blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 Þurrkar Garðúðarar seldust upp Regnleysið er farið að segja til sín og víða í Reykjavík er gras farið að gulna og sumarblóm að fölna. Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, segir að mikilvægt sé að vökva nýlagðar túnþökur og sum- arblóm svo þau drepist ekki í þessari þurrkatíð. Þeir sem eiga eftir að fjárfesta í garðúð- ara eru hins vegar ekki í góðum málum þar sem þeir eru vand- fundnir vegna mikillar sölu. í Húsasmiðjunni fengust þær upplýsingar að sala á garðúð- urum hefði fjórfaldast og þeir eru nú uppseldir. Einnig hefur sala á pallaefni aukist mikið. „Sólin æsir alla upp. Þá rjúka allir til og reyna að taka til í kringum húsin hjá sér,“ segir Kristinn Jónsson, sölumaður í þjónustuveri Húsasmiðjunnar. hbv Sló mann með bjórflösku Héraðsdómur Austurlands dæmdi í fyrradag konu á þrítugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir tvær líkams- árásir. Haldi hún skilorð í þrjú ár skal fresta fullnustu tveggja mánaða af refsingunni. Árásirnar áttu sér stað á Fáskrúðsfirði í júlí í fyrra. Var hún fundin sek um að hafa slegið til manns með bjórflösku og að hafa veitt annarri stúlku áverka. Konan á nokkurn sakaferil að baki fyrir margvísleg brot, meðal annars fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Dómurinn tók tillit til þess að konan játaði brot sitt greiðlega. mge Njálsgötuheimili til reynslu í ár íbúar Njálsgötu gengu í gær á fund Vilhjálms Vilhjálmssonar borgarstjóra. Var ætlunin að reyna að snúa fyrirætlunum um að taka í notkun heimili fyrir heimilislausa drykkjumenn á Njálsgötu 74. „Við erum ekki bjartsýn á að nokkuð breytist. Borgarstjóri lýsti því yfir að hann vildi gera tilraun með heimilið í að minnsta kosti ár,“ segir Kristinn Örn Jóhannesson, annar tveggja fulltrúa íbúa í sam- ráðsnefnd. „Það eru vissulega vonbrigði að við skulum ekki hafa náð að snúa honum á okkar sveif en málið verður endanlega afgreitt í borgarráði í dag.“ Náðist á flótta 19 ára ökumaður var stöðvaður í miðborginni í fyrrinótt þar sem hann var grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Pilturinn virti stöðvunarmerki lögreglu en reyndi síðan að komast undan á hlaupum. Hann var handsamaður og færður til skýrslutöku. Miklir möguleikar eru í þorskeldinu ■ Stjórnvöld sögð áhugalaus um þorskeldið ■ Telja eldisþorskinn vera betri afurð Ár 2005 2006 Noregur 7.500 tonn 11.100 tonn ísland 880 tonn 1.400 tonn Eftir Elias Jón Guðjónsson elias@bladid.net Til lengri tíma litið getur eldis- þorskur keppt við villtan þorsk en fyrst þarf mikil og kostnaðarsöm þróunarvinna að fara fram. I mót- vægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar er ekki að finna aukna áherslu á þorskeldi. Þórarinn Ólafsson, sjáv- arútvegsfræðingur hjá Hraðfrysti- húsinu Gunnvöru í Hnífsdal, segir stjórnvöld ekki hafa sinnt þeim metnaði sem er í greininni nægjan- lega vel. Vill sjá aukinn áhuga stjórnvalda Þórarinn telur að í mótvægisað- gerðum ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar þorskkvótans hefði átt að gera ráð fyrir stórauknum framlögum til rannsókna á þorsk- eldi. „Þorskeldið getur alveg klár- lega komið til móts við skerðingu á afla veiddum úti á sjó í framtíðinni,“ segir Þórarinn og bætir við: „Það er nauðsynlegt að hið opinbera auki framlög til þróunar á þorskeldi því það hefur setið eftir. Þetta er þró- unarvinna og því óhemjudýr. Því miður hafa stjórnvöld ekki fylgt eftir þeim metnaði sem verið hefur í greininni.