blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 48

blaðið - 26.05.2007, Blaðsíða 48
Mannrán og morð Mannran Mikil leit stóð yfir að hinum sex ára gamla Bobby ^Greenlease árið 1953 Numinn á brott FBI tók fljótlega við rannsókn málsins og eft- ir að hafa rannsakað lausnargjaldsbréfið sem foreldrum Bobbys barst eftir ránið dró lögregl- an þá ályktun að um væri að ræða greinda ein- staklinga sem hefðu að öllum líkindum falið slóð sína vel. Sú staðreynd að drengnum hafði verið rænt úr skólanum studdi grun þeirra einnig. Daginn sem Bobby Greenlease var numinn á brott hafði kona á milli þrítugs og fertugs, sem þóttist vera frænka hans, komið í skól- ann. Konan sagði að um væri að ræða neyðar- tilvik og að móðir Bobby hefði beðið sig um að sækja hann. Sagði hún móður hans vera mikið veika á spítala og að hún hefði farið fram á að drengurinn yrði sóttur hið fyrsta. Skólastjórnendur töldu ókunnugu konuna afar traustvekjandi og leyfðu henni þess vegna að yfirgefa skólann með drenginn. Það var ekki fyrr en seinna sama dag sem skólastjórinn hringdi á heimili Greenlease-hjón- anna tilþessaðat- huga með líðan frú Greenlease, að upp komst að ekki væri allt með felldu. Frú Greenlease hringdi sam- stundis í eigin- mann sinn sem hafði samband við lögregluna. Leitin að Bobby Greenlease hófst samdægurs þar sem ljóst var að um mannrán væri að ræða og því mætti engan tíma missa. Ekkert spurðist til drengsins en daginn eftir höfðu mannræningjarnir samband við foreldra hans og ítrekuðu að ef lausnargjaldið bærist ekki þá hlyti barnið verra af. Farið var fram á sönnun þess að drengurinn væri enn á lífi en ræningjarnir sögðu að ekki kæmi til greina að hleypa drengnum í símann. Móðir hans fór þá fram á að drengurinn yrði spurður tveggja spurninga sem aðeins hann gæti vitað svörin við og að með svörum hans væri hægt að fullvissa hana um að hann væri enn á lífi. Ekkert svar barst og báru illvirkjarnir því við að strákurinn væri tregur til en fullvissuðu móður hans um að hann væri á lífi og við góða heilsu. Grunsemdir vakna Lausnargjaldið átti að skilja eftir á ákveðnum stað í borginni þar sem mannræningjarnir ætluðu að sækja peningana og sögð- ust þeir ætla að afhenda drenginn heilan á húfi sólarhring seinna en foreldrar hans áttu að bíða við símann eftir frekari fyrirmælum. Þau bárust hins vegar ekki og ekki heyrðist meira frá þeim sem stóðu á bak við brotthvarf- ið. Frekari vísbendingar bárust hins vegar nokkrum dögum seinna frá leigubílstjóra sem hafði skutlað grunsamlegum manni á hótel í borginni, en viðkomandi var drukkinn og hafði gefið bílstjóranum sérstaklega mik- ið þjórfé. Að sögn leigubílstjórans burðaðist maðurinn með tvær stórar og þungar töskur og bað hann um að vera sóttur aftur daginn eftir og fór fram á að bílstjórinn leigði fyrir sig svítu á einu af fínni hótelum bæjarins, en fyrir það borgaði hann bílstjóranum 150.000 krón- ur. í stað þess að gera eins og maðurinn sagði hafði bílstjórinn samband við lögregluna og greindi frá grunsemdum sínum. Lögreglan mætti á staðinn og komst fljótlega að því að ekki væri allt með felldu og að öllum líkind- um væri hér á ferð maður sem væri viðriðinn ránið á Greenlease-drengnum. Viðurkenndu morð í ljós kom að um var að ræða Steve Hall, sem var 34 ára gamall fangi á reynslulausn. Hall var tekinn til yfirheyrslu þar sem í ljós kom að hann átti kærustu, Bonnie Brown, sem svipaði mikið til lýsingar á konunni sem sótt hafði drenginn í skólann. Hall reyndi engu að síður að villa um fyrir lögreglunni og sagðist hafa látið þriðja aðila fá drenginn og að hann vissi ekkert frekar um afdrif hans. Hefði eitthvað komið fyrir hann væri það á ábyrgð þessa þriðja aðila. Hall hélt því einnig fram að Brown hefði ekki vitað af því að um mannrán væri að ræða þegar hún sótti dreng- inn en fingrafaragreining á lausnargjaldsbréf- inu sýndi fram á að Brown hefði skrifað það. Við frekari yfirheyrslur viðurkenndu Hall og Brown að hafa rænt Bobby Greenlease og að þau hefðu lagt á ráðin um að myrða hann svo hann gæti ekki borið kennsl á þau. Brown fór með hann úr skólanum og hitti Hall á bíla- stæði í útjaðri borgarinnar þaðan sem þau óku út á akur í nágrenni bæjarins og ekki sást til þeirra. Hall hafði tekið með sér reipi til þess að kyrkja drenginn en það gekk ekki þar sem bandið var of stutt og strákurinn barðist kröft- uglega um. Hall skaut þá hinn 6 ára gamla Bobby Greenlease til bana. Líki hans pökkuðu þau inn og grófu hann í garði Brown. Steve Hall og Bonnie Brown voru dæmd til dauða fyrir morðið á drengnum og voru þau tekin af lífi í lok árs 1953 en Bonnie Brown var fyrsta konan sem var líflátin í Bandaríkjun- um fyrir mannrán og aðild að morði. Hinum 6 ára gamla Bobby Greenlease var rænt þann 28. september árið 1953. Drengurinn var sonur auðugs verktaka, Roberts C. Greenlease, og fóru mannræningjarnir fram á 35 milljónir í lausnargjald, en aldrei áður hafði verið farið fram á svo hátt lausnargjald í Bandaríkjunum. Greenlease var þó gerð grein fyrir því af lögreglumönnum að þrátt fyrir að hann myndi borga væri það ekki trygging fyr- ir því að syni hans yrði ekki gert mein þar sem hann gæti borið kennsl á misindismennina. ÚLFLJÓTSVATNI Upplýsingar og skróning ó netinu: www.ulfljotsvatn.is - Sparkleikir - Frumbyggjastörf - Ædol - Utilíf - Kassabílaakstur - Fyrir stráka og stelpur 8-12 ára - skipt í hópa eftir aldri Krassandi útilífsœvintýri - fjör og hópeflisandi! u // INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.Í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.