blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 33

blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 33
blaðið LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 33 Óli Stefán Flóventsson, knattspymumaöur Tvær viagra og ekkert gerðist Við vorum í keppnisferð á Spáni. Á þessum tíma var auglýsing í gangi þar sem maður fer í skó- burstavél og buxurnar rifna utan af honum. Það var þannig vél í lobbýinu á hótelinu. Einn af liðsfélög- unum fer að pússa skóna sína og rífur sig svo úr bux- unum þegar enginn sér til. Síðan labbar hann að afgreiðslufólkinu og segir að vélin hafi gleypt bux- urnar. Þetta er eitthvað það fyndnasta sem ég hef upplifað. Spánverjarnir að grandskoða skóbursta- vélina og fíflið stóð á nærbuxunum og þóttist vera miður sín. Svo er önnur að lokum. Það var búið að vera mikil umræða um viagra alla ferðina. Eitt kvöldið ákváðum við nokkrir að skella okkur á kaffihús, en þá kemur einn við í apótekinu og kaupir heila krukku af viagra, hann bara varð að prófa þetta. Svo fórum við á kaffihúsið en félaginn var alltaf að horfa í klofið á sér en við skildum ekkert út af hverju. Síðan verður hann alltaf vonsviknari og vonsviknari og eiginlega bara örvæntingarfullur. Og við spurðum hvað ami eiginlega að en þá svarar hann: „Eg gleypti tvær helvítis pillur og það gerist ekki neitt, maður þarf forleik þó maður sé á þessu helvíti.“ En ég tek það fram að pillurnar fóru heim með okkur og komu að góðum notum síðar meir. Flest íþróttafólk hefur ferðast víða um heitninn með liðum sínum í keppnis- og æfinga- ferðutn. Á þessum ferðalögum verða til ógleymatilegar mittn- ingar. Við hjá Blaðinu háðum þekkt ísletiskt íþróttafólk að rifja upp fyndnustu ferðasög- urnar og deila þeitn tneð okkur. í flugstöð á g-strengnum Ég var að keppa í Portúgal með A-landslið- inu um daginn. Við áttum leik við Irland en Portúgal var að keppa á undan okkur. Við fórum að hita upp og Rakel Logadóttir fór að taka einhverja spretti. Eftir að vera búin að djöflast í upphitun varð hún svakalega þyrst og hljóp að vatnsbrúsunum. Hún byrjaði að drekka úr einum brúsanum eins og vitlaus manneskja. En þetta voru ekki brúsarnir okkar, þetta voru brúsarnir frá Portúgölunum. Þetta væri ekki frásögur færandi nema fyrir það, að þær notuðu ekki þennan tiltekna brúsa til að drekka úr, heldur hentu í hann gömlum tyggjóslummum og einhverra hluta vegna var vatn í honum líka. Rakel stóð bara og þambaði vatn með gömlum tyggjóklessum. Þetta var jafn fyndið og það var ógeðslegt. Svo finnst mér nú reyndar alltaf jafn fynd- inn þessi kúk og piss-húmor sem er í svona ferðum. Við vorum staddar á einhverjum flugvelli; man ekki alveg hvar. Ásthildur stóð og var að skoða eitthvað en þá rauk Olga að henni og girti niður um hana. Ásthildur stóð því þarna á g-strengnum eins og fífl. Kvenkyns dómari í sturtu með liðinu Grindavíkurliðið fór til Þýskalnds fyrir síð- asta tímabil. Við vorum á hóteli í Frankfurt, feikilega stóru og glæsilegu með gufubaði og öllu tilheyrandi. Svo ætluðum við félagarnir að fara að skella okkur í gufu og allir á stutt- buxunum. En þá vorum við bara stoppaðir og þurftum að fara úr, og allir bara á sprell- anum. Þarna kynntumst við fyrst nektinni í Þýskalandi. Þegar við kepptum í síðasta leiknum voru dómararnir bæði kvenkyns og karlkyns sem er mjög