blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR26. MAÍ 2007 blaöiö VEÐRIÐ í DAG Slydda nyrðra Dálítil slydda eða él á norðanverðu landinu. Skýjað með köflum sunn- antil og sums staðar skúrir síðdegis. Hiti 1'til10 stig, hlýjast syðst. ÁMORGUN Léttskýjað Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en dá- lítil él við norðurströndina og skúrir suðaustanlands. Hiti 0 til 10 stig, mildast syðst. VÍÐAUM HEIM 1 Algarve 20 Amsterdam 24 Barcelona 26 Berlín 30 Chicago 21 Dublin 13 Frankfurt 29 Glasgow 10 Hamborg Helsinki 14 Kaupmannahöfn London 22 Madrid 14 Montreal 21 New York 22 Orlando 21 Osló 16 Palma 21 París '27 Stokkhólmur 17 Þórshöfn 8 Á FÖRNUM VEGI Ætlarðu að ferðast um helgina? Ásbjörn Jónsson „Ég fer til Þýskalands og verð næstu þrjár vikur í þremur mis- munandi sumarhúsum þar í landi." Guðni Björgvin Högnason „Nei, það er ekkert planað." Kristín Bjarnadóttir „Nei, ég verð bara heima hjá mér.“ Ólafía Karlsdóttir „Já, ég verð í hjólhýsi í Þjórsárdal." Silja Runólfsdóttir „Ég fer bara heim til mín á Bolung' arvík.“ Þjórsárver Menn hafa mismunandi skoöun á þvi hversu stór hin eiginlegu Þiórsárver eru. Blaöiö/RAX Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra: Hafnar byggingu Norðlingaölduveitu ■ Sáttmálinn skýr ■ Yfirlýsingar stangast á ■ Ákveðin réttarstaða Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Það stendur algjörlega ljóst í sátt- málanum milli flokkanna að Þjórs- árverin öll og allt hið viðkvæma sérstaka votlendi verður friðað. Það er alveg ljóst að í tíð þessarar ríkisstjórnar verður þessi friðun frágengin sem áratuga deila hefur verið um. Það er líka alveg ljóst að í tíð þessarar ríkisstjórnar fara menn ekki í neina Norðlingaölduveitu," segir Össur Skarphéðinsson iðnað- arráðherra vegna ummæla Náttúru- verndarsamtaka fslands. Samtökin hafa Iýst því yfir að við blasi að ekki sé samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um að stækka frið- land Þjórsárvera til suðurs þannig að Norðlingaölduveita verði úr sögunni en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar segir orðrétt: „Stækkun frið- landsins í Þjórsárverum verði tryggð þannig að það nái yfir hið sérstaka votlendi veranna.“ Náttúruverndarsamtökin segja að ekki verði annað séð en að yfir- lýsingar forystumanna flokkanna um stækkun Þjórsárvera stangist á. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra lýsti því yfir í viðtali Landsvirkjun á ákveðin réttindi Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar á miðvikudagskvöld að skýrt væri í sínum huga að ekki væri hægt að fara í Norðlingaölduveitu. Geir Ha- arde forsætisráðherra sagði hins vegar í viðtali á fimmtudagskvöld að ekkert væri í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar sem kvæði sérstak- lega á um að stöðva þessi áform. Þorsteinn Hilmarsson, * upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, bendir á að fyrir rúmu ári hafi stjórn fyr- irtækisins ákveðið að leggja áform um Norðlingaölduveitu til hliðar að sinni. „Það er ekki unnið að neinum framkvæmdum þar. Hins vegar liggur fyrir að Landsvirkjun á þar ákveðin réttindi til að byggja þá ágætu veitu. En það er ekkert í okkar spilum sem hefur bent til þess að við hygðumst byggja veit- una á þessu kjörtímabili.