blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 17
blaðiö
FIMMTUDAGUR 12. JULI 2007
Jöfn tækifæri til háskólanáms á íslandi?
Þeir sem hafa lært eða stefna á
nám erlendis vita að oft getur reynst
erfitt að fá landvistarleyfi í viðkom-
andi landi, sérstaklega ef það er
utan evrópska efnahagssvæðisins.
Eitt af aðalskilyrðunum fyrir slíku
leyfi er að geta sýnt fram á ákveðna
framfærslu. fslendingar eru heppnir
að hafa Lánasjóð íslenskra náms-
manna (LfN) þar sem þeir geta
fengið lán og þar með sýnt fram á
slíka framfærsiu. Slíkt á hins vegar
ekki afftaf við þá erlendu nema sem
vilja stunda nám hér á íslandi.
Framfærsla erlendra nema er
talin trygg ef...
Almennt nægir í sambandi við
framfærsfu að geta sýnt fram á regiu-
fegar greiðslur inn á reikning aðifans
sem sækir um landvistarleyfið og
þar með lýkur þeirri sögu. Lög um út-
lendinga nr. 96/2002 mæla fyrir um
skifyrði þess að fá landvistarleyfi á
íslandi og eru reglur um framfærslu
nánar útfærðar í regiugerð um útlend-
inga nr. 53/2003 og þá sérstaklega í
2. mgr. 42. gr. en þar segir að fram-
færsla útiendings sé talin trygg ef:
a)Útiendingurinn fær launa-
tekjur eða greiðslur af sjálfstæðri
atvinnustarfsemi sem nægja til
Þessi upphæð
er alltof há fyrir
námsmenn og
geturorðið til
þess að fólk
fari krókaleiðir
í kringum
kerfið.
UMRÆÐAN
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir
framfærslu hans, útlendingur
fær fastar reglulegar greiðslur
sem nægja til framfærslu hans.
b) Útlendingur hefur nægilegt
eigið fé til framfærslu meðan á
dvölinni stendur; eigið fé viðkom-
andi þarf að vera í gjaldmiðli sem
skráður er hjá Seðlabanka íslands.
c) Útlendingur fær námslán eða
námsstyrk sem nægir til fram-
færslu hans, í gjaldmiðli sem
skráður er hjá Seðlabanka íslands.
Þessir þrír liðir virðast taka til
greina algengustu framfærsluleiðir
erlendra námsmanna, þ.e. að þeir
afli sér lágmarksframfærslu mánað-
arlega sjálfir, að þeir eigi nóg inni
á reikningi til lágmarksframfærslu
þann tíma sem þeir dvelja hér á
landi eða að þeir séu með námslán
erlendis frá upp á lágmarksfram-
færslu sem viðkomandi lánasjóður
tryggir að einstaklingurinn fái
mánaðarlega. Lágmarksframfærsla
er miðuð við framfærslustuðul
félagsmálaráðuneytisins og er nú
(viðmið frá janúar 2007) 95.325 kr. á
mánuði fyrir einstakling og 152.520
fyrir hjón eða fólk skráð í sambúð.
Eðlilegt er að erlendir náms-
menn þurfi að geta sýnt fram á
framfærslu enda er LlN ekki opinn
þeim og einhvern veginn þurfa
þeir að lifa hérlendis. Ætlunin er
því ekki að gagnrýna upphæðina
sjálfa, heldur benda á að þær kröfur
sem Útlendingastofnun gerir svo
að erlendir námsmenn geti sýnt
fram á lágmarksframfærslu eru
óraunhæfar.
Óraunhæfar kröfur
Útlendingastofnunar
Vandamálið er ekki upphæðin
sjálf heldur kröfurnar við að sýna
fram á hana eins og minnst var á
hér að framan. í raun og veru er
einungis notast við b) lið 2. mgr.
42. gr. reglugerðar um útlendinga.
a) liðurinn segir til um að náms-
maður vinni sjálfur fyrir 95.325
kr. á mánuði, en þar sem erlendur
námsmaður þarf að vera skráður í
fullt nám í Háskólanum og ná að
lágmarki 11 einingum sem hann
er skráður í til þess að halda leyf-
inu, gefur það augaleið að erlendir
námsmenn geta varla unnið fyrir
95.325 kr. á mánuði, nema sérstakar
aðstæður leyfi slíkt.
