blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 12. JÚU 2007 blaðió LÍFSSTÍLL MATUR matur@bladid.net Ég uppgötvaði franska matarhefð sem er mjög rík og mismunandi eftir héruðum landsins og hef mikla unun af því að ferðast um landið og smakka hefðbundinn mat á hverjum stað. Meimatilbúið gvakamóle Þótt vel sé hægt að kaupa til- búið gvakamóle í krukku úti í búð er það mál manna sem til þekkja að ekkert sé betra en heimatilbúið gvakamóle, en það er einfalt að útbúa svoleiðis. Uppskrift: 3 avókadó, flysjuð og maukuð 15 grömm sýrður rjómi 170 grömm mjúkur rjómaostur 30 millilítrar salsasósa 1 g salt svartur pipar á hnífsoddi hvítlaukssalt á hnífsoddi Leiðbeiningar: Blandið maukuðu avókadó, sýrðum rjóma, rjómaosti og salsasósu í skál. Blandið krydd- inu saman áður en þið bætið því út í. Hrærið vel. Geymið í ísskáp í minnst hálf- tíma áður en borið er fram. Kíví- og peru- smoothie Segja má að íslendingar séu haldnir sannkölluðu ávaxta- „smoothie“-æði enda eru slíkir drykkir svalandi, vítamín- ríkir og gjarnan afar bragð- góðir. Margir hafa fest kaup á blöndurum sem eru einmitt ómissandi heimilistæki fyrir alla smoothie-unnendur. Hér er uppskrift að mein- hollum og ljúffengum ávaxta-smoothie: 2 kiví, skorin í bita 2 bananar, skornir í bita 1 pera, skorin í bita 2 dollur kívíjógúrt eða hrein jógúrt Setjið jógúrtina fyrst í bland- arann og síðan ávextina og blandið í um 40 sekúndur. Gómsæt og austræn Taílensk matargerð á sér marga áhangendur hér á landi sem víðar, enda er afar sérstök matarhefð í landinu. Eitt af vinsælustu og algengustu hrá- efnunum í þarlendum matar- uppskriftum er kókosmjólk og er hún notuð í alls kyns rétti allt frá dísætum desertum og upp í rótsterka, kryddaða kjöt- og grænmetisrétti. Kókosmjólkin er bragðsterk og góð á bragðið og hvenær sem kókosmjólk er hluti af uppskriftinni er ekki hægt að sleppa henni án þess að gjörbreyta réttinum og jafnvel eyðileggja hann. Það er því ekkert sem kemur í stað kókos- mjólkurinnar, en hún fæst í all- nokkrum matvöruverslunum hér á landi, gjarnan í dósum. Sigríður Gunnarsdóttir veit sitthvað um franska matargerð Matargerð hluti af hamingjustund með vinum Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Þjóðhátíðardagur Frakka verður haldinn hátíðlegur þar í landi næst- komandi laugardag og ekki er úti- lokað að Frakklandsunnendur hér á landi vilji líka lyfta sér upp í tilefni dagsins. Sigríður Gunnarsdóttir gaf nýlega út bókina Sælkeraferð um Frakkland - 135 uppskriftir að hamingjunni á franska vísu og lu- mar því á góðum rammfrönskum mataruppskriftum. Nýtt ferskt hráefni Sigríður hefur búið í úthverfi Par- ísar frá árinu 1970 og starfað sem heimavinnandi húsmóðir. „Ég hef því haft nógan tima til að læra að búa til franskan mat og nýt þess mjög, enda finnst mér voða gaman að njóta góðra stunda með góðum mat í vina- og fjölskylduhópi. Mat- argerð er bara hluti af hamingju- stundinni, en mikilvægur hluti,“ segir hún og bætir því við að áður en hún flutti til Frakklands hafi hún lítið sem ekkert kunnað að elda. „Ég lærði það síðan þegar ég stofnaði fíölskyldu og eignaðist mitt heimili. Eg uppgötvaði líka franska matarhefð sem er mjög rík og mis- munandi eftir héruðum landsins og hef mikla unun af því að ferðast um landið og smakka hefðbundinn mat á hverjum stað. AIIs staðar er gömul matarhefð í hávegum höfð og margar af þessum klassísku upp- skriftum eru nokkur hundruð ára gamlar. 