blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 40

blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 blaðið Lætur ekki velgengni stíga sér til höfuðs Verð að vera Velgengni söngvar- ans Garðars Thórs Cortes í Bretlandi hefur líklega ekki farið fram hjá neinum hér á landi enda hafa reglu- lega birst fréttir af hinum ýmsu af- rekum hans. Hæst ber án efa útgáfu plötu hans, Cortes, sem kom út um miðjan apríl og náði fyrsta sæti á vin- sældalista yfir klassískar plötur þar í landi. Sá árangur er ekki síst merki- legur í Ijósi þess að þetta er fyrsta einsöngsplatan sem Garðar gefur út utan íslands og er hann því í raun að feta sín fyrstu skref á þessum harða markaði. Garðar segist ekki hafa séð fyrir að platan hlyti jafngóðar við- tökur og raun ber vitni. „Auðvitað vonar maður að hún gangi sem best en í raun og veru getur maður ekki gert sér einhverjar hugmyndir um hvar hún lendir á þessum svo kall- aða vinsældalista eða hvernig hún selst. Maður reynir að skila sínu og svo verður maður bara að bíða og sjá. Að platan skuli ganga svona vel núna er bara bónus og maður gerir sér grein fyrir því en heldur sínu striki og skilar sínu sem best,“ segir Garðar sem finnst útgáfa plöt- unnar standa upp úr því sem gerst hefur á þessum viðburðaríka tíma í Bretlandi. Sömu lögmál hvar sem maður er Mönnum reynist misauðvelt að höndla velgengni, ekki síst þegar hana ber brátt að. Ekki er að heyra á Garðari að hún hafi slegið hann út af laginu og sjálfur segist hann ekki finna fyrir meiri pressu en áður. „Ég geri ekki neitt öðruvísi. Ég vil meina að maður reyni að skila sínu sem best í hvaða verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur. Það eru sömu lögmál sem gilda í því sem maður er að gera núna og ef maður er með einsöngstónleika í Salnum í Kópavogi eða að syngja í Óperunni hérna eða í óperu í Nor- egi, Englandi eða Þýskalandi. Þetta er allt það sama,“ segir hann. Það er ekki sjálfgefið að söngv- arar njóti velgengni og nái langt á sínu sviði þó að þeir búi yfir ótví- ræðum hæfileikum. Á þessu sviði eins og ýmsum öðrum eru margir kallaðir en fáir útvaldir. „Ef við lítum bara á Bretland þá eru þar náttúrlega voðalega margir söngvarar og tónlistarmenn þannig að það er erfitt að láta heyra í sér eða láta sjá sig. Ég held að allir listamenn þarna úti geri sér grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að manni gangi vel. Ég veit ekki hver galdurinn er. Maður verður bara að vera trúr sjálfum sér og reyna að skila sínu sem best. Meira getur maður ekki gert. Allt umfram það er smábónus. Maður má ekki hugsa of mikið um það því að þetta er bara eins og hver önnur vinna. Þú heldur alltaf þínu striki hvað sem gerist, hvort sem þú færð jólabónusinn eða ekki. Þú vinnur ekki meira þann mánuðinn eða minna þann næsta af því að þú fékkst jólabónusinn. Þú heldur þínu striki,“ segir Garðar. Basl að stíga fyrstu skrefin Það er enginn leikur að ná langt sem söngvari heldur útheimtir það mikla vinnu og þolinmæði. „Það er ægilegt basl fyrir söngv- ara að stíga sín fyrstu skref. Það kostar sitt að fara til útlanda í prufusöng til dæmis. Maður veit að maður fær oftast nei og einstaka já. Þannig er það bara og maður verður að gera sér grein fyrir því strax í upphafi hvort maður hefur þrek í það. Þetta er mjög erfitt og dýrt. Það er ekki aðeins verið að horfa á hæfileika heldur líka atriði eins og hæð og hárlit af því að maður er að syngja fyrir ákveðið hlutverk. Þegar fólk ræður mann