blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 38

blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 blaðið Þeir rannsökuðu líkið og bar saman um að að drengurinn hefði þjáöst af miklum nær- ingarskorti. Þeir sögðu hann hafa verið svo magran að telja hefði mátt bein í síðu hans af löngu færi. Kvalinn til dauða Árið 1902 var níu ára drengur niðursetningur á bæ í Kirkjubæj- arklaustri og með honum voru greiddar um fimmtíu krónur í meðlag á ári. Um líkt leyti fluttist bóndi úr Mýrdal til Kirkjubæjar- klausturs. Sá hugði gott til glóðar- innar og bauðst til að taka til sín piltinn gegn tuttugu króna með- lagi. Hreppsnefndin gekk að því tilboði og drengurinn var fluttur milli bæja. Leið nú fram að jólaföstu. Þá hitti faðir drengsins hann. Hon- um leist ekki á útganginn á syni sínum og sagði yfirvöldum að hon- um sýndist að illa væri farið með drenginn og bað um að honum yrði komið í aðra vist. Oddvitinn vildi ekki beita sér fyrir því en bað sóknarprestinn að kanna aðbúnað drengsins. Presturinn gerði það og niðurstaða hans var sú að staður- inn væri „forsvaranlegur". Ekkert var því aðhafst frekar í málinu. Telja mátti beinin Einn laugardag árið 1903 kom sendimaður hreppstjórans á Síðu til sýslumannsins á Kirkjubæjar- klaustri með þau tíðindi að dreng- urinn hefði látist skyndilega 26. mars. Hreppstjórinn taldi að sitthvað óeðlilegt væri við dauða drengsins. Sýslumaður ákvað að kanna málið. Sýslumaður sendi fjóra menn eft- ir líkinu sem var flutt heim til hans. Sýslumaður skipaði einnig svo fyr- ir að bóndinn á bænum yrði hand- tekinn og komið með hann til sín. Það var gert. Sýslumaður lét ekki við svo búið standa heldur boðaði tvo héraðslækna á sinn fund. Þeir rannsökuðu líkið og bar saman um að drengurinn hefði þjáðst af miklum næringarskorti. Þeir sögðu hann hafa verið svo magran að telja hefði mátt bein í síðu hans af löngu færi. Drep var inn í bein á báðum stórutám piltsins og bjúgur á fótum. Dreginn á eyrunum Á líkinu voru áverkar á eyrna- sneplum, öðru gagnauga, efri vör, baki og á lærum. Við yfirheyrslu játaði bóndinn að hafa misþyrmt drengnum. Það sagðist hann hafa gert nokkrum dögum áður en drengurinn lést. Hann viðurkenndi að hafa dregið hann á eyrunum en sagði að með því athæfi hefði hann verið að fá drenginn til að hlýða og moka flórinn. Hann viðurkenndi einnig að hafa barið hann með vendi svo eldri sár tóku sig upp. I aukarétti Skaftafellssýslu var húsbóndi drengsins dæmdur í tólf mánaða betrunarvist fyrir mis- þyrmingar á drengnum en dómur- inn taldi þær „hafa getað stuðlað að því að flýta fyrir dauða barnsins, þó að vissu eða sönnun vanti fyrir hinni eiginlegu dauðaorsök". m RETflM nn uii GARÐHEIMUM OG HUN PASSAR BÆÐI FYRIR GRASFLOTINA OG BUDDUNA Fyrtr qrasflöt H Æk yflr 1,20Om2 / Mk Fyriralitað 4O0m2 grasflöt 1000W rafmótor 27 Itr. grassafnari 33 cm sláttubreidd Stillanleg sláttuhæð Fyriralltað 1.200I1I2 grasflöt 3,5 hö B&S mótor 55 Itr. grasjafnarl 46 cm sláttubreidd Góðar hjólalyftur Þæginlegt handfang 5 hö B&Smótor með drifl 60 ftr. grasjafnarf 51 cm sláttubreidd Vandaðar hjólalyfh Sbllanlegt handlal GARÐHEIMAR allt i garðinn á einum stað! T1LÍ0D4 RASER R350 12.980kr T1LB0Ð 4 RASER R484-B 27.950kr TILBOÐ 4 TREND 534TR-B 54.950kr Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 l ______www.gardheimar.is Hn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.