blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 6
FRETTIR . FIMMTUDAGUR 12. JULI 2007 blaðió Styður orð kaupmanna Hagstofan segir lækkan- ir skila sér í verðlag Lækkun virðisaukaskatts og af- nám vörugjalda þann 1. mars hefur skilað sér í verðlag að mati Hagstof- unnar. Vísitala neysluverðs hækk- aði um 0,22 prósent frá því í síðasta mánuði. Hækkun á markaðsvirði húsnæðis skýrir þessa hækkun, því vísitala án húsnæðis lækkaði um o,i2 prósent frá því í júní. Hafi laekkað um 7,4% Guðrún R. Jónsdóttir hjá Hag- stofu Islands segir að milli febrúar og mars hafi verð á matar- og drykkj- arvöru lækkað um 7,4 prósent, sem var í takt við það sem lækkunin átti að skila. Frá því í mars hefur vísitala neysluverðs, án húsnæðis, hækkað um 1,1 prósent. Þar af skýrir hækkun á matar- og drykkjarvöru 0,3 prósent hækkunarinnar. Guðrún segir þetta sýna að verð á mat og drykk hafi hækkað mun minna en verð í öðrum vöruflokkum. Verðlagseftirlit ASÍ hefur gagn- rýnt matvöruverslanir fyrir að hækka verð á matvælum þegar af- nám vörugjalda hefði með réttu átt að skila sér út í verðlag. Forsvars- menn matvöruverslana hafa mót- mælt þessum fullyrðingum. mge STUTT • Gróðurspjöll Spjöll voru unnin á svæði Skógræktarfélags Suðurnesja fyrr í vikunni. Um 200 birkiplöntur höfðu verið rifnar upp og ýmist skildar eftir í hrúgum eða teknar í burtu, samkvæmtvefVíkurfrétta. mge • Símaver Símtölum til Síma- vers Reykjavíkurborgar fjölgar um 20 prósent á fyrra helm- ingi ársins 2007 miðað við sama tíma árið 2006. bm Gróf líkamsárás um helgina Lúbarðir á leið í leigubíl Fimm menn gengu í skrokk á Guðna Kristjánssyni og félaga hans þegar þeir voru á leiðinni að leiga- bílaröðinni í miðbæ Reykjavíkur í morgunsárið síðasta laugardag. Guðni segir það deginum ljósara að þessi hópur hafi verið þarna í leit að vandamálum. „Við gengum í gegnum hóp af fólki. Einn úr hópnum rýkur þá að okkur og fer að fiska eftir veseni,“ segir Guðni og heldur áram: „Við héldum að við gætum einhvern veginn talað okkur út úr þessu en þetta stefndi bara í eina átt og á endanum ræðst hann á mig. Ég reyni eitthvað að verja mig þarna og þá koma tveir í viðbót. Þannig að þeir eru þrír sem láta höggin og spörkin dynja á mér.“ Hann segir að því næst hafi fé- lagi hans reynt að koma honum til hjálpar en þá hafi annar gripið hann reynt að sparka í höfuðið á honum. „Það mölbrotnaði á mér löppin og auk þess er ég rifbeinsbrotinn, skor- inn í andliti, með sprungna vör og allur marinn á höfði,“ segir hann. Félagi Guðna liggur nú á taugadeild Landspítalans vegna höfuðáverka sem árásarmennirnir veittu honum. Guðni segir að þeir séu búnir að kæra árásina og biður hann öll vitni um að hafa samband við lögregluna. elias@bladid.net Nemar á Bifröst reiðir vegna leiguhækkana H Dæmi um 14 þúsund króna hækkun BS Rektor segir skólann tapa á breytingunum Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Hópur nemenda í Háskólanum á Bifröst er æfur út í yfirstjórn skól- ans eftir að breytingar voru gerðar á gjaldskrá stúdentaíbúðanna. Dæmi eru um að leiga á einstökum íbúðum hafi hækkað um rúmlega 14 þúsund krónur á mánuði. Ágúst Einarsson rektor segir að um leiðréttingu sé að ræða, en útilokar ekki að málið verði endurskoðað. Nemendagarðarnir leigja alls út 220 herbergi og íbúðir. I tilkynn- ingu um breytingarnar segir að leigan lækki hjá 80 prósentum íbú- anna, en hækki hjá hinum um 20 