blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 8
1-
8 FRETTIR
FIMMTUDAGUR 12. JULI 2007
*-*, * , ", * ’•
blaöiö
Mál Madeleine
Vinafólk
yfirheyrt
Þrír nánir vinir foreldra
bresku stúlkunnar Madeleine
McCann eru meðal þeirra sem
lögregla í Portúgal yfirheyrir
nú í tengslum við hvarf stúlk-
unnar, samkvæmt heimildum
Sky-fréttastofunnar. Made-
leine var rænt af hótelherbergi
fjölskyldu sinnar í suðurhluta
Portúgals þann 3. maí. aí
STUTT
• Mannfall Fjórtán filippseyskir
hermenn létust og níu særðust
í bardögum íslamskra öfga-
manna og filippseyska hersins
í suðurhluta Filippseyja í gær.
Að sögn voru tíu hermannanna
hálshöggnir, en fjórir íslamistar
létust einnig í átökunum.
• Flóð Tugir milljóna Kínverja
glíma nú við afleiðingar mik-
illa flóða víðs vegar um landið
sem hafa kostað 131 mann lífið.
Fjórar milljónir hektara af
uppskeru hafa einnig eyðilagst
í flóðunum.
• Sprengjuárás Átta manns
létust og tugir særðust í
sjálfsvígssprengjuárás nærri
hermannaskála skammt frá
Algeirsborg, höfuðborg Alsír, í
gær. Afríkuleikarnir hófust í
Algeirsborg í gærkvöldi.
Dauðadómur yfir
hjókkum staðfestur
H Sakaðir um að smita 438 börn af HIV ■ Vonast til að dómstólaráð Líbíu sýkni fólkið
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
Hæstiréttur Líbíu staðfesti í gær
dauðadóm yfir fimm búlgörskum
hjúkrunarfræðingum og palest-
ínskum lækni fyrir að hafa vísvit-
andi smitað fleiri hundruð börn af
HlV-veirunni. Dómstólaráð lands-
ins hefur ákveðið að koma saman
vegna málsins á mánudaginn þar
sem örlög fólksins verða ráðin.
Ráðið hefur vald til að staðfesta eða
milda dóma sem og að sýkna hina
dæmdu.
Talsmenn Evrópusambandsins
lýstu yfir vonbrigðum sínum með
úrskurð gærdagsins, en binda vonir
við að farsæl niðurstaða náist i mál-
inu. Heilbrigðisstarfsmennirnir
hafa verið í haldi lögreglu frá árinu
1999 og ávallt haldið fram sakleysi
sínu.
Bótagreiðslur
Á þriðjudagskvöld tilkynnti tals-
maður Gaddafi-stofnunarinnar,
sem hefur gegnt hlutverki sátta-
semjara í málinu, að samkomulag
hefði náðst um bótagreiðslur til
fórnarlambanna og foreldra hinna
látnu. Enn hefur ekki verið ná-
kvæmlega greint frá því hvað felst
í samkomulaginu eða hvaða áhrif
Sexmenningarnir í óvissu Dómstólaráð Líbíu
b kemur saman á mánudaginn þar sem örlög heil-
v brigðisstarfsmannanna verða ráðin.
það hafi á stöðu sexmenninganna,
nú þegar hæstiréttur hefur staðfest
dauðadóm yfir þeim.
Sexmenningarnir voru dæmdir
til dauða í desember á síðasta ári
fyrir að hafa vísvitandi smitað 438
börn af HlV-veirunni þegar þeir
störfuðu á barnaspítala í borginni
Benghazi, næststærstu borg Líbíu,
á tíunda áratug síðustu aldar. Á
sjötta tug barnanna hafa þegar
dáið frá því að þau smituðust af
veirunni.
Beitt pyntingum
Heilbrigðisstarfsmennirnir hafa
setið í fangelsi frá árinu 1999 og
fullyrða að lögregla hafi beitt pynt-
ingum til að fá þá til að játa verknað-
inn. í réttarhöldunum hafa þeir hins
vegar ávallt neitað sök. Vestrænir
vísindamenn fullyrða að vanrækslu
og óþrifnaði á spítalanum hafi verið
um að kenna að börnin skyldu smit-
ast, og að hjúkrunarfræðingarnir
og læknirinn hafi einfaldlega verið
gerðir að blórabögglum.
RÉTTARHÖLDIN
►
►
►
Upphaflega voru nítján
hjúkrunarfræðingar
handteknir. 14 var sleppt.
56 af börnunum 438 létust.
ESB og Bandaríkin vilja að
fólkinu verði sleppt.
VILTU VITA MEIRA?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@biadid.net
#4 Þórshöfn
Siglufjörður
ísafjörður
Húsavík
• Vopnafjörður
Patreksfjörður
Sauðárkrókur
Hólmavík Dalví
’"T# Blönduós
Stykkishólmur
Ólafsvík
Hvammstangi
Búðardalur
Grundarfjörður
Borgarnes
Akranes
Seltjarnarnes
Reykjavík
Hafnarfjörður
Keflavík 0
00 Mosfellsbær
Sr Kópavogur
• Hveragerði
• 0 0 Selfoss
Grindavík Þoriákshöfn 0 He,la
C; 0 Hvolsvöllur
Akureyri
Egilsstaðir
Reyðarfjörður
Seyðisfjörður
# Neskaupsstaður
® Fáskrúðsfjörður
0 Djúpivogur
Kirkjubæjarklaustur
Vestmannaeyjar
#Vík
■H