blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 blaöiö Hunangs^ Sinmepssesút... ... þeqAr vindur íivír! Oraðostascsa... ... þeaar sélin skín! Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna. Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa. Sótti byssuna sem neyðarúrræði ■ Deildu um vinnutíma konunnar ■ Segir að um slysaskot hafi verið að ræða ■ Segir byssuna hafa verið hlaðna eftir veiðiferð Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net (safirði - Aðalmeðferð hófst í gær í máli manns sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, en honum er gefið að sök að hafa skotið úr haglabyssu að konu sinni á heimili þeirra í Hnífsdal. Atvikið átti sér stað í kjölfar deilna þeirra hjóna um vinnutíma konunnar. Ákærði segir að um slysaskot hafi verið að ræða. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til Hnífsdals á norð- anverðum Vestfjörðum í síðasta mánuði eftir að skot hafði hlaupið úr haglabyssu á heimili í bænum. Höglin skrámuðu vanga eiginkonu byssueigandans og rifu göt á föt hennar, en slösuðu hana ekki. Mað- urinn var töluvert ölvaður en gaf sig sjálfviljugur lögreglunni á vald eftir stuttar fortölur. Við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í gær kom fram að hjónin höfðu átt í deilum vegna vinnutíma konunnar, en eig- inmaðurinn var ósáttur með hversu mikið hún vann. Eftir að hafa deilt í einhverja stund mun konan hafa læst sig inni á baðherbergi. Maður- ÁKÆRÐI ► Ákærði er að sögn kunn- ugra rólyndismaður og ekki þekktur fyrir ofbeldis- hneigð. ► Maðurinn segir skot hafa óvart hlaupið úr haglabyssu sinni eftir að hurð skall á andliti hans. ► Samkvæmt rannsókn lög- reglunnar mun byssuhlaup- ið hafa verið í innan við eins metra fjarlægð frá konunni er skotið reið af. inn fór þá niður í kjallara til að ná sér í bjór að eigin sögn, og sá fyrir tilviljun poka með haglabyssunni, sem hann segir aldrei þessu vant hafa enn verið hlaðna eftir síðasta veiðitúr. Hann segist hafa ákveðið að grípa byssuna með sér sem neyð- arúrræði, þar sem honum hafi ekki tekist að fá konuna til að ræða við sig með öðrum ráðum. Ágreiningur um atburðarás Eftir að maðurinn hafði lamið hressilega á baðherbergisdyrnar opnaði konan fyrir honum, en um málavexti eftir það eru hjónin ekki sammála. Segist maðurinn hafa haldið byssunni upp að brjósti sér, en konan segir mann sinn hafa staðið í dyragættinni og miðað byssunni á sig. Segist hún hafa komist fram- hjá honum einungis sökum þess að hann rann til í bleytu. Hvað sem því leið þá eru þau hjónin sammála um að maðurinn hafi komið á eftir konu sinni þar sem hún hljóp að útidyrahurðinni. Hurðin stóð á sér, en þegar dyrnar loks opnuðust hljóp skot úr byss- unni. Segir maðurinn skot hafa hlaupið úr byssunni er hurðin skall á andliti hans, með þeim af- leiðingum að hann missti byssuna. Áverkar voru á kinn mannsins eftir atburðinn. Konan segist hins vegar hafa séð blossa úr hlaupi byssunnar nálægt vanga sér og telur mann sinn hafa miðað byssunni á sig. Maðurinn verður í gæsluvarð- haldi þar til dómur fellur í máli hans, en þó ekki lengur en til 14. ágúst. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær dómur verður kveðinn upp. P LIGHT . MY FIRE Snjöll sænsk hönnun sem gerir íslenskar útilegur þægilegri og girnilegri Til að borða af Til að borða með Komdu og líttu á úrvaliö í verslunum okkar í Faxafeni 12 og Glerárgötu 32, Akureyri. 66 rTTrrrraTiTi REYKJAVIK: Kringlan Bankastræti 5 Faxafen 12 KÓPAVOGUR: Smáralind GARÐABÆR: Miðhraun 11 AKUREYRI: Glerárgata 32 www.66north.is Húsgögnin brennd vegna veggjalúsar Antíkrúmið frá Ellen slapp Mummi í Götusmiðjunni kveðst feginn því að hafa ekki verið búinn að flytja glæsilega antíkrúmið og hin húsgögnin sem Ellen Kristjánsdóttir söngkona ákvað að gefa meðferðar- heimilinu upp í Brúarholt sem áður hét Efri-Brú. Brenna þurfti húsgögn og gardínur í svefnherbergisálm- unni á staðnum vegna veggjalúsar. „Þeir kalla þetta veggjalús því að hún er á milli þilja. Hún étur sig ekki inn í timbrið, heldur sýgur hún blóð úr fólki. Við vorum búin að fleygja miklu af okkar húsgögnum sem voru orðin lúin og stóluðum á að geta gengið að því sem nothæft var af húsgögnunum á staðnum,“ segir Mummi sem heitir fullu nafni Guðmundur Týr Þórarinsson. Opna átti Brúarholt upp úr miðjum júlí en gera má ráð fyrir að innflutningur tefjist um að minnsta kosti viku. Antikrúmið frá Ellen verður í svo- kallaðri svítu í Brúarholti, að sögn Mumma. „Við sjáum fyrir okkur að það verði í einsmannsherbergi fyrir þá sem komnir eru á útskriftarplan sem jafnframt verði hægt að nota sem gestaherbergi fyrir foreldra sem taka þátt í meðferðinni." ingibjorg@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.