prósent. Þá hefur breytingin í för með sér tekjutap fyrir skólann upp á tæpa eina milljón króna á mánuði. Einstæðir foreldrar margir ElínborgRagnarsdóttir, formaður íbúaráðs Bifrastar, segir mikinn hita í nemendum vegna málsins. Hún HÁSKÓLINN Á BIFRÖST ► Yfir 700 manns stunda nám á Bifröst og búa um 800 manns í háskólaþorpinu. ► Skólinn er sprottinn upp af Samvinnuskólanum sem stofnaður var 1918. ► Jónas Jónsson frá Hriflu var fyrsti skólastjóri Samvinnu- skólans. segist hafa óskað eftir skýringum frá skólanum og á von á þeim fljót- lega. Það sem nemendur eru einkar ósáttir við, er að hækkunin kemur einna helst niður á fjölskyldufólki. „Mesta hækkunin er 13 til 14 þúsund sem er gríðarleg hækkun fyrir fjöl- skyldufólk. Margir nemendur hér eru einstæðir foreldrar og hækk- unin lendir á þeim. Þar fyrir utan eru þessir nemendur að greiða leik- skólagjöld,“ segir Elínborg. Ágúst segist skilja sjónarmið nem- endanna, en segir markmiðið fyrst og fremst að leiðrétta misræmi milli mismunandi tegundar húsnæðis. ,Þetta er til að gæta samræmis sem hefur ekki verið hér og hefur verið gagnrýnt af hálfu nemenda." Sambærilegt verð annars staðar Aðspurður hvort komið verði til móts við fjölskyldufólk sem lendir í hækkun, segir Ágúst ýmislegt hafa verið gert og sífellt sé verið að hugleiða hvað betur má fara. „Við ákváðum til dæmis að hafa óbreytt skólagjöld fyrir næsta skólaár, á meðan aðrir skólar hækkuðu sín skólagjöld." Elínborg segir nemendur lengi hafa barist fyrir því að leiguverði á Bifröst verði breytt til jafns við aðra skóla á landinu. Ágúst bendir á að húsnæðið sé nýtt og í mjög góðu ásigkomulagi. „Ég er ekki að segja að húsnæði sé ódýrt á Bifröst en það er sambærilegt við aðra háskóla.“ REYKJAVÍK: Kringlan Bankastræti 5 Faxafen 12 KÓPAVOGUR: Smáralind GARÐABÆR: Miðhraun 11 AKUREYRI: Glerárgata 32 www.66north.is Lind hefur myndast fyrir neðan Desjarárstíflu Lekinn í berginu bara smábuna Skammt fyrir neðan Desjarár- stiflu utan í Kárahnjúknum hefur myndast lítil lind, væntanlega vegna leka í berginu „Við lítum ekki á þessa lind sem áhyggjuefni. Það er væntanlega bergið í hnjúknum sjálfum sem lekur og rör sem er þarna í lindinni er útbúnaður til að fylgjast með vatnsmagninu. Við fylgjumst með þessu þegar hækkar í lóninu og þrýstingur vex. Ef þetta verður ásættanlega lítið gerum við ekkert en ef við viljum minnka þetta grípum við til ráðstafana þót't ég búist síður við að þess þurfi,“ segir Sigurður Arnalds, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar. Lindin myndaðist fyrir um það bil tveimur vikum og er heildarlek- inn nokkrir lítrar á sekúndu, að sögn Sigurðar. „Þetta er bara smá- buna. Það sígur í gegnum allt berg þegar vatnsþrýstingur kemur á það. Það er bara spurning hversu mikið það verður. Maður veit aldrei hvernig svona leki hegðar sér. Nátt- úran verður að leiða það í ljós.“ Leki fyrir neðan aðalstífluna er enn óverulegur, að því er Sigurður greinir frá. „Það sígur lítið og lekur nánast ekkert ennþá. Botnrás undir stíflunni var opnuð í fjóra daga í síðustu viku til að hægja á fyllingu lónsins. Núna erum við búin að loka fyrir og þá hækkar lónið. Við opnum aftur um miðjan júlí til að tempra fyllingarhraðann sem fer eftir hlýindum." Hálslón er nú komið í 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Full lónhæð verður 625 metrar. ibs

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.