blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 blaðiö HEYRST HEFUR Gunnþór Ingason, prestur í Hafnarfjarðarkirkju Ógæfumenn rændu Biblíu og sálmabók úr Krýsuvíkurkirkju á dögunum en voru handteknir af tveimur vöskum fulltrúum yfirvaldsins skömmu síðar. Var lögreglumönnunum boðið til bænastundar í kjölfarið, sem þökk fyrir greiðann. HERMANN Hreiðarsson hefur gengið til liðs við úrvalsdeildarlið Portsmouth frá sína gamla liði Charlton. Gerði hann samning til tveggja ára, en Hermann er 33 ára gamall. Hermann lék áður með IBV, Crystal Palace, Brentford, Wimbledon, og Ipswich en athygli vekur að Hermann hefur fallið með öllum þeim liðum sem hann hefur spilað með í ensku úrvalsdeild- inni. Segjaþví gárungar daga Port- smouth vera talda á næsta tíma- bili... FORYSTUHLUTVERKIN ÍFram- sóknarflokknum virðast komin á hreint í bili, hvað sem gerist á miðstjórnarfundinum I næsta mánuði. Guðni er for(n)maður og Valgerður verður væntanlega sjálfkjörin varaformaður, þar sem enginn annar virðist hafa metnað til þess starfa. Eflaust verður meiri barátta um formannsstólinn, en víst þykir að forystan sé ekki beint með allra ferskasta móti eins og hún er nú. Þá er vert að spá í orð Valgerðar varðandi stefnu flokksins, sem hún segir hvorki til hægri né vinstri, heldur beint áfram. Óvíst er hvort stjórnmála- skýrendur treysta sér til þess að túlka þau orð Valgerðar svo eitthvert vit séí... ÓNEFNDUR prestur sem þekktur er fyrir gamansemi talaði ekki alls fyrir löngu um útrás bankanna og þá peningjahyggju sem góðærinu fylgdi. Hann sagði jafnvel óskyn- samlegt að eiga við þá viðskipti og varaði fólk við með eftirfarandi orðum: „Af vöxtunum skuluð þér þekkjaþá...!“ <302 •r Gylfi Ólafsson fyrir utan Neðstakaupstað Sagan kemur mikið við sögu í starfi Gylfa Mynd/Benedikt Blómlegur ferðamannaiðnaður á Vestfjörðum: Hér er gott að vera" Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Gylfi Ólafsson er ungur athafna- maður sem flutti aftur heim til Vest- fjarða eftir háskólamenntun. Hann er framkvæmdastjóri ferðaskrif- stofunnar Vesturferða á ísafirði og er annar eigandi Ýmislegs smálegs ehf. sem fæst við ýmislegt smálegt, eins og Gylfi segir. Hann er einnig mikið náttúrubarn. „Ég kemst ekki af eitt sumar án þess að eyða einni til tveimur vikum á Hornströndum, sem er paradís náttúruunnandans og sann- kallaður sælureitur. Ég fer þangað oft og iðulega, bæði í vinnunni sem fararstjóri og á eigin vegum. Það má segja að ég þekki staðinn eins og lófann á mér,“ segir Gylfi sem er með kennaramenntun frá Háskól- anum á Akureyri. „Ég er þó ekki endilega kominn til að vera því ég sækist eftir frek- ari menntun og er að skoða ýmsa valmöguleika hvað það varðar núna. En á ísafirði er gott að vera og kemur vel til greina að setjast hér að í framtíðinni. Ferðamannaiðnað- urinn hér er í hægum en öruggum uppgangi og við erum sífellt að reyna að fjölga járnunum í eldinum, eins og með því að lengja ferða- mannatímann. Vesturferðir eru einar um hituna eins og er í þessari starfsemi; að setja saman pakka fyrir erlenda gesti og þjónusta þá með bátsferðir og slíkt. Við bjóðum upp á ferðir til Vigur, Hornstranda, Hesteyrar og Hornbjargs. Einnig tökum við á móti gestum skemmti- ferðaskipa, sem er sístækkandi þáttur í starfsemi okkar. Hingað koma sífellt fleiri skemmtiferðaskip á hverju ári og erum við, að ég held, eina höfnin þar sem komum skipa fjölgar milli ára, kannski ásamt Reykjavíkurhöfn,“ segir Gylfi sem „Flestir kúnnamir okkar em íslendingar og í raun er ótrúlegt hversu margir eru aö koma á Vestfirði í fyrsta skipti. er með aðsetur I hinu sögufræga Ed- inborgarhúsi, sem verið er að færa í upprunalegt horf. „Það er rétt. Hér er verið að vinna á fullu og nóg að gera. Ásamt Vesturferðum er upplýsingamið- stöð ferðamanna staðsett hér, sem og Listaskóli Rögnvalds Ólafssonar. Einnig er Litli leikklúbburinn með aðsetur hérna og þá verður hér veit- ingastaður að auki.