“ Þórarinn kveðst vera orðinn langþreyttur á aðgerðaleysi stjórnvalda í þessum málum. Hraðfrystihúsið Gunnvör er annað af tveimur stærstu fyrirtækj- unum í þorskeldi á landinu. Þórar- inn segir um 600 tonnum af þorski hafa verið slátrað þar í fyrra. „Þetta verður svona svipað á þessu ári. Svo gæti þetta farið á meira flug eftir það, 800 til 1000 tonn á ári,“ segir Þórarinn. Miklir möguleikar „Það eru miklir framtíðarmögu- leikar í þorskeldi,” segir Jónas Jón- asson, framkvæmdastjóri IceCod á íslandi. IceCod er fyrirtæki sem stundarkynbótarannsókniráþorski til eldis. „Ég á ekki von á öðru en að menn íhugi það mjög alvarlega nú á næstu misserum að einbeita sér að eldinu," segir Jónas en hann segir að enn þurfi að vinna mikið brautryðj- endastarf í geiranum. Eldisþorskur betri „ Að mörgu leyti stendur eldisþorsk- urinn miklu betur en sá villti,“ segir Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávar- útvegsfræðingur og starfsmaður fiskeldishóps AVS rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi. „Eldisþorskur er ormalaus og það er hægt að stjórna hráefnisgæð- unum betur. Að mínu mati getur hann veitt villtum þorski verðuga samkeppni í framtíðinni. Hann er betri afturð og það er jafnframt hægt að bjóða jafnt framboð allt árið þegar eldi er komið á fullt,“ segir Aðalsteinn en hann bendir þó á að enn sem komið er sé þorskeldi á þróunarstigi og því nokkur tími í að mikil framleiðsla verði. Hvorki náðist í sjávarútvegsráð- herra né ráðuneytisstjóra sjávarút- vegsráðuneytisins en þeir eru báðir í sumarleyfi. ÞEKKIRÞÚ TIL? Hringdu í sima 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net Vatnsheldir ferðapokar Ferðapokar fyrir viðkvæmustu hlutina Frábærar vörur fyrir íslenskar útilegur - líka blautar, kaldar og vindasamar Dúndýna Komdu og líttu á úrvalið í verslunum okkar í Faxafeni 12 og Glerárgötu 32, Akureyri. 66 NORÐUR REYKJAVIK: Kringlan Bankastræti 5 Faxafen 12 KÓPAVOGUR: Smáralind GARÐABÆR: Miöhraun 11 AKUREYRI: Glerárgata 32 www.66north.is 15 ára ökufantur 15 ára stúlka var tekin fyrir hrað- akstur í íbúðagötu í Hafnarfirði í fyrradag. Mældist bíll stúlk- unnar, sem hún virðist hafa tekið í leyfisleysi, langt yfir leyfðum hámarkshraða. Lögregla stöðvaði einnig 15 ára pilt í úthverfi Reykja- víkur á vespu sem hann hafði ekki réttindi til að aka. Pilturinn var með farþega á vespunni. VEÐRIÐ í DAG Allt að 20 stiga hiti Hæg austlæg eða breytíleg átt og yfirleitt léttskýjað inn til landsins, en sums staðar þokuloft eða súld úti við sjóinn, einkum að næturlagi. Hiti 14 til 20 stig suðvestanlands að deginum, en 7 til 12 stig við norður- og austurströndina. Eru í Mosfellsdal Mótmælendur á vegum samtak- anna Saving Iceland hafa komið upp mótmælabúðum í Mosfells- dalnum fyrir ofan Gljúfrastein. Um 50 mótmælendur voru í búð- unum í gær, þar af tíu f slendingar. Þar verða haldin ýmis námskeið en fólk getur m.a. lært um ís- lenska réttarkerfið og aðferðir til að beita gegn lögreglunni. ÁMORGUN Kólnar aðeins Norðaustanátt, rigning um austanvert landið, þokuloft norðvestanlands, en þurrt og nokkuð þjart suðvestan til. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands. 1 VÍÐA UM HEIM Algarve 26 Halifax 22 New York 25 Amsterdam 17 Hamborg 14 Nuuk 12 Ankara 37 Helsinki 16 Orlando 27 Barcelona 24 Kaupmannahöfn 14 Osló 16 Berlín 14 London 20 Palma 27 Chicago 23 Madrid 31 París 19 Dublin 18 Mílanó 25 Prag 20 Frankfurt 20 Montreal 24 Stokkhólmur 18 Glasgow 15 Miinchen 18 Þórshötn 13

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.