blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 blaóió LÍFSSTÍLLKONAN konan@bladid.net Maður er vel meðvitaður um það í gegnum lífið að það eru ekki allar mæður sem geta haft börn sín á brjósti. Fyrsti kvenbæjar- stjórinn heiðraöur Frumkvöðullinn Hulda Dóra Jakobsdóttir (fædd 21. október 1911, lést 31. október 1998) gegndi starfi bæjarstjóra fyrst kvenna á íslandi. Hulda var kjörin bæjarstjóri í Kópa- vogi árið 1957 og gegndi því starfi til ársins 1962. í ár eru því fimmtíu ár liðin frá því að fyrsta konan sett- ist í bæjarstjórastól. Árið 1970 náði hún kjöri sem bæjarfulltrúi og sat eitt kjörtímabil. Hulda var helsta driffjöðrin í byggingu Kópavogskirkju og sat í sóknarnefnd í 10 ár, einnig stóð hún að stofnun Leikfélags Kópa- vogs. Hulda var ásamt manni sínum kjörin fyrsti heiðursborgari Kópavogs árið 1976. Þessara tíma- móta var minnst með opnun örsýn- ingaí Bókasafni Kópavogs. Aðstand- Saumaklúbbur á Netinu Margar konur tilheyra svoköll- uðum saumklúbbum, þar sem hist er með reglulegu millibili og saumað, prjónað eða annað slíkt. Einn slíkur klúbbur er starfræktur í gegnum Netið. Þessi klúbbur kallar sig Netkellur og er vefslóðin net- . kellur.is. Það voru tvær konur upp- haflega sem byrjuðu með þennan klúbb árið 2002. I dag eru þær 20. Klúbburinn leggur mesta áherslu á útsaum. Konurnar koma víðsvegar að af landinu og halda fundi mán- aðarlega. Heimasíðan er vönduð og getur fólk sem hefur áhuga á hann- yrðum fengið uppskriftir og annan fróðleik í gegnum síðuna. Einnig eru nýir félagar velkomnir. endur Huldu ásamt Jafnréttisstofu standa fyrir sýningunni. Á sýningunni eru munir í eigu ættingjaHuldu.en einnigeruþarop- inber skjöl, þar sem sjá má ýmislegt sem Hulda lagði til sem bæjarstjóri. Jafnréttisnefnd notaði tækifærið þegar sýningin var opnuð og afhenti útibúi Landsbankans í Smáralind jafnréttisverðlaun Kópavogs. Arangur fer eftir gæðum Hvaða Spirulina ert þú að taka? S 29 vítamín og steinefni ■ 18 aminósýrur ■ Blaögræna ■ Omega • GLA fitusýrur • SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu Híkamanum. Súrefnistæmdar umbúöir vernda næringarefnin. Lifestream þörungarnir eru ómengaðir, ræktaðir í ferskvatni eftir ströngum gæöastaðli. IS09001 • IS014001 Greinilegur árangur eftir nokkra daga inntöku Aukið úthald, þrek og betri líðan Fæst í apótekjum og heilsubúðum. www.celsus.is Auglýsingasíminn er 510 3744 ....................— Eiga konur í stríði við brjóstagjafarmafíu? Frjálst val aðalatriðið Agnes Wold, læknir og sérfræðingur í Svíþjóð, gagnrýnir „brjóstagjafamafíuna" fyrir að koma inn samviskubiti hjá konum. Verkefnastjóri hjá landlækni segir að leggja beri áhersiu á upplýst val. Eftir Lovísu Hilmarsdóttur lovisa@bladid.net Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með því að ungbörn fái eingöngu móðurmjólk fyrstu sex mánuðina. I grein í norska blaðinu Aftenposten kemur fram að sænski læknirinn Agnes Wold efast ekki um áhrifin sem brjóstamjólk hefur á börn en hún segir að þessi viðmið séu fyrir þróunarlöndin. Lönd eins og Noregur og Svíþjóð sem búi við allt önnur lífsskilyrði eigi ekki að lúta sömu reglum. Wold segir í greininni að það sé mjög algengt að ef konur af ein- hverjum ástæðum geta eða vilja