blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 38
38
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007
blaðiö
FÓLK
folk@bladid.net
„Jú, jú, það er stefnt að stífum undir-
búningi og demba sér svo í þetta
næsta haust. Það þarf einhver að
halda heiðri Benediktanna uppi!"
Ert þú ekki næstur í Ermarsunds-röðinni?
Iþróttafréttamaðurinn Benedikt Bóas Hinriksson er nafni Bene-
dikts Lafleur og Benedikts Hjartarsonar, sem báðir gáfust upp
á sundi sínu yfir Ermarsund á dögunum. I gömlu máltæki segir:
„Allt er þá þrennt er.“ Má því ætla að næsta Benediktinum sem
tekur sér sundið fyrir hendur takist ætlunarverkið.
HEYRST HEFUR
Stórleikkonan og Óskarsverð-
launahafinn úr Hollywood,
Jodie Foster, er nú stödd hér á
landi. Eyjan.is greinir frá þvi að
líklega sé hún i fríi með móður
sinni og tveimur börnum. Eitt-
hvað er sjónarvitni
Eyjunnar ryðgað
í slúðrinu, eða
sjónin tekin
að slappast,
því eins og
fram kemur
í athuga-
semda-
kerfi fréttarinnar er um maka
Foster að ræða, en ekki móður
hennar...
Líkamsræktarfyrirtækið World
Class mun bjóða upp á dansnám-
skeið á næstunni, bæði fyrir
byrjendur og lengra komna.
Leiðbeinandi er enginn annar
en Dan Karaty, sem er marg-
verðlaunaður danshöfundur og
kunnuglegt andlit af skjánum,
en hann er einn af dómurunum
í sjónvarpsþáttunum So You
Think You Can Dance? Karaty
hefur samið
dansa fyrir Jess-
icu Simpson,
Kylie Minogue
og Britney Spe-
ars og segir orð-
rómurinn
að Nylon-
stúlkurnar,
Jóhanna
Guðrún og
Geir Ólafs v
muni nýta
sér krafta Karaty...
Amór Guðjohnsen, sem er
frægur fyrir sín þrumuskot á
knattspyrnuvellinum forðum
daga, tekur þessa dagana þátt
í meistaramóti
Golfklúbbs
Reykjavíkur sem
fram fer
á Grafar-
holtsvelli.
Arnór fór
hringinn
í gær á 78
höggum,
sem er sjö
höggum
yfir pari
vallarins og
þykir býsna
góður árangur.
Arnór sagði í framhaldinu að
þetta væri besti hringurinn á
ferlinum...
Vignir Rafn Valþórsson leikur á öldum ljósvakans
Hlustaði aldrei á leikrit
Vignir Rafn Valþórsson er
nýútskrifaður leikari frá
Leiklistarháskóla íslands.
Hann fer með eitt aðal-
hlutverkið í nýju íslensku
útvarpsleikriti sem flutt
verður á Rás 1 í lok mán-
aðarins. Sjálfur segist
hann aldrei hafa hlustað
á útvarpsleikrit.
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
„Aldrei. Ekki fyrr en ég var ráð-
inn í þetta djobb. Af hverju veit ég
ekki, en það kom mér stórkostlega
og skemmtilega á óvart þegar ég
kynnti mér þennan frábæra miðil,“
segir Vignir Rafn sem segist hafa
starfað við ýmislegt áður en leik-
listin náði tökum á honum.
„Þegar ég var spurður í leikskól-
anum hvað ég ætlaði að verða
þegar ég yrði stór var svarið mitt
ekki leikari. Ég hef starfað við ým-
islegt í gegnum tíðina, allt frá því
að vinna á Kópavogshæli og þjóna
á börum hingað og þangað. Eg var
mikið í leiklistinni í Menntaskól-
anum í Kópavogi og þetta gerðist
bara einhvern veginn sjálfkrafa. Ég
fann þarna grundvöll fyrir áhuga-
málum mínum og það voru margir
samverkandi þættir sem leiddu
mig út í leiklistina. Það má segja
MAÐURINN
Vignir verður 29 ára á
laugardaginn
Vignir er fæddur í Svíþjóð
en er uppalinn í Kópavogi
Vignir er gallharður
Breiðabliksmaður
að allt sem ég er góður í sameinist
í leiklistinni. Flest mín áhugamál
eru einnig innan þessa ramma sem
er þó alls ekki einsleitur. Ég hef til
dæmis mikinn áhuga á myndlist,
sem er mjög tengd leiklistinni og
öfugt.“
Vignir er í leikhópnum Vér
Morðingjar.
„Þetta er lítill leikhópur þriggja
stráka og einnar stelpu, öll skóla-
systkini úr Leiklistarskólanum.
Við settum upp sýningu síðasta
sumar sem hét Penetreitor eftir
Anthony Neilson í Sjóminjasafninu
sem fékk mjög góða dóma. Annars
stefnum Vér Morðingjar á að sýna
nýtt verk í vetur sem heitir Sá ljóti,
en það verður einmitt sýnt í Þjóð-
leikhúsinu. Auðvitað stefnum við
síðan á stóra hluti í framtíðinni, en
áhugasamir geta fylgst með okkur
á slóðinni: ver-mordingjar.blog.is.“
Vignir hefur nýlokið við að
leika í útvarpsleikritinu Mótleik
sem hefst á Rás eitt þann 30. júlí.
