blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 28

blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 28
ÍÞRÓTTIR ihrottir@bladid.net FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 Staða Eiðs versnaði til muna eftir jól. Fjórum sinnum hóf hann leik í 22 deildarleikjum, átta sinnum kom hann við lítið við sögu og lék aðeins í 390 mínútur í deildinni eftir jól. Alls lék hann því í heild aðeins rúmlega þrjá leiki síðustu sex mánuðina og skoraði engin mörk. SKEYTIN INN Koma Fem- ando Torres til Liverpool hefurvakiðvonir « margra um betri tíðmeðblómi í haga. Steven Gerrard er einn þeirra sem sáttir eru við gang mála og lýsti þvi yfir að með Torres i broddi iylkingar gæti Liverpool fyrir alvöru tekið þátt i keppninni um enska titilinn. Hann reyndist þó ekki sannspár þegar hann lét sömu orð falla þegar annar Fernando, kenndur við Morientes, kom til liðsins. Morientes hvarf fljótlega á bekkinn og var seldur eftir eitt tímabil. Sögusagnir um að Gabriel Heinze sé nokkuð spenntur fyriraðspilafyrir Liverpool hafa vakið reiði Alex Ferguson, stjóra United. Það vita þeir sem til þekkja að það er ekki jákvætt fyrir Argentínumanninn. Hatrammur rígur er milli félaganna og hreint guðlast talið að leikmenn fari milli þessara tveggja ensku risa. Heinze fær tiltal þegar hann kemur frá Ameríkukeppninni. að tínist hægt og bítandi úr þeim hópi er gerðiArsenalað skemmtilegasta félagsliðiheims * um tíma. Pires og Henry famir og nú standa likur til að Freddie Ljungberg haldi til ftalíu þar sem Fiorentina hefúr áhuga. Wenger hefur enn trú á Svíanum en hraða hans og tækni hefur hrakað og talsverð óánægja er í herbúðum liðsins vegna sölunnar á Henry. Gæti Ljungberg ákveðið að nú sé tíminn til brottfarar. Við liggur að það nægi að einstak- lingur sé með tvofæturheila til að stórliðið Real Madrid hafi hug á að kaupa hann. Virðist vart sá knatt- spyrnumaður til sem ekki hefur feng- ið fyrirspum frá Madrid og ef marka má Marca á Spáni er Jerzy Dudek í símasambandi við forsvarsmenn Real. Fáir virðast muna að margir af bestu markvörðum Spánar hafa kom- ið frá varaliðum Real gegnum tíðina. '#.f j/ \ ‘f ,, :• \ ^ ÆíM. Eiður þarf f leiri feiki I Eiður ekki í formi að sögn Eyjólfs ■ Verður að spila meira Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Eiður Smári Guðjohnsen spilaði alls ekki nógu marga leiki með fé- lagsliði sínu seinnihluta vetrar og það kom berlega í ljós í landsleikjum Islands í vetur og vor að mati Eyj- ólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara. Vill hann ekki meina að Eiður hafi verið varaskeifa hjá liði Barcelona í vetur en dregur ekki dul á að annars staðar gæti Eiður fengið mun fleiri tækifæri. Mikil umræða hefur farið fram um framgöngu Eiðs með landslið- inu í vetur og þykir mörgum nóg um. Setja þeir samasemmerki við frammistöðu hans í búningi lands- liðsins og hversu lítið hann hefur komið við sögu undir stjórn Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, eftir áramót. Tölfræði hans með Barca í vetur er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. A fyrrihluta leiktíðarinnar meðan Samuel Eto'o var meiddur var Eiður tíu sinnum í byrjunarlið- inu í deildinni og skoraði fjögur mörk. í þrígang kom hann inn á seint í leik og náði að setja eitt mark undir slíkum kringumstæðum. Staða Eiðs versnaði til muna þegar helstu stjörnur Barca urðu leikhæfar á ný eftir jól. Aðeins V;;. "f**"'. Eyjolfur Sverrisson Leikformi Eiös hefur hrakað á síðustu mánuðum og sést það í landsleikjum. fjórum sinnum hóf hann leik í 22 deildarleikjum, átta sinnum kom hann við sögu í tíu til fimmtán mín- útur í senn og lék samtals í 390 mín- útur með Barcelona í deildinni eftir jól. Alls lék hann því í heild aðeins rúmlega þrjá leiki síðustu sex mán- uðina og skoraði engin mörk. Sé tölfræðin tekin enn lengra lék Eiður 1582 mínútur í deild og Meistara- deild í treyju Barca í vetur sem gerir tæplega átján leiki alls. Er það sami fjöldi leikja og spilaðir eru í íslensku Landsbanka- deildinni hvert sumar. Koma Thierry Henry til Barca mun færa Eið Smára enn aftar í goggunarröðinni en í vetur verði hann áfram á sínum stað. Ein ástæða þess að Rijkaard er ekki áfjáður að selja Eið að svo stöddu kann að vera sú að hann er fyrsta flokks varamaður og þannig vill Hollend- ingurinn hafa það. Mikið má ganga á áður en hann verður tekinn fram fyrir þá Ronaldinho, Messi, Henry eða Eto'o í byrjunarliðinu. Eyjólfur Sverrisson landsliðs- þjálfari segir alveg ljóst að rekja megi formleysi Eiðs í síðustu lands- leikjum til þess að hann fái lítið að Er pláss fyrir Eið? spila. „Hann er í toppformi líkam- lega en það sem vantar er leikformið og menn verða að spila reglulega til að ná því og viðhalda því. Það kemur hins vegar fljótt fái menn tækifærin og ég lít ekki svo á að Eiður hafi verið varaskeifa hjá Barc- elona í vetur.” Förum varlega í akstri um ísland og höfum hugfast að ferðalagið er jafnmikil upplifun og áfangastaðurinn. Landið hefur upp á ótalmargt að bjóða og aldrei að vita hverju þú missir af þegar farið er um í óðagoti. Stillum hraðanum í hóf, göngum vel um landið okkar og komum heil heim. Ljósmyndasamkeppni Á ferdalag.is finnurðu ýmiss konar upplýsingar sem tengjast ferðalögum um ísland. Kynntu þér fáséðar perlur utan alfaraleiðar og sjáðu með eigin augum. Safnaðu Ijósmyndum og sendu inn í Ijósmyndasamkeppnina okkar. Sú stendur í allt sumar og vegleg verðlaun eru í boði. www.ferdalag.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.