blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 20
FiMMTUDAGUR 12. JULI 2007 KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@bladid.net Hvað ervinur? Ein sál ítveimur líkömum. Aristóteles blaóiö Perlur á Gljúfrasteini Kristján Orri Sigurleifsson og Guðrún Dalía Salómonsdóttir halda tónleika á Gljúfrasteini, sunnudaginn 15. júlí. Þar verða leiknar bæði klassískar perlur í útsetningum fyrir kontra- bassa og píanó ásamt nokkrum fallegum verkum sem voru upp- runalega skrifuð fyrir hljóð- færin. Verkin eru öll mjög aðgengileg og koma úr ýmsum áttum. Tvö verkanna eru eftir Giovanni Bottesini (1821-1889) en hann samdi ótal verk fyrir kontrabassann og var sjálfur kontrabassasnillingur. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00 og aðgangseyrir er 500 krónur. AFMÆLI í DAG Pablo Neruda skáld, 1904 Henry David Thoreau rithöfundur, 1817 Milton Berle skemmtikraftur, 1908 METSÖLULISTI Erlendar bækur 1. The Secret Rhonda Byrne 2. The Bancroft Strategy Robert Ludlum 3. A Thousand Splendid Suns Khaled Hosseini 4. The Naming of the Dead lan Rankin 5. Beach Road James Patterson & Peter de Jonge 6. The Witch of Portobello Paulo Coelho 7. Like the Flowing River Paulo Coelho 8. Lisey s Story Stephen King 9. The Thirteenth Tale Diane Setterfield 10. Nature Girl Carl Hiaasen Listinn er gerður út frá sölu dagana 03.07.07-09.07.07 í Pennanum Eymunds- son og Bókabúð Máls og menningar METSÖLULISTI Innlendar bækur 1. Viltu vinna milljarð? - kilja Vikas Swarup 2. Lost in lceland Sigurgeir Sigurjónsson 3. Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini 4. Konungsbók - kilja Arnaldur Indriðason 5. Tvíburarnir - kilja Tessa de Loo 6. Leynda kvöldmáltiðin - kilja Javier Sierra 7. Ókei bæ! Hugleikur Dagsson 8. íslenska plöntuhandbókin Hörður Kristinsson 9. Saffraneldhúsið - kilja Yasmin Crowther 10. 5. riddarinn - kilja James Patterson Listinn er gerður út frá sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menn- ingar dagana 04.07.-10.07.2007. ÁhrifaLmikii kynrdng Reykjavíkurævintýri í Frankfurt Arthur Björgvin Boliason fékk hugmyndina að því að kynna Reykjavíká sérstakri hátíð í Frankfurt. Hann segist aldrei hafa tekið þátt í jafn áhrifamik- illi íslandskynningu. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net Nýlega lauk I Frankfurt mikilli há- tíð, „Höchster Schlossfest". Þetta er árleg hátíð sem stendur í mánuð en á sér hálfrar aldar sögu. Hátíðin bar að þessu sinni yfirskriftina „Halló Reykjavík", því höfuðstaður fslands var sérlegur gestur hátíðarinnar. Art- hur Björgvin Bollason átti hugmynd- ina að þessari viðamiklu kynningu á Reykjavík. „Það má segja að vinskapur minn við Thomas Meder hafi kveikt þessa hugmynd," segir Arthur Björgvin. „Thomas er einn af stjórnendunum hjá Thyssen-Krupp-auðhringnum og formaður hátíðarnefndarinnar. Hann er lífið og sálin í þessari hátíð og stýrir fjörutíu manna her sem sér um skipulagningu hennar. Hugmynd okkar um þessa kynningu á Reykjavík var borin undir fulltrúa Reykjavíkur- borgar sem komu hingað og skoðuðu aðstæður og svo sló borgin til og taldi þetta gott mál. Icelandair kom síðan inn í dæmið sem einn helsti styrktar- aðili hátíðarinnar. Það er greinilegt að þessi hátíð hefur styrkt mjög sam- skipti Reykjavíkur og Frankfurt. 