Jafnrétti til náms?
Eina leiðin til þess að a) liðurinn
sé raunhæfur væri ef launum árs-
ins, þar með talið launum sumars-
ins, væri deilt niður á mánuðina
en svo virðist ekki vera gert. C) lið-
urinn fjallar um námslán erlendis
frá og þurfa þau að nema 95.325
kr. á mánuði, en það er einnig
óraunhæft. Þótt mörgu sem tengist
framfærslu LÍN sé ábótavant eru
námslánin hér á landi afar góð í
samanburði við lánasjóði erlendis,
en framfærsla LÍN er þó einungis
94.000 kr. á mánuði og því er ein-
kennilegt að ríkisstjórn sem stærir
sig af besta lánasjóðskerfi í heimi
ætlist til þess að erlendir náms-
menn fái hærri upphæð frá sínu
heimalandi.
Þá er einungis eftir b) liðurinn
sem er mest notaður en hann segir
að erlendur námsmaður þurfi
að eiga 95.325 kr. fyrirfram fyrir
hvern mánuð sem námsmaðurinn
hyggst dvelja á íslandi. Þetta þýðir
að ef einstaklingur ætlar sér að
fá landvistarleyfi í 6 mánuði til
þess að dvelja hér og stunda nám
þarf sá hinn sami að eiga 571.950
kr. ósnertar inni á bankareikn-
ingi. Gaman væri að gera úttekt
á því hvaða íslenski námsmaður
á 571.950 kr. ósnertar á reikningi
sínum. Þessi upphæð er alltof há
fyrir námsmenn og getur orðið
til þess að fólk fari krókaleiðir í
kringum kerfið. Þessi leið býður
upp á það að ættingi eða vinur
leggi þessa upphæð inn á reikning
hjá námsmanninum sem sendir Út-
lendingastofnun síðan reikningsyf-
irlit og bakfærir síðan upphæðina
aftur á aðilann sem lánaði hana.
Þetta sýnir varla fram á sjálf-
stæða framfærslu og sýnir því
miður að auðveldara er fyrir fjár-
hagslega betur stæða einstaklinga
að stunda nám hér á landi og er
það mjög miður að sjónarmið um
jafnrétti til náms séu ekki höfð að
leiðarljósi, einungis vegna þess að
um erlenda námsmenn er að ræða.
Höfundur er fulltrúi Vöku í alþjóða-
nefnd Stúdentaráðs Háskóla íslands
BRÉF TIL BLAÐSINS
Sigrún skrifar:
Óætar kartöflur
íslenskar kartöflur eru nú að
koma á markaðinn og þykir það
fréttnæmt í öllum fjölmiðlum.
Kartöflumafían fær öllu að ráða
á þessum markaði og býður neyt-
endum óætar kartöflur mestan
hluta ársins, kartöflur sem eru
sýktar og illa útlítandi. Svo er
verðið uppi í hæstu hæðum. Það
er sorglegt að enn skuli líðast að
hafa höft á kartöfluinnflutningi. Á
meðan hættir unga fólkið að borða
kartöflur og úðar í sig pastaréttum
í staðinn. Kartöflumafían þarf sam-
keppni frá útlöndum, þá fyrst gæti
maður vænst þess að fá almenni-
legar kartöflur hér á landi. Aðeins
einn aðili býður góðar kartöflur
og það er Móðir jörð. Ég hlakka til
þegar uppskera þess framleiðanda
kemur á markaðinn.
Hrafnhildur skrifar:
Tillitsleysi í
umferðinni
„Ég get ekki orða bundist yfir til-
litsleysi og glannaskap mótorhjóla-
manna. Við hjónin vorum á leið
norður og urðum vitni að glæfra-
akstri þeirra. Hvað eftir annað
sveigðu þeir á milli bíla og sköpuðu
hættu með framúrakstrinum. Síðan
hægðu þeir á, óku á 60 kílómetra
hraða og hjóluðu samsíða þannig
að vonlaust var að komast fram úr
þeim. Við þetta máttu ökumenn á
eftir þeim una allt þar til komið var
að vegamótunum við Hvalfiörð en
þangað óku mótorhjólamennirnir.