Verkið er eftir Jón Hall Stefánsson
og lenti í þriðja sæti í sakamála-
leikritasamkeppninni „Sakamál á
svið“ sem haldin var af Leikfélagi
Reykjavíkur. Leikstjóri verksins er
Guðmundur Ingi Þorvaldsson, sem
nýlega tók við Grímunni fyrir út-
varpsverk ársins 2007.
„Eg leik ungan rannsóknarlög-
reglumann sem rannsakar hvarf
ungrar stúlku. Þetta er mjög spenn-
andi og skemmtilegt verk og hvet ég
sem flesta til að leggja við hlustir.“
Vignir segir það nýja reynslu að
leika gegnt hljóðnema.
„Það er svolítið öðruvísi að þurfa
að leika aðeins með röddinni.
Línan milli þess að leika en vera
samt ekki að leika er miklu fínni
en á sviðinu. Þarna túlkar maður
engin svipbrigði og notar enga lík-
amstjáningu og því vægi raddar-
innar meira. Maður þarf að passa
sig betur á þvi að ofleika ekki, en
Guðmundur leikstjóri var dug-
legur að láta vita ef maður fór inn
á þá braut,“ segir Vignir sem fannst
skrítið að fá ekki lófaklapp áhorf-
enda í lokin.
„Reyndar líður mér alltaf und-
arlega á sviði þegar fólk klappar í
lokin. Það hlæja kannski einverjir
að þessari hógværð í mér þar sem
ég er leikari, en þannig er þetta bara.
Sennilega er ég bara óvanur þessu,
að standa fyrir framan fullan sal
af ókunnugu fólki. En það er vissu-
lega líka skrítið að fá ekkert klapp,
eins og í útvarpsleikhúsinu,“ sagði
Vignir að lokum.
BLOGGARINN...
Stella Blomkvist
„Ég hef verið að lesa bækumar hennar
Stellu Blómkvist isumarfríinu en þær
fjalla um hina kjörkuðu Stellu sem er iög-
fræðingur í Reykjavík. Stella tekurað sér
erfið mál og linnir ekki látum fyrr en hún
hefur fundið lausnina. Stella Blómkvist
er dulnefni og mér skilst að ekki sé vitað
hver rithöfundurinn er. Bækurnar finnst
méralveg frábærar, stíllinn stutturog hnit-
miðaður og talsmáti Stellu sem oftar en
ekki er býsna grófur er jafnframt oft mjög
fyndinn. Ég tók eftir þvi hjá sjálfri mér
að eftir að hafa lesið nokkrar bækur eftir
Stellu var ég farin að taka upp talsmátann
hennar, orðin allkjaftfor og farin að blóta í
tíma og ótima. Svona er nú hægt að vera
áhrifagjarn á miðjum aldri. “
Kolbrún Baldursdóttir
kolbrunb.blog.is
Geðveikt stuð
„Farið á Wikipedia.org. Sjáið þar, að
hundruð manna hafa verið drepin með
rafbyssunum, sem rikislögreglustjórinn
hér vill taka í notkun. Talsmaður embætt-
isins laug á mbl.is ígær, að þær væru
hættulausar. í alfræðibókinni er rækilega
rakið, hversu hættulegt vopnið er. Þar er
sagt frá ýmsum málaferlum, sem hafin
eru vegna þess. Ég fæ ekki skilið, að nokk-
ur sé svo geðsjúkur að vilja afhenda það
löggunni hér á landi. En Ijóst er þó, að rik-
islögreglustjóri okkar fetar skref fyrir skref
iátt til lögreglurikis. Til þess hefur hann
stuðning dómsmálaráðherrans. Vaknið
þið því, borgarar."
Jónas Kristjánsson
jonas.is
„Við lifum íofstjórnunarsamfélagi. Það
má ekkert íþessu landi! Ég sannfærðist
um það af tveimur fréttum sem ég horfði
agndofa á ísjónvarpinu í kvöld ...[...jönnur
fréttin varaf þviað stofnun sem ég hafði
aldrei heyrt nefnda áður og Sjónvarpið
kallaði „Víneftirlitið“ hefði gert athugasemd-
ir við það að eigendur kaffihúsa hefðu i
sólskininu sett fieiri borð út á gangstétt
en einhver leyfi segja til um. Eg trúði ekki
minum eigin eymm eða augum. Hvern
fjandann varöar hið opinbera um það hvort
kaffihúsaeigendur setja eitt borð eða tutt-
ugu út á gangstétt þessa örfáu daga sem
sólin leyfir á Isa köldu landi? “
Össur Skarphéðinsson
ossur.hexia.net
MS drykkjarvörur í útileguna
MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir
af næríngarefnum. Veldu þér ískoldan mjólkurdrykk í
handhægum umbúðum i næstu verslun.
Su doku
8 9 4
3 7 1 6
7 2 8 1
7 3 6 2 4
8 5 7 9
4 2 6
6 9
9 7
5 8 6 1
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
eftir Jim Unger
8-27
by Umted Mðdia, 2004
HIRMAN*
Einn hamborgara og salat fyrir 28