“ Gylfi segir ekki mega ofmeta ferðaþjónustu á íslandi. „Þetta er blómlegur iðnaður og framsækinn, en ég held ekki að ferðaþjónusta ein og sér geti staðið undir heilum landsfjórðungi. Hér þarf að ríkja fjölbreytni í atvinnu- málum eins og annars staðar. Til þess að ferðaþjónusta geti þrifist verður að hafa trausta undirstöðu og hún verður ekki til staðar nema önnur starfsemi þrífist hér einnig, hvort sem það er í formi olíuhreins- unarstöðvar eða einhvers annars. Einnig má heldur ekki einblína um of á sjávarútveginn, eins og gert var lengi. Vélvæðingin er orðin það mikil að störfum er að fækka. Þá er erfitt að fá Islendinga til að starfa í þeim bransa, bæði til sjós og lands. Því má alveg leita annarra leiða til að auka fjölbreytnina," segir Gylfi sem þó segir Isafjörð hafa allt til brunns að bera fyrir ferðamenn. „Flestir kúnnarnir okkar eru Islendingar og í raun er ótrúlegt hversu margir eru að koma á Vest- firði í fyrsta skipti. Það eru svo margir sem bera við slæmum sam- göngum sem afsökun fyrir að koma ekki, en í raun hefur vegakerfið lag- ast mikið á undanförnum árum og er enn að breytast til batnaðar. Nán- ast allt Djúpið er malbikað, verið er að brúa Mjóafjörðinn og þá eru fyrirhuguð göng til Bolungarvíkur. Það er llka svo mikið á sjá á leiðinni þannig að ég hvet sem flesta til að kíkja hingað." BLOGGARINN... Agnes alveg milljón „Það er varla að maður nenni að eyða mikilli orku íað ræða svokallaða fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur sem birtist í Morgunblaðinu ídag. Flest er þar rangt, annað afbakað og allt sett fram í ákveðnum tilgangi; til þess að hafa áhrifá athuröa- rásina. Þennan leik hefur Morgunblaðið lengi leikið gagnvart Sam- fylkingunni og hvað ætli þær séu orðnar margar fréttaskýring- arnar sem hafa birst á forsíðu blaðsins um innanflokksátök þar og valdatafl? Björn Ingi Hrafnsson bingi.blog.is Ríkisstjórnin „Margt er á huldu um gerðir nýrrar ríkisstjórnar. Hún er ekki umhverf- isvæn, en ráðherra umhverfismála er umhverfisvæn. Stjórnin er hvorki gefin fyrir Evrópusambandið né hefur óbeit á lista vígfúsra þjóða. En utanríkisráðherra er þó hóflega Evr- ópu- og friðarsinnuð. Sumt er skýr- ara. Ríkisstjórnin er velferðarsinnuð í samanburði viö fyrri ríkisstjórn og ráðherra velferðar er skýrt velferðarsinn- uð. Ég tel líka, að menntaráðherra geti áfram komið að gagni í henn- ar starfi. Ut með Alfreð „Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigð- isráðherra, mun öruggtega veita því sérstaka athygli að hann er með Alfreð Þorsteinsson, fyrrum borgar- fulltrúa og stjórnarformann Orkuveit- unnar, í vinnu. Alfreð var skipaður formaður framkvæmdanefndar vegna byggingar nýs Landspitala - háskóiasjúkrahúss árið 2005. Fáir ef nokkrir voru harðari í gagnrýni sinni á störf Alfreðs sem borgarfulltrúa og þó ekki síst sem stjórnar- formanns Orkuveit- unnar og hinn nýi heilbrigðisráðherra. Varla mun Guðlaug- ur Þór hafa áhuga á því að framlengja störf Alfreðs leng- ur en nauð- synlegt er. Óli Björn Kárason A businessreport.blog.is folk@bladid.net HVAÐ Var nauðsynlegt að taka Fir^NST lögreglumennina til bæna? ÞER? „Þeir verða að vera í lagi eins og aðrir og átta sig á lífsgrundvellinum." Su doku HERMAN eftir'Jim Unger FJÖLSKYLDUPAKKI 10 KJÚKUN6ABITAR MED FRÖNSKUM, SÓSU 06 SALATI 8 6 5 9 3 5 7 8 • 9 3 6 2 6 8 1 4 2 8 5 7 1 4 5 4 7 2 3 9 3 1 4 3 7 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt I reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþþ eru gefnar. Hvað er svona heimskulegt við að klippa út heilsíðuauglýsíngu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.