blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 18
FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net FIMMTUDAGUR 12. JULI 2007 blaðið Hækkun markaðarins hérlendis er góð fyrir þá sem hafa notið hennar en þó engin ávísun á áframhaldandi hækkun. Ég sé ekki að afkoma lands og þjóðar leyfi 50% hækkun á komandi misserum, meðal annars vegna skerðingar þorskafla. Fleiri félög bætast í kauphöllina Eik Banki var í gær skráður í kauphöll OMX á íslandi. Það sem af er þessu ári hafa 57 félög verið skráð í kauphöllina. Eik Banki var stofnaður árið 1832 og er stærsti banki í Færeyjum. Mark- miðið með skráningunni er að útvíkka starfsemina á alþjóðavettvangi í því skyni að dreifa áhættu og auka hagnað. Félagið hefur verið í sókn á alþjóðavettvangi undanfarið og var helmingur af tekjum bankans í fyrra upprunninn utan Færeyja. Á fyrirtækið meðal annars 9,94 prósent hlutafjár í SPRON. „Eik Banki er áhugaverð viðbót við geirann sem fyrir er afar sterkur á ís- landi. fslenski markaðurinn hefur verið góð uppspretta fjármagns fyrir ört vaxandi banka og Eik Banki mun án efa hagnast á þessu mikilvæga skrefi í þróun sinni,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX á íslandi. Tekur tilboði í Actavis Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur tekið tilboði Novators í 2,3 prósenta eignarhlut sjóðsins í Actavis að fjárhæð sjö milljarðar. Sjóðurinn hefur talið verðmæti Actavis vanmetið í tilboðum Novators og segjast stjórnendur sjóðsins enn telja að tilboðið endurspegli ekki að fullu framtíð- arvirði Actavis. mbl.is Fasteignir lengi á sölu Sífellt lengri tíma tekur nú að selja fasteignir í Danmörku, samkvæmt frétt Politiken. Að meðaltali tekur nú hálft ár að selja fasteign, samborið við um hundrað daga fyrir ári. Sölutími fasteigna í stærstu borgunum, Kaupmannahöfn ogÁrósum, mælist sem fyrr lengstur. Fermetraverðið hefur mælst nokkuð stöðugt síðustu þrjá mánuði og er nú að meðaltali um 330 þúsund krónur á hvern fermetra, eða sex pró- sentum minna en í júní á síðasta ári. aí Kaupa í Heli Food Fresh Bakkavör hefur keypt 51 prósents hlut í tékkneska matvælafram- leiðandanum Heli Food Fresh og kaupir eftirstandandi hlutafé í apríl 2010. Fyrirtækið hefur sér- hæft sig í framleiðslu á tilbúnum réttum, súpum og sósum fyrir miðevrópskan markað. Heli Food Fresh er staðsett suður af Prag, höfuðborg Tékklands, og þar starfa 76 manns. Á heimasíðu Bakkavarar segir að tékkneska fyr- irtækið velti um 300 milljónum króna. aí Barist um hlutabréfin Hlutabréf hækka meira á nýjum mörkuðum ^ ■ BB■ 16.400 ■ ] SsQiJ’í j H 1m| Verðþróun fylgir nýmörkuðum M Fjölbreytilegar fjárfestingar ráðlagðar M Evrópubréf hækka meira ■ Ekki hægt að lofa áframhaldandi hækkun Eftir Björgu Magnúsdóttur bjorg@bladid.net Markaðsspekúlantar utan úr heimi ráðleggja almenningi að fjár- festa á fjölbreytilegum mörkuðum. Eftirfarandi upplýsingar um þróun hlutabréfaverðs fyrstu sex mánuði ársins eru fengnar úr Dow Jones Wilshire alþjóðamarkaðsskránni. Hlutabréf í Bandaríkjum Norður- Ameríku hækkuðu um 7,56% á fyrri helmingi ársins en í Evrópu var hækkun hlutabréfa næstum því helmingi meiri eða tæp 13%. í nokkurn tíma hefur vöxtur í Evr- ópuríkjum verið talsvert meiri en í Bandaríkjunum. Perú á toppnum Hvað varðar einstök lönd hækk- uðu hlutabréf mest í Perú á fyrri helmingi ársins, um 59,76%. Það kemur vart á óvart því á síðasta ári var Perú einnig á toppnum með 83,37% hækkun. Hlutabréf hækk- uðu einnig mikið í Brasilíu, Chile og Mexíkó en ekki eins mikið og í nágrannaríkjunum Argentínu og Kólumbíu. Evrópa er sú heimsálfa þar sem hlutabréfin hækkuðu næstmest á HLUTABRÉFAVERÐ ► Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu um 7,56% á fyrri hluta ársins. ► Hækkunin í Evrópu var um 13%. ► Hækkun hlutabréfa hefur óvíða verið meiri en á íslandi, yfir 51% á fyrri hluta úrsins. í Evrópu hækkuðu bréf aðeins meira í Slóveníu. eftir fyrrnefndum ríkjum. Slóvenía trónar á toppnum þar sem hlutabréf þar hækkuðu um rúm 58% og þar á eftir kom ísland þar sem hækkunin nam 51,21%. Kauphöllin Qármálafyrirtæki? Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla íslands, segir íslenska markaðinn greinilega fylgja nýmörkuðum frekar en þróaðari mörkuðum á borð við Bandaríkjamarkað. „Hækkun markaðarins hérlendis er góð fyrir þá sem hafa notið hennar en þó engin ávísun á áframhald- andi hækkun. Ég sé ekki að afkoma lands og þjóðar leyfi 50% hækkun á komandi misserum, meðal annars vegna skerðingar þorskafla.“ Vilhjálmur segir aðalástæður fyrir hækkun hins íslenska mark- aðar vera fjármálafyrirtæki lands- ins. „Kauphöllin er orðin hættulega mikið fjármálafyrirtæki. Hún á að endurspegla alla starfsemi í land- inu, sem hún gerir ekki eins og stendur.“ Visar hann þá til dæmis til lyfjaframleiðslu og fiskveiða sem standa utan við hana. Lítil félög hækkuðu mest Þróaðir markaðir annars staðar en í Bandaríkjunum styrktust um 12,18% en nýmarkaðir styrktust um 18,47%. Hlutabréf lítilla félaga á nýmörkuðum hækkuðu upp úr öllu valdi eða um 31,7 prósentustig á fyrri hluta ársins. Á heimsvísu hækkuðu bréf lítilla félaga mest, eða um 13,58%, en bréf meðalstórra félaga fylgdu þeirri hækkun fast á eftir. Þegar ákveðnir markaðir eru skoðaðir var hækkun bréfa mest á hrávöru-, iðnaðar-, olíu- og gasmörk- uðum. Svipuð hækkun áðurnefndra markaða var í Bandaríkjunum og Evrópu. blaöi þriðjudaga Auglýsingasíminn er 510 3744 MARKAÐURINN í GÆR Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá 0MX á íslandi, 11. júlí 2007 Viðskipti í krónum Heildar- ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi viðskipti Tilboð í lok dags: Félög f úrvalsvísitölu verð breyting viösk.verðs viðskipta dagsins Kaup Sala ▼ Actavis Group hf. 86,00 -3,15% 11.7.2007 12 37.129.702 86,00 87,00 ▼ Atorka Group hf. 8,95 -0,67% 11.7.2007 17 55.674.604 8,91 9,00 Bakkavör Group hf. 70,80 0,57% 11.7.2007 19 316.454.775 70,80 71,30 a Exista hf. 39,20 2,22% 11.7,2007 60 1.369.572.387 39,10 39,20 ▼ FL Group hf. 29,50 -0,67% 11.7.2007 24 75.496.764 29,55 29,80 a. Glitnir banki hf. 29,10 0,34% 11.7.2007 63 868.660.445 29,05 29,10 ▼ Hf. Eimskipafélag íslands 39,35 -0,38% 11.7.2007 5 29.222.700 39,35 39,50 a lcelandair Group hf. 30,95 0,49% 11.7.2007 6 402.317.208 30,90 31,00 a Kaupþíng banki hf. 1233,00 1,23% 11.7.2007 133 4.373.666.743 1230,00 1233,00 + Landsbanki íslands hf. 39,70 0,00% 11.7.2007 78 1.556.656.122 39,60 39,70 ♦ Mosaic Fashions hf. 17,00 0,00% 10.7.2007 - - 17,00 17,10 a Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 22,80 0,22% 11.7.2007 115 468.989.375 22,75 22,80 a Teymi hf. 5,53 3,56% 11.7.2007 21 103.352.282 5,53 5,55 ▼ Össurhf. 107,50 -0,92% 11.7.2007 12 24.747.943 107,50 108,50 Onnur bréf á Aðallista ♦ 365 hf. 3,40 0,00% 11.7.2007 3 56.749 3,37 3,42 a Alfescahf. 5,85 0,52% 11.7.2007 5 32.049.939 5,82 5,88 ♦ Atlantic Petroleum P/F 1075,00 0,00% 10.7.2007 - 0 1070,00 1075,00 Eik Banki 735,00 11.7.2007 118 - 730,00 735,00 ▼ Flaga Group hf. 1,87 -1,06% 11.7.2007 1 112.200 1.87 1,89 a Foroya Bank 240,00 1,69% 11.7.2007 32 42.475.932 237,00 240,00 ♦ lcelandic Group hf. 6,35 0,00% 10.7.2007 - ■ - 6,35 6,44 a Marelhf. 93,00 0,65% 11.7.2007 8 24.126.346 92,80 93,00 A Nýherjihf. 19,80 3,13% 11.7.2007 2 1.084.500 19,80 ▼ Tryggingamiðstöðin hf. 39,25 -0,13% 11.7.2007 2 78.500 39,25 39,50 4 Vinnslustöðin hf. 8,50 0,00% 25.6.2007 - - First North á íslandi ▼ Century Alumlnium Co. 3589,00 -0,22% 11.7.2007 5 53.412.000 3570,00 3595,00 ♦ HBGrandihf. 12,00 0,00% 2.7.2007 - * ♦ Hampiðjan hf. 6,90 0,00% 20.6.2007 - - 7,10 • Mest viðskipti í Kauphöll OMX voru með bréf Kaupþings, fyrir 4,4 milljarða króna. Næstmest við- skipti voru með bréf Landsbankans, fyrir um 1,6 milljarða. • Mesta hækkunin var á bréfum Teymis, 3,56%. Bréf Exista hækk- uðu um 2,22% og bréf Kaupþings um 1,23%. • Mesta lækkunin í gær var á bréfum Actavis, eða 3,15 %. Bréf Flögu lækkuðu um 1,06%. • Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,40% og stóð í 8.721 stigum í lok dags. • íslenska krónan veiktist um 1,13 prósent í gær. • Samnorræna OMX40-vísitalan lækkaði um 0,04% í gær, þýska DAX-vísitalan um 0,8% og breska FTSE-vísitalan um 0,2%.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.