og ætla mætti af tölunum og flestum þykir meira en nóg, heldur væri hallinn heilir 17 milljarðar ef ekki hefðu komið til breytingar á lögum um skattskyldu orkufyrirtækja. Það er því óhætt að segja að það sé himinn og haf á milli þess sem menn gerðu ráð fyrir að fá í afgang og raunveru- legrar útkomu. Lakara en önnur stærri sveitarfélög Að mínum dómi er það líka veru- legur álitshnekkir fyrir Reykjavík- urborg að rekstrarárangur borgar- innar skuli vera langt undir því sem almennt gerist hjá öðrum stærri sveitarfélögum í landinu. Heildar- skuldir borgarinnar, þ.e. samstæð- unnar svokölluðu, borgarsjóðs og fyrirtækjanna, hafa hækkað ár frá ári; voru 71 milljarður 2004 og eru tæplega 86 milljarðar skv. ársreikn- ingi fyrir 2006. Það er því veruleg þörf á meiri festu í fjármálastjórn borgarinnar. Slæm lóðastefna Stefna í skipulags- og lóðamálum hefur m.a. leitt til þess að fjölgun íbúa í borginni hefur verið mjög lítil. Sú lóðastefna sem rekin hefur verið í borginni um árabil hefur þannig haft verulega neikvæð áhrif á skatt- tekjur borgarinnar. Sum nágranna- Margrét Sverrisdóttir sveitarfélög hafa haft góðar tekjur af lóðasölu, enþað á ekki við um Reykja- víkurborg. Eg hef aðhyllst þá stefnu að öllum þeim sem vilja byggja og búa í Reykjavík, verði gert það kleift. Stóraukið framboð lóða, ekki síst sérbýlislóða og eðlileg lóðagjöld geta tryggt þá þróun. Ég hef líka lagt áherslu á að lóðaverði sé haldið í lág- marki. Markmiðið með því á að vera að laða fólk að vegna þess að íbúar einbýlishúsa eru venjulega traustur og góður skattstofn og því er það fjár- festing sem borgar sig til framtíðar að fá fólk til að byggja í borginni en ekki hrekja fólk til annarra sveitarfé- laga. Því er eðlilegt að reyna að hafa verðið í borginni lægra en það er hjá nágrannasveitarfélögum. Eg hef líka haldið því fram að lóðir á nýjum svæðum eigi að lúta öðrum lögmálum en lóðir þar sem verið er að þétta byggð. Þegar verið er að bæta við nýju byggingarlandi í úthverfum Reykjavíkur eiga allir að geta sótt um þær og þær eiga að vera á hóflegu verði þannig að sem flestir geti byggt hafi þeir hug á því. Vonandi horfa þau mál nú til betri vegar, en það er ljóst að enn er nokkuð langt í að breytingar á lóðastefnu skili sér í formi hærri skatt- tekna - það getur tekið nokkur ár. Borgarstjórn bregst við Borgarstjórn hefur þegar brugðist við þeim hrikalega hallarekstri sem hér um ræðir með markmiðssetn- ingu um að rekstrartekjur dugi fyrir rekstrargjöldum. Það er auðvitað aðalatriðið: að rekstartekjur dugi fyrir rekstrargjöldum. Einnig er fyr- irhugað að bæta innra eftirlitskerfi auk fjölda annarra aðhaldsaðgerða sem vonandi skila bættum árangri í rekstri borgarsjóðs. Það verður spennandi að sjá hvort unnt verður að færa fjárhagsstöðu borgarinnar til betri vegar því ég ít- reka þau meginskilaboð sem felast í ársreikningi borgarinnar, en þau eru að það gengur ekki að reka borgina með halla um árabil. Það verður að leita svara við því hvers vegna staðan er jafn slæm og raun ber vitni og ákveða strax hvernig bregðast skal við. Þar hvílir ábyrgð kjörinna full- trúa, að ráðstafa sameiginlegum sjóðum af skynsemi og festu. Höfundur er borgarfulltrúi Klippt & skorið Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefur verið að þreifa fyrir sér með auga á formanns- stól flokksins ef marka má fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgun- Hf blaðinu í gær. Björn Ingi er metnaðarfullur ungur stjórn- málamaður og þvíkæmi það alls ekki á óvart ef þetta reyndist rátt. Svo er samt alls ekki. Björn Ingi lætur sinn gamla samstarfsfé- laga á Mogganum heyra á það á bloggsfðu sinni. „Það er varla að maður nenni að eyða mikilli orku í að ræða svokallaða fréttaskýringu Agnesar Braga- dóttur..." skrifar Björn Ingi. „Flest er þar rangt, annað afbakað og allt sett fram í ákveðnum tilgangi; til þess að hafa áhrif á atburðarásina." Það er ekki laust við að það andi köldu á milli Agnesar og Björns Inga. Þess má geta að Agnes varyfirmaður Björns Inga um tíð, þegar hún var fréttastjóri á Morgunblaðinu og hann óbreyttur blaðamaður. Síðan kom kallið frá Halldóri Ás- grímssyni og „the rest is history". Hún var nokkuð merkileg fyrirsögnin á síðu tvö í DV f gær, „Fréttablöð ollu hættu". Það eralkunna innan fjölmiðla- geirans, og líkast til víðar, að ritstjóra DVerínöp við fríblöðin, sem hann kallar iðulega dreifiblöð. Þess má geta að ritstjórinn hefur starfað á báðum fríblöðunum. Hann var fréttaritstjóri Fréttablaðsins og ritstjóri Blaðsins um tíma. Fréttin í DV snerist í grófum dráttum um að kveikt hafði verið í þremur eða fjórum blöðum í stigagangi í fjölbýlishúsi. Það vildi þannig til að þetta voru Fréttablöð. En voru það virkilega þau sem ollu hættunni? Voru það ekki frekar brennu- vargarnir eða eldurinn? Hver ætli fyrirsögnin hefði verið efkveikt hefði verið í tímaritinu Gest- gjafanum? „Gestgjafinn olli hættu"? m Enn um DV. Það vakti athygli ýmissa fyrir tveimur mánuðum þegar DV lagði heila síðu, blaðslðu 4, undlr umfjöllun um lestrarkönnun Capacent. Fyrir- sögnin var „Blaðið tapar flestum". Gott og vel, það er vissulega frétt ef lestur blaða dalar, nú eða eykst. Svo virðist hins vegar sem DV hafi snar- lega breytt um áherslur hvað umfjöllun um lestr- arkannanir snertir því í r? blaðlnu í gær var einungis Iftil eindálka frétt um nýj- ustu könnunina. Fyrirsögnin var „Blaðalestur stendur í stað”. Gæti ástæðan fyrir skyndi- legri áherslubreytingu verið sú að DV mæld- ist einungis með 5 prósenta lestur? Var það í raun ekki fréttin í könnuninni, frekar en að lestur allra hinna blaðanna hafi staðið f stað? Það er stundum erfitt að vera samkvæmur sjálfum sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.