“ Upplýsingafulltrúinn bendir jafnframt á að þeir séu til sem telji það geta farið saman að varðveita Fríðunín verður frágengin Össur Skarphéöinsson iðnaðarráðherra votlendið og byggja Norðlingaöldu- veitu, eins og hann orðar það. „Sam- kvæmt tillögu starfshóps umhverfis- ráðherra, sem skipuð var fulltrúum heimamanna og Umhverfisstofn- unar, er gert ráð fyrir þreföldun á stærð Þjórsárvera en Norðlingaöldu- veitusvæðið er ekki inni á því landi sem lagt er til að verði friðað. Þar að auki hafa menn mismunandi skoðun á því hversu stór hin eigin- legu Þjórsárver eru nú.“ Þorsteinn telur erfitt að meta nú hvernig staðan verður verði svæðið þar sem fyrirhugað er að byggja Norðlingaölduveitu friðað. „Við höfum náttúrlega ákveðna réttar- stöðu. Það liggur fyrir að þetta eru verðmæt réttindi sem Landsvirkjun á. Það hefur farið mikill peningur í undirbúning og stjórn Landsvirkj- unar taldi ekki réttmætt á grund- velli þeirrar ábyrgðar sem hún hefur að afsala sér þessum réttindum.“ Mjanmar: Suu Kyi enn í haldi Herforingjastjórnin í Mjan- mar ætlar að halda baráttukon- unni Aung San Suu Kyi í haldi í eitt ár til viðbótar. Hún átti að fá frelsi á sunnudaginn, en fulltrúi stjórnarinnar tilkynnti henni ákvörðunina í gær á heimili hennar í Rangoon. Suu Kyi hefur varið n af síð- ustu 18 árum í stofufangelsi eftir að flokkur hennar vann sigur í kosningunum 1990. Hún komst þó aldrei til valda því herinn sniðgekk úrslitin og hefur haldið fast um valdataumana síðan 1988. Barátta Suu Kyi gegn her- foringjastjórninni í Mjanmar hefur vakið atfiygli á alþjóðavett- vangi. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir baráttu sína fyrir lýðrlþi I Mjanmar. Héraðsdómur Hálft ár fyrir líkamsárás 32 ára karlnjaður var í gær dæmdur jisex mánaða fangelsi fyrirííkamsárás auk þess að greiðífórnarlambi sínu 270 þúsund krónur auk vaxta í skaðabætur. Líkamsárásin átti sér stað í Hressingarskálanum í Reykjavík fyrir rúmu ári. Hún atvikaðist þannig að ákærði réðst að karlmanni með glerflösku og braut hana á andliti hans með þeim afleiðingum að hann hlaut tvö stór alldjúp sár. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða tæpar 300 þús- und krónur í sakarkostnað. KYNNTU ÞER NAMSFRAMBOÐ A HEJMASIPU SK04ANS www.hr.is Urnsokriarfrestur er til 31. mai HASKOLINN I REYKJAVIK Fær bætur vegna flutnings milli deilda á Landspítala: Spítalinn greiði hálfa milljón Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Landspítala - háskólasjúkrahús tií þess að greiða hjúkrunarfræðingi hálfa milljón króna í bætur vegna til- færslu í starfi. Kröfu hjúkrunarfræð- ingsins um að tilfærslan yrði gerð ógild var hins vegar vísað frá dómi. Forsaga málsins er sú að karl- kyns hjúkrunarfræðingur tilkynnti deildarstjóra sínum að kvenkyns samstarfsmaður sinn hefði áreitt sig kynferðislega eftir sameigin- legt matarboð starfsmanna deild- arinnar. Karlinn kvaðst í kjölfarið ekki treysta sér til að starfa með kon- unni. Úr varð að konan var færð á aðra deild. Konan sætti sig ekki við þá ákvörðun og sótti því mál gegn Landspítala - háskólasjúkrahúsi og krafðist þess að flutningurinn yrði ógiltur auk þess sem henni yrðu greiddar fimm milljónir króna í miskabætur. Hún taldi að tilfærslan hefði orðið til þess að gefa ásök- unum starfsfélaga síns byr undir báða vængi og valda sér álitshnekki og andlegri vanlíðan. Landspítala - háskólasjúkrahúsi var einnig gert að greiða 880 þúsund króna málskostnað konunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.