blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 13

blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 13
blaðið LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 13 Norsk-íslenski síldarstofninn innan lögsögunnar. Styrkir samningsstöðuna Norsk-íslenski síldarstofninn er nú í auknum mæli innan íslensku landhelginnar samkvæmt upplýs- ingum frá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er mjög jákvætt í tvennum skilningi aðallega. I fyrsta lagi þá gerir það veiðarnar hagkvæmari ef síldin fer að halda sig innan íslensku lögsögunnar. I öðru lagi styrkir þetta verulega samningsstöðu okkar,“ segir Friðrik Jón Arngríms- son, framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, um fréttirnar. f janúar síðastliðnum náðust samningar til eins árs á milli Evrópu- sambandsins, Færeyja, fslands, Nor- egs og Rússlands um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum. Fram að því hafði stjórn veiða úr stofninunm verið í uppnámi frá ár- inu 2003 þegar Norðmenn neituðu að endurnýja samning sem upphaf- lega var gerður 1996. „Það var ekkert með gleði sem við gáfum eftir þetta rúma prósent frá samningnum 1996 en það er líka lítils virði að eiga háa prósentu af engu. Það er búið að of- veiða þennan stofn einu sinni með skelfilegum afleiðingum. Það er auðvitað það sem við viljum ekki að gerist. Nú er hann að byggjast upp og er orðinn mjög sterkur.“ Vaxandi ólga í Ukraínu: Togast á um herinn Viktor Jútsénkó, forseti Úkra- ínu, fyrirskipaði í gær að 40 þús- und manna her innanríkisráðu- neytisins yrði færður undir hans stjórn. Hann sagði aðgerðina nauðsynlega til að tryggja þjóð- aröryggi en vaxandi ólga hefur verið í landinu síðustu vikur. Ráðuneytið ætlar að hunsa fyrir- skipun Jútsénkós og segir hana ólöglega. Fyrirskipun forsetans kemur í kjölfar deilna við innanríkisráðu- neytið í síðustu viku, sem upp- hófust með því að Jútsénkó lét ríkissaksóknara landsins víkja úr starfi þegar hann neitaði að láta eftir sæti sitt á þinginu, eins og lög gera ráð fyrir. Innanríkis- ráðuneytið brást hart við og fyr- irskipaði óeirðalögreglunni að yfirtaka skrifstofu saksóknarans. Jútsénkó sakaði þá ráðuneytið um að haTa brotið lög. Mikil valdabárátta hefur átt sér stað milli Jútsénkós og forsæt- isráðherrans Viktors Janúkóvíts frá árinu 2004, þegar Jútsénkó komst til valda í appelsínugulu byltingunni. Jútsénkó hefur ít- rekað sakað Janúkóvíts, sem þykir hliðhollur yfirvöldum í Rússlandi, um að reyna að sölsa undir sig völdin í landinu. Harðar deilur áttu sér stað milli Jútsénkós og Janúkóvíts í síð- asta mánuði þegar sá fyrrnefndi leysti upp þingið og boðaði til nýrra kosninga. Þingið hefur virt ákvörðun forsetans að vettugi, en líklega munu nýjar kosningar fara fram þann 24. júní næstkomandi. . : ’ Við gerum nýjan 27 holu golfvöll og frístundasvæði á Indriðastöðum í Skorradal Kynningatfundur á Indriðastöðum í Skorrada! í dag Kl. 14:00 Stofnfundur Golfklúbbs Skorradals Á Indriðastöðum er unnið að uppbyggingua einu glæsilegasta golfsvæði á landinu. Verið er að vinna að 27 holu golfvelli með fyrsta flokks aðstöðu í einstakri náttúruumgjörð. Allir golfáhugamenn sem vilja gerast stofnfélagar eru boðnir velkomnir á fundinn. Skráning á www.indridastadir.is Kl. 15:30 Kynning á framtíðaruppbyggingu Indriðastaðalandsins Á þessu fallega svæði er hafin sala á lóðum fyrir frístundahús. Lóðirnar eru í hlíðinni fyrir ofan golfvöllinn með útsýni yfir dalinn og vatnið og til Snæfellsjökuls í vestri og Langjökuls í austri. Deiliskipulag gerir ráð fyrir sveigjanleika í stærð og gerð húsa. Lóðirnar eru sólríkar og njóta kvöldsólarinnar sérstaklega vel. Stutt er á golfvöllinn og á Indriðastöðum verður góð aðstaða til íþróttaiðkunar, siglinga, gönguferða og klettaklifurs auk þess sem skilyrði til skógræktar eru ein hin bestu á fslandi. Kaffiveitingar á staðnum. Indriðastaðir eru aðeins um klukkustundarakstur frá höfuðborginni. Ekið er sem leið liggur í átt að Borgarnesi en í stað þess að fara yfir Borgarfjarðarbrúna er beygt til hægri rétt áður en komið er að henni. Ekið eftir vegi númer 50 og síðan er beygt aftur til hægri inn á veg númer 508 þar til kornið er að vesturenda Skorradalsvatns en þar eru Indriðastaðir á hægri hönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.