011 þessi hátíð hefur verið mikið ævintýri. Hún fór reyndar erfiðlega af stað vegna þess að við opnun há- tíðarinnar átti listakonan Rúrí að fremja gjörning en skömmu áður skall á þrumuveður þannig að gjörn- ingurinn fór í vaskinn í bókstaflegri merkinu. Menn létu það ekki á sig fá og bæði Rúrí og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri komu aftur nokkrum dögum seinna með friðu föruneyti. Gjörningurinn var þá endurtekinn niður við ána Main í ákaflega mögnuðu umhverfi með til- heyrandi hljóðum og trumbuslætti trommuleikara. Fólk var bergnumið." Á annað hundrað blaðagreina Mikið var um dýrðir í Frankfurt þá daga sem hátíðin stóð yfir. Á annað hundrað viðburðir voru í gangi á þeim tíma sem hátíðin stóð. Islenskir tónlistarmenn fluttu tón- list, höfundar lásu úr verkum sínum og myndlistarmenn sýndu verk sin. Sem dæmi má nefna að Viktor Arnar Ingólfsson og Auður Jónsdóttir lásu upp úr verkum sínum, ljósmynda- sýning með verkum eftir Báru Krist- insdóttur var opnuð og Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður var viðstaddur sýningu á Börnum náttúrunnar og ræddi við áhuga- fólk eftir sýninguna. Auk þess flutti Hörður Áskelsson, ásamt tveimur trompetleikurum, tónleika í Justinus- kirkjunni, sem var byggð skömmu fyrir landnám Islands og í lok hátíðar- innar mætti Tómas R. Einarsson með djasskvartett sinn. „Ég hef aldrei tekið þátt 1 íslands- kynningu sem mér hefur þótt jafn áhrifamikil og þessi,“ segir Arthur Björgvin. „ísland hefur fengið gríð- arlega umfjöllun í fjölmiðlum vegna hátíðarinnar og mér sýnist að hátt á annað hundrað blaðagreina hafi verið skrifaðar um hátíðina. Það finnst varla sá Frankfurtbúi sem ekki veit að Reykjavík er spennandi ferða- mannaborg. Kynningargildi svona há- tíðar verður ekki mælt í aurum.“ Halldór Laxness fékk sinn skammt af athygli í Frankfurt. „Bankaráðsfor- maður eins bankans í Frankfurt er mjög hrifinn af Halldóri Laxness og viidi efna til Laxness-kvölds," segir Arthur Björgvin. „Fenginn varþýskur rithöfundur, Berthold Dirnfellner, sem fjallaði um Laxness og verk hans og Petra Fehrmann, þekkt þýsk leik- kona, las kafla úr Kristnihaldinu. Ég sagði svo frá þvi hvaða þýðingu Lax- ness hefði fyrir íslendinga sem uxu upp með verkum hans og fjallaði um UUKlUClllUcllclllUMclg JllcClCllMlCSÖ. Það var troðfullt hús, um hundrað manns, og við vorum beðnir um að endurtaka leikinn og tókum næst fyrir Atómstöðina, lásum úr henni og ræddum efni sögunnar í svonefndum „Bierkolleg", bókmenntaklúbbi þar sem menn hittast á krá hér í Frankfurt einu sinni í mánuði til að ræða heims- bókmenntirnar. Þetta tókst svo vel að við erum að leggja drög að því að fara með Laxness-dagskrána okkar og kynna og túlka sögurnar hans fyrir Þjóðverjum, eina af annarri." Arthur Björgvin. „Það finnst varla sá Frankfurtbúi sem ekki veit að Reykjavík er spennandi ferðamannaborg. Kynningargildi svona hátíðar verður ekki mælt i aurum." MENNINGARMOLINN Sjötugur Cosby Á þessum degi árið 1937 fæddist gamanleikarinn Bill Cosby, ein skærasta sjónvarpsstjarna 20. aldar. Hann vakti fyrst athygli fyrir leik sinn sem leynilögreglumaður í æv- intýraþáttunum I Spy og var þar með fyrstur blökkumanna til að fara með aðalhlutverk í vinsælum sjónvarpsþætti. Hann hlaut Emmy- verðlaun þrjú ár í röð fyrir leik sinn í þáttunum. Mestrar hylli naut hann þó sem fjölskyldufaðirinn og læknirinn í The Cosby Show. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndum og talað inn á teiknimyndir. Cosby kvæntist árið 1964 og eign- aðist fimm börn en sonur hans, Ennis, var skotinn til bana árið 1997 þegar hann var að skipta um bíldekk á hraðbraut í Los Angeles. Sama ár kom fram á sjónvarsviðið 22 ára gömul kona sem sagðist vera dóttir Cosbys utan hjónabands. Málið varð dómsmál og konan var dæmd fyrir fjárkúgun. Bill Cosby hefur hlotið fjölda viðurkenninga á ferlinum og er höfundur nokkurra bóka.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.