blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 42

blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR26. MAI 2007 tíska tiska@bladid.net blaðið BBBfln^BBIBflBBKBBBBB8flfiBBBBS&ÍSSi&2!ii£sl Secret de Purité Þessi nýjasta hreinsilína Guerlain byggir á uppgötvunum framleiðandans á kristalslótusblóminu. Hreinsimjólkin bráðnar við snertingu við hóðina og hreinsar andlit, augu og varir mjúklega á svipstundu. Þá slakar kremið á hrukkum og eykur húðljóma auk þess að gefa mikinn raka. Án efa hreinsimjólk sem allir ættu að nota. rt ncf Viðbót við herralínr Nýjasta viðbótin í nýrri herralínu GAS er hárgel sem ilmar af GAS-herrailm- inum og ilmar því með léttum og sætum tóni ásamt mildum kryddkeim. Gelið inniheldur flour- escent sjálflýs- andi agnir sem grípa lýsingu en sjást annars ekki neitt. Hárið fær á sig fallegan gljáa og flott heildarútlit. Létt, blómleg og sumarleg angan Calvin Klein er ekki þekktur fyrir annað en góða, þokkafulla og yfirvegaða ilmi. Sumarilmirnir í ár eru þar engin undantekning, enda áherslan lögð á ferskleika, dýpt og aðlaðandi áhrif. Ilmurinn nefnist Eternity Summer en áður hefur forverinn, Eternity, notið mikilla vinsælda og skipað sér í fremstu röð bestu ilmanna. Sumarilmurinn kemur bæði fyrir konur og karla en báðar tegundirnar einkennast af léttum, blómlegum og sumarlegum blæ ásamt miklum Vferskleika og hress- andi angan. i É Vefsíða með skartgripaverslun Skartgripir fyrir konur á öilum aldri Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur halldora@bladid.net Ragnhildur Sif Reynisdóttir setti nýverið á laggirnar vefsíðu þar sem seldir eru flottir og nýtískuleg- ir skartgripir fyrir konur á öllum aldri. Ragnhildur er gullsmiður og skartgripahönnuður en hún kom til íslands síðastliðið haust eftir að hafa stundað nám í Birmingham. í kjölfarið fæddist hugmyndin að vef- síðunni sem nú er komin í gang og virðist ætla að mælast vel fyrir. „Þetta eru allt skartgripir sem ég hef sjálf hannað og auðvitað er alltaf eitthvað að bætast við. Heimasíðan er með góðum myndum og lýsing- um af skartgripunum og hægt er að versla beint í gegnum Netið,“ segir Ragnhildur og bætir við að einnig séu skartgripirnir seldir í öðrum verslunum. „Núna eru þeir einnig fáanlegir í versluninni Erna ehf. í Skipholti auk þess sem Gallery Kynnisferðir á Hótel Esju eru að taka þetta inn um þessar mundir og sömuleiðis á Hótel Sögu.“ Erfiðast að þróa hönnunina Ragnhildur segist fá innblástur að hönnuninni bæði hér heima og á erlendri grund. Við nám sitt í Bret- landi hafði hún augun opin og sank- aði að sér hinum ýmsu hugmyndum héðan og þaðan. „Tvær af línunum mínum eru til dæmis undir áhrifum frá verslun- inni Selfridges í Bretlandi. Útlit verslunarinnar í Birmingham er ro- salega flott og þar fékk ég hugmynd að svokölluðum net-skartgripum sem líta út eins og net. Svo er mað- ur auðvitað duglegur að afla sér innblásturs út um allt,“ segir Ragn- hildur, sem segir mesta tímann fara í hönnunina sem slíka og þróun Polarolje Selolía einstökolía Inniheldur hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur ÓRTÚLEGUR ÁRANGUR POLAROLÍU!!!!! "Eftir að hafa verið of þungur í mörg ár og þjáðst af verkjum í liðum og stoðkerfi tók ég mig til og létti mig um 65-70 kg. Ég sat eftir með þessar þjáningar og reyndi allt til að mér liði betur. Það var ekki fyrr en ég uppgötvaði POLAROLÍU að þjáningar mínar hurfu og nú get ég þess vegna hlaupið 100 m grindarhlaup." Magnús Ólafsson, leikari. Gott fyrir: * Liðina * Maga- og þarma- starfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið Þægilegur verslunarmáti Ragnhildur segir netverslun sem þessa sniðuga ieið til skartgripasölu. hugmynda. „Hönnunarvinnan er heilmikil. Maður fær hugmynd að einhverju og hefst handa en svo vill maður einhvern veginn alltaf brey- ta þessu aðeins og þróa hlutina bet- ur áfram. Það er til dæmis ósjaldan sem ég byrja á einhverju og fer sátt frá hlutnum en um leið og maður kemur aftur eftir smá pásu vill mað- ur gera eitthvað annað. Maður verð- ur náttúrlega að vera alveg sáttur.“ Ný og blómleg lína á leiðinni Að sögn Ragnhildar hafa skart- gripirnir fengið góðar viðtökur og hrífst fólk almennt mikið af þeirri hugmynd að halda úti skartgripa- verslun á Netinu. „Ég held að fólki finnst þetta al- mennt sniðugt. Þetta er auðvitað mjög þægilegur verslunarmáti og mmM k Sound Kula Silfurhringur sem fæst íöllum stærðum og kostar 6.500 krónur. „Steina“-hringur Pessi fallegi silfur- og smásteinahringur fæst á vefsíð- unni og kostar 12.200 krónur. þarna eru myndir, verð og allar lýs- ingar sem fólkþarf. Það má segja að þetta sé alveg ekta fyrir nútímakon- una sem er kannski mjög upptekin en getur gefið sér tíma til að versla svona án þess að þurfa að fara neitt sérstakt,“ segir Ragnhildur, sem sífellt bætir nýjum línum í flóruna. „Ég er alltaf að bæta við mig og gera eitthvað nýtt. Nú er ég að leggja loka- hönd á svokallaða Fiore-línu sem ég er að verða mjög ánægð með. Þetta er mjög blómleg lína eins og nafnið gefur til kynna, auk þess sem hún er mjög skemmtileg og flott fyrir sum- arið. Annars er bara um að gera að hafa samband við mig ef fólk vantar frekari upplýsingar.“ Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.jewelry.is. Keðja - Net Nútímaleg og smart keðja úr silfri. 23 k Hálsmen sem kallast 23k úr silfri, blaðasilfri, blaðagulli og kaldri emilér- ingu. Sumarlegt og flott. Stór sólgleraugu stela senunni Þar sem tími sólgleraugnanna er að renna upp er ekki úr vegi að verða sér úti um ný gleraugu sem standast tímans tönn hvað útlitið snertir. í ár virðast stóru gleraug- un ætla að ráða ríkjum og ef marka má Hollywoodstjörnur dagsins í dag eiga gleraugun helst að vera eins áberandi og mögulegt er. f Sixtie s stfll hjá Kirsten Dunst Leikkonan Kirsten Dunst ber hér stór og dökk sólgleraugu sem minna um margt á sjötta og sjöunda áratuginn. Stór og viðamikil sólgleraugu Lindsay Lohan beryfirleitt stór og viðamikil sólgleraugu. Reyndar getur verið að feluleikir hennar gagnvart Ijósmyndurum spili inn i valið á stórum gleraugum en engu að síður er Ijóst að þessa umtöluðu leikkonu klæðir vel að nota stór gleraugu. Polarolían fæst i apótekum, heilsuhúsum og Fjarðarkaupum Með stór og flott sólgleraugu Paris nokkur Hilton er ósjaldan með áberandi sólgleraugu sem setja mikinn svip á prímadonnuna. Eflaust á Hiiton gleraugu í tonnatali en hún virðist kjósa stór og flott gleraugu sem vekja athygli. Fáguð og flott Ofurfyrirsætan Gi- sele Bundchen kann svo sannariega að klæða sig og velja aukahluti í takt við fötin. Hún slær auðvitað ekki vindhöggin ísólgleraugnavali eins og sést á meðfylgjandi mynd þar sem gleraugun kóróna kynþokkafullt útlit fyrirsætunnar. Býflugnagleraugun stimpla sig inn Mörg sólgleraugu dagsins i dag minna um margt á býflugnasnið og virðist sú tegund ekki lítið vinsæi. Jennifer Lopez prísar sig alla vega sæla með þetta útlit og leggur um leiö línurnar fyrir okkur hinar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.