blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 41

blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 41
blaðið LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 41 Garðar sem man enn þá hvenær hann ákvað að feta þessa braut. „Þegar ég var 18 ára ákvað ég að ég vildi fara og læra söng í Söngskól- anum í Reykjavík, tók inntökupróf og stóðst það,“ segir hann og bætir við að það sama hafi verið uppi á teningnum þegar hann ákvað að læra á kornett mörgum árum áður. „Ég sá einhvern spila á þetta hljóð- færi í sjónvarpinu og hljóðin sem komu frá því gripu mig. Ég spurði foreldra mína hvort ég mætti læra á það og þau sögðu að ef það væri það sem ég vildi gera væri það í lagi þannig að þau studdu okkur alltaf en ýttu okkur ekki út í neitt sem ég held að hafi verið alveg „ideal“,“ segir hann. Margt er líkt með skyldum Garðar hefur notið þess á eigin ferli að eiga foreldra sem búa yfir svo mikilli reynslu og þekkingu af tónlistarheiminum. „Báðir foreldrar mínir eru rosal- ega miklir listamenn og kunna sitt fag. Ég hef ekki kynnst neinum fyrir mitt leyti sem kann sitt fag betur en þau þannig að það er ómetanlegt að hafa þennan brunn til að sækja í og geta leitað ráða hjá þeim. Þá er ég bara að tala um músíkina, burtséð frá öllu hinu,“ bætir hann við. Þar sem þeir feðgar bera sama nafn og eru báðir söngvarar liggur beinast við að spyrja Garðar hvort þeir séu líkir sem manneskjur. „Fólk segir það. Það segir að við séum mjög líkir í fasi og fyrir mig er ekki leiðum að líkjast. Ég er voða- lega stoltur yfir því að fólk skuli segja það og í rauninni gæti ég ekki fengið meira „kompliment“. Hann er mér alger fyrirmynd í söngnum og í lífinu. Við erum bestu vinir,“ segir Garðar. Slekkur á sér yfir bíómynd Garðar segir að það taki á að koma fram og syngja og því reyni hann að nota tímann á milli til að slaka á og hlaða batteríin. „Ef maður hefur einhvern tíma um- fram það reynir maður að stunda áhugamál því að ég held að það sé hollt að vera ekki bara í vinnunni allan tímann,“ segir hann. „Mér finnst voðalega gott að slökkva á sjálfum mér yfir bíó- mynd. Þá slekkur maður bara á sér og horfir á eitthvað. Ég er mikill kvikmyndakarl, finnst voðalega gaman að bíómyndum og fer oft í bíó. Ég og pabbi förum oft í bíó saman þegar ég er heima og hann er heima. Það er svo auðvelt að gera það, sérstaklega þegar maður er í útlöndum og getur kannski ekki stundað önnur áhugamál sín eins og maður vill. Svo erum við fjölskyldan hesta- fólk og ég hef áhuga á köfun og gaman af að skoða stjörnurnar en eins og ég segi þá er erfitt að stunda þessi áhugamál þegar maður er ekki heima. Það er engu að síður ýmislegt sem maður gerir til að slökkva á sér og hlaða batteríin. Þetta er bara eins og með farsím- ana, maður verður að stinga þeim í samband og hlaða þá öðru hvoru. Annars eru þeir gagnslausir,“ segir hann. Syngur fyrir 90.000 manns Þegar blaðamaður hitti Garðar var hann nýkominn úr upptökum á myndböndum við tvö lög af nýju plötunni Cortes, Nessun Dorma og Hunting High and Low. Upp- tökurnar fóru fram á Nesjavöllum í sannkölluðu maíhreti, hífandi roki og kulda. „Mér finnst voða- lega gaman að því að gera mynd- bönd en það getur verið erfitt, sér- staklega hér heima þar sem veðrið er eins og það er,“ segir hann. Ekki tekur nein hvíld við hjá söngvaranum því að framundan eru tónleikar, æfingar og önnur vinna. Strax á mánudag mun Garðar syngja breska þjóðsönginn á úr- síitaleiknum um sæti í ensku úr- valsdeildinni í fótbolta á hinum ný- uppgerða Wembley-leikvangi. Um 90.000 áhorfendur munu hlýða á söng Garðars við það tækifæri og hefur hann aldrei sungið fyrir fleiri. „Ég söng á Upton Park hjá West Ham um daginn og þar voru 35.000 manns þannig að þarna verða tæplega þrisvar sinnum fleiri,“ segir Garðar sem er þó hvergi banginn. „Ég hlakka mikið til að standa á miðjum vellinum og syngja fyrir svona mikinn fjölda. Það verður upplifun. Þetta er í rauninni eins og hvað annað. Maður gengur bara út á sviðið og byrjar. Flóknara er ~það í rauninni ekki. Ef maður er bú- inn að vinna undirbúningsvinnuna sem ég er búinn að gera þá er þetta bara eins og hvað annað,“ segir Garðar Thór Cortes að lokum. einar.jonsson@bladid.net Hlý stemning og óviájafnanlegt andrúmsloft. Komdu og njóttu lífsins á LækjarLrekku. Alltaf sígild — Alltaf Ijuf Bankastræti 2 • 101 Reykjavík • sími 551 4430 • fax 552 8684 info @ laekjarbrekka.is • www.laekjarkrekka.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.