ekki hafa barn á brjósti eða hafa það skemur en sex mánuði, þá upplifi þær mikla skömm og samviskubit og fái neikvæð viðbrögð frá heilbrigð- isstarfsmönnum og öðrum konum. Hún kallar þetta brjóstagjafamafí- una og segir að það sé val hverrar móður hversu lengi eða hvort hún hefur barn sitt á brjósti. Mælt með brjóstagjöf Landlæknisembættið á íslandi fer eftir Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og mælir með því að konur hafi börn sín á brjósti í sex mánuði. Hildur Kristjánsdóttir, ljósmóðir og verk- efnastjóri hjá landlæknisembættinu, segir að mest sé lagt upp úr upplýstu vali hérlendis. „Við leggjum mjög ríka áherslu á upplýst val kvenna en við mælum með brjóstagjöfinni. Það veitir börnum ákveðna vörn gegn sýkingum og hefur áhrif á sjúkdóma seinna á ævinni. Hins vegar leggjum við áherslu á stuðning við ákvörðun konunnar hvort sem hún ákveður að gefa brjóst eða ekki,“ segir Hildur og bætir við að konur séu mjög jákvæðar gagnvart brjóstagjöf hér- lendis og flestum finnist brjóstagjöf sjálfsagður hlutur.“ STAÐREYNDIR Strax um miðja meðgöngu fer að myndast mjólk í brjóstunum. Flókið fyrirbrigði Sólveig Þórðardóttir, hjúkrun- arfræðingur og ljósmóðir, hefur starfað við fæðingar í rúm 20 ár. Hún hefur mikla reynslu af ungbarna- og mæðraeftirliti. „Maður er vel meðvit- aður um það í gegnum lífið að það eru ekki allar mæður sem geta haft börn á brjósti. Það er mjög flókið fyr- irbrigði að annast barn og næra það samtímis," segir Sólveig. Aðspurð hvort hún verði vör við að konum líði illa ef þær hafa ekki börn sín á brjósti segir Sólveig að það þurfi að gera rannsóknir á því. „Ég hef ekki séð neinar rannsóknir sem sýna að konur upplifi vanlíðan eftir að hafa tekið upplýsta ákvörðun Fyrsta mjólkin sem kemur kallast broddur. Ungbörnum er eðlilegt að sjúga allt sem snertir varir þeirra. um að hafa barn ekki á brjósti. Sem fræðimaður þætti mér athyglisvert að sjá slíka rannsókn, hvort konum líður sem annars flokks mæðrum ef þær geta ekki haft barn á brjósti. Ég þekki eina og eina konu sem af ein- hverjum ástæðum verður að hætta brjóstagjöf. Stundum liður þessum konum illa með það. Ef konur ákveða af einhverjum ástæðum að hafa börn sín ekki á brjósti þá virði ég þá ákvörðun og styð þær í því.“ KONA VIKUNNAR Hvað œtlaðir þú að verða þegar þú varst lítil? Læknir eða búðarkona, lék mér mikið í búðar- og læknisleikjum. Efekki hér, hvarþá? Eg vil bara vera þar sem ég er. Hvað er kvenlegt? Það er það sem hver og einn telur kvenlegt. Er munur á körlum og konum og ef svo er, hver er hann? Það er töluverður munur á milli kynja og þannig var því ætlað að vera. Erfullu jafnrétti náð? Nei, það er á ábyrgð okkar að breyta því. Hvað skiptir þig mestu máli í lifinu? Lífið sjálft. Helstu fyrirmyndir? Foreldrar mínir. Ráð eða speki sem hefur reynst þér vel? Það að vera hamingjusamur er ákvörðun. Draumurinn þinn? Að vera við stjórnvölinn á eigin lífi. Nafn: Freyja Haraldsdóttir Aldur:21 árs Starf: Leiðbeinandi í unglingastarfi einstakra barna og vinnuríleikskóla. Uppáhaldsbók? Leitin að tilgangi lífsins er djúp og áhrifamikil bók og ég mæli með henni. Svo standa dýrin í Hálsa- skógi alltaf fyrir sínu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.