óvenjulegt. Eftir leikinn spurði karl- kyns dómarinn hvort hann mætti ekki fara í sturtu með okkur. Okkur, sem eldri erum, fannst þetta frekar undarlegt og ég tala nú ekki um eftir að hafa kynnst nektarstefnu Þjóðverja, þannig að eldri mennirnir biðu með sturtuna. Yngri pjakkarnir sögðu bara já og héldu að hann væri bara að meina sjálfan sig og þeir skelltu sér bara í sturtu og ekkert mál með það. En viti menn, mætir ekki kven- kyns dómarinn, þessi líka fíni skrokkur, og bara skellir sér í sturtuna með strákunum. Hún byrjaði bara að maka á sig sápu við hlið- ina á guttunum. Þeir voru fljótir að koma sér úr sturtunni, nema einn, Armann Vilbergs- son, stóð bara með hann beinstífan og starði. Þetta var gjörsamlega óborganlegt. Fylgir gamall karl herberginu? Keflavíkurliðið fór í æfingaferð til Kóngsins Köben haustið 2004. Við vorum búnar að afla fjár í þetta sjálfar þannig að það var ekki til mik- ill peningur til að vera á einhverju 5 stjörnu hót- eli. Þegar við komum á „hótelið" vorum við nú frekar þreytt og allir vildu vera fyrstir að fá her- bergi. Þjálfarinn, Sverrir Þór, fékk fyrsta lykil- inn og varsvona svakalega ánægður með þetta og skokkaði upp á aðra hæð með töskuna sína. Töskurnar komust ekki í lyftuna, því hún var bara akkúrat fyrir einn mann. Allt í einu kom Sverrir stökkvandi niður stigann en engu var líkara en að það hafi verið draugur í herberginu. Hann reyndi eftir bestu getu að halda ró sinni og spurði Dóra (sá sem átti „hótelið"): „Fylgir gamall, alskeggjaður karlmaður herberginu? Því yfirleitt þar sem ég kem er bara eitt súkku- laði á koddanum.“ Þá var hótelstjórinn bara svona aumingjagóður að hann leyfði rónunum að leggja sig yfir daginn. Dóri hótelstjóri skildi nú ekkert í því hvað við íslendingarnir værum að æsa okkur yfir svona lítilræði þótt einn og einn róni fylgdi herbergjunum, enda allir svo „ligeglad“ í Köben. Anna María Sveinsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í körfubolta Ekki gott að fá kæli- sprey á skallann Ég var í ferð með 18 ára landsliðinu úti í Bo- sníu. Þegar líða tók að lokum mótsins fórum við út að borða á svaka fínan stað. Þegar við vorum búnar að borða skelltum við okkur upp í rútu og þjálfarinn spurði hvort ekki væru allar mættar. Okkur fannst það mjög fyndið að spyrja að þessu í staðinn fyrir að taka manntal þannig við förum að fíflast og segja að það vanti hina og þessa. Síðan lagði rútan af stað inn í bæinn en veitingastaðurinn var langt fýrir utan. Þegar við vorum að verða komnar inn í bæinn fékk ég símtal en þá gleymdust tvær stelpur á veitinga- staðnum einhvers staðar í útnára í Bosníu. Það þurfti að snúa rútunni við og ná í stelpurnar. Okkur fannst þetta mjög fyndið, en ég held að þjálfaranum hafi ekki fundist það fyndið að tvær ljóshærðar stelpur væru einhvers staðar einar í Bosníu. Svo einu sinni þegar ég var að keppa með 16 ára landsliðinu fórum við í veðmál við þjálfar- ana um að efvið yrðum Norðurlandameistarar- myndu þeir snoða sig. Við unnum titilinn og þeir snoðuðu sig. En svo var ég mönuð upp í að úða kælispreyi á skallann á einurn þeirra og ég hljóp að honum og nánast frysti á honum skall- ann. En það er víst ekkert sérstaklega þægilegt að fá kælisprey á nýrakaðan skalla og ég fékk þetta sjöfalt borgað til baka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.