hefur það eitthvert hlutverk í huga þó að því líki kannski við röddina eða leikhæfileikana þá passar maður ekki endilega í hlutverkið. Maður verður að gera sér grein fyrir þessu og taka það að minnsta kosti ekki nærri sér. Það eru margir sem hreinlega geta ekki gert þetta og ég skil það því að þetta er voðalega erfitt,“ segir Garðar. Þrefaldur pottur! Náðu þér í Lottómiöa á næsta sölustað eða á lotto.is lotto.is Ánægður með Einar Bárðar Þó að Garðar standi yfirleitt einn í sviðsljósinu taka vitaskuld fleiri þátt í velgengni hans á bak við tjöldin. í þeim hópi er Einar Bárðar- son sem hefur unnið ötullega að því að koma Garðari á framfæri bæði hér heima og erlendis. Garðar ber samstarfinu við Einar vel söguna. „Einar er voðalega klár í því sem hann gerir eins og allir hérna heima vita og allir eru að sjá núna úti. Hann kann sitt fag og skilar sínu alltaf vel og af einlægni þannig að það er rosalega gott fyrir mig að hafa hann með mér í þessu ævin- týri og ég held að við séum báðir voðalega ánægðir hvor með annan. Svo erum við náttúrlega með fólk í kringum okkur sem vinnur með okkur og fyrir okkur. Allt það fólk höfum við valið vel og það kemur í Ijós að það hefur verið rétt val og við treystum því fólki líka. Það er mjög mikilvægt að hafa gott fólk í kringum sig því að þetta er náttúr- lega stór bisness þarna úti.“ Vil vera sem mest heima Klassískum söngvurum standa ekki mörg tækifæri til boða hér á landi, sérstaklega ef þeir vilja syngja á sviði. Aðeins ein ópera er í landinu og þar eru fáir fastráðnir Ég held að allir listamenn þarna úti geri sér grein fyrir því að það er ekki sjálf- gefið að manni gangi vel. Ég veit ekki hver galdurinn er. Maður verður hara að vera trtír sjálfum sér og reyna að skila sínu sem best. Meira getur maður ekki gert. Allt umfram það er smábónus. Maður má ekki hugsa ofmikið um það því að þetta er bara eins og hver önnur vinna. söngvarar. Það er því ekki undar- legt að margir beini sjónum sínum til útlanda og freisti gæfunnar þar. „Það er mikið af góðum söngv- urum hér miðað við fólksfjölda og ef maður vill syngja á sviði er í raun- inni ekkert annað að gera en að leita út fyrir landsteinana. Maður hálfpartinn neyðist til þess af því að ég held að flestir söngvarar vilji búa og starfa heima. Alla vega tala ég fyrir mig. Ég vildi óska þess að ég gæti verið heima sem mest því að ég er mjög heimakær en þannig er það ekki alltaf og þá leitar maður út. Mamma er ensk og ég hef alist upp á báðum stöðum þannig að í rauninni er ég ekki svo mikið í útlöndum þegar ég er úti sem er kostur fyrir mig. Auðvitað er það stundum lýjandi en það er sem betur fer ekki eins og maður sé að fara að heiman og á einhvern ókunn- ugan stað. Það er eins og maður sé að fara að heiman og heim þannig að þetta er ekki eins slæmt og það gæti verið. Það gæti verið verra eins og amma segir alltaf. Það gæti verið verra.“ Ekki ýtt út í þetta Garðar kemur úr mikilli tónlist- arfjölskyldu sem kunnugt er en faðir hans og nafni er einnig söngv- ari og móðir hans Krystyna pían- isti. Þá hafa systkini hans, Nanna og Aron, einnig fengið söngbakter- íuna. Garðar segir að foreldrar sínir hafi þó ekki ýtt þeim systkinunum út á þessa braut né nokkra aðra. „Þau studdu okkur í þeim ákvörð- unum sem við tókum um hvað við vildum læra og svo framvegis. Þegar maður hefur svona músík í kringum sig síast hún inn og það hefur eflaust haft sín áhrif,“ segir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.