Eflaust er misjafn sauður í mörgu
fé en þessir mótorhjólamenn sýndu
af sér glannaskap og tillitsleysi. Al-
mennt skortir mjög á tillitssemi í
umferðinni hér og það á við um
alla ökumenn. Það er hending ef
liðkað er til í umferðinni, hvað þá
að þakkað sé fyrir ef það á annað
borð gerist. Við gætum margt lært
af nágrannaþjóðum okkar í þessum
efnum.”
íslenskir dómarar
réttlæta ranglætið
Hvað eftir annað þarf þjóðin að láta
sér lynda að dómarar Héraðsdóms
Reykjavíkur og hæstaréttar verði sér
og öðrum til skammar hérlendis sem
erlendis. Þeir eru að verða alræmdir
fyrir túlkun sína á réttu og röngu.
Leita þarf til vanþróaðra einræðis-
ríkja til að sambærileg túlkun á rétt-
læti finnist. Það er óásættanlegt að
reyndustu dómarar þjóðarinnar skuli
svo oft klúðra mikilvægum málum
sem raun er á. Þjóðin má ekki una
því að æðstu dómarar hennar séu svo
skini skroppnir að þeir láti slægvitra
lögfræðinga vefja þeim um fingur sér,
um leið og réttlætið er fótumtroðið.
Fimmta maí var pólskur maður
sýknaður í héraðsdómi, en hann
hafði nauðgað konu á salerni í kjall-
ara Hótels Sögu. Dómurinn telur
framburð stúlkunnar einkar trú-
verðugan, en dæmir þó þvert á hann.
Þeim fannst nefnilega ofbeldið ekki
nógu sannfærandi þó nauðgarinn
viðurkenndi níðingsaðfarir og að
ótrúlegt sé að stúlkan hafi boðið
ókunnum manni á klósettið með sér.
Dómararnir minna á sofandi afglapa,
svo utangátta var skilningur þeirra á
viðbrögðum stúlkunnar við óvæntri
árás ofbeldismanns. Þeir litu fram-
hjá þeirri staðreynd að afleiðingar
ofsahræðslu eru oft áfall sem veldur
máttleysi sem skýrir meðal annars
Málið hlýtur
að fara fyrir
hæstarétt og
lengra ef þarf.
UMRÆÐAN
Albert Jensen
hvers vegna ekkert heyrðist í stúlk-
unni. Svo er mögulegt að níðing-
urinn hafi haldið fyrir vit hennar.
Málið hlýtur að fara fyrir hæstarétt
oglengra efþarf.
Annar áfellisdómur yfir íslensku
réttarfari er að Mannréttindadóm-
stóllinn skuli dæma íslenska ríkið
brotlegt þegar hæstiréttur sýknaði
það í máli Söru Lindar Eggertsdóttur.
Þar nýtti hæstiréttur umsögn hlut-
drægra aðila. Málið fór fyrst fyrir
héraðsdóm sem dæmdi stúlkunni
rúmar 28 milljónir. Hæstiréttur
sýknaði svo ríkið eftir að ný gögn
bárust frá læknaráði. Þar var ekki
gætt hlutleysis. Vonandi sér ríkið
sóma sinn í að greiða stúlkunni bæt-
urnar sem héraðsdómur dæmdi. En
Mannréttindadómstóllinn telur mál-
flutning hans vandaðan.
Fyrir mörgum árum nauðguðu
þrír menn 13 ára stúlku og voru
sýknaðir vegna ungs aldurs og þess
að þeir höfðu aldrei nauðgað áður.
Þeir voru 17 og 18 og 19 ára gamlir.
Ég skrifaði harðorða ádeilu á réttar-
farið og sakaði það um að gefa veiði-
leyfi á fermingarbörn. Samkvæmt
dómnum var mönnum sem höfðu
hreint sakavottorð og voru innan tví-
tugs heimilt að nauðga börnum.
Höfundur er trésmíðameistari
GARÐHEIMAR
allt í garðinn á einum stað!
Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300
www.gardheimar.is
k AF 0LLUM TJApJARÖORUM 0G G0SBRUNNUM
'GILDIR FRA^F.IMMíTÍlJDEPIfcTiltfSBlMMitUJÐ^GSl