1 gamla daga tíðkaðist það að fólk notaði bara það í matinn sem hægt var að fá í næsta nágrenni. Það var kannski með kjúklinga og kanínur í húsgarðinum hjá sér og matjurtagarð og notaði það þá. Nýtt grænmeti er mjög ríkur þáttur í franskri matargerð og reyndar er mikil áhersla á að hráefnið sé alltaf nýtt og ferskt.“ Tryggð við heimalandið Eins og fyrr segir hefur Sigríður búið í Frakklandi frá árinu 1970 og þekkir landið því mjög vel, en hún segist þó alltaf halda tryggð við gamla heimalandið. „Ég kem heim á hverju sumri og börnin mín þrjú, sem nú eru uppkomin, koma líka oft og tala öll íslensku þótt þau séu frönsk í aðra ættina. Sjálf er ég úr sveit og ólst upp við hefðbundinn ís- lenskan heimilismat og finnst hann mjög góður líka. Svo finnst mér lika alltaf gaman að smakka þorramat- inn þótt ég myndi ekki vilja borða mig sadda af honum. En alls staðar þar sem ég er, þar vil ég smakka það sem er í boði,“ segir hún. Dansað fram á nótt Stundum er Sigríður stödd ásamt fjölskyldu sinni á íslandi á þjóðhá- tíðardegi Frakka en þegar hún er heima hjá sér tekur hún vitaskuld fullan þátt í hátíðarhöldunum. „í öllum borgum og bæjum landsins er vegleg hátíðardagskrá og ein hefð sem hefur myndast er að reist er stærðarinnar stöng miðsvæðis Hér kemur uppskrift að góm- sætum perum með gráðaosti og hnetum, en uppskriftin kemur frá Mið-Frakklandi. Poires au roquefort et aux noix Fyrir 4 Undirbúningur 15 mínútur. 2 stórar perur eða 4 litlar 100 g valhnetur, 100 g gráðaostur, 2 msk. koníak, 1 dl sýrður rjómi. Saxið helminginn af hnetunum og setjið í skál. Kremjið ostinn með gaffli, bætið í skálina ásamt rjómanum og koníakinu. Hrærið saman. Afhýðið perurnar, takið kjarnann úr þeim. Fyllið holuna eftir kjarnann með sósunni. Leggið perurnar á 4 diska. Skerið hneturnar sem eftir eru í grófa bita, Ieggið við hliðina á perunum. Borðið strax. og ungir hraustir menn klifra upp á hana og keppast um hver verður fyrstur. Svo er alltaf dansað úti á götum og í almenningsgarði beint á móti heimili okkar fjölskyldunnar er haldið ball fram á rauða nótt og skotið upp flugeldum þegar nær dregur miðnætti. Það eru því hæg heimatökin fyrir okkur að skella okkur beint út og byrja að dansa,“ segir hún að lokum. Hvönn Bændurnir í Ytri-Fagradal segja lömb sem alin hafa veriö á hvönn bragðast öðruvísi. Mynd/Jónas Erlendsson Hvannarlömb ræktuö í tilraunaskyni Þau Halla Steinólfsdóttir og Guð- mundur Gíslason, bændur í Ytri- Fagradal á Skarðsströnd í Dölum, eru þessa dagana með óvenjulegt og spennandi rannsóknarverkefni í gangi. Um er að ræða rannsókn á áhrifum hvannar á lambakjöt, og er verkefnið unnið í samstarfi við Bún- aðarsamtök Vesturlands, Landbún- aðarháskóla íslands og Matvís. „Þannig er mál með vexti að ég ólst upp í Ytri-Fagradal og þekki það af eigin raun hvernig lömb sem alin hafa verið á hvönn bragðast öðruvísi og betur en önnur,“ segir Halla. „Við ákváðum að láta á það reyna hvort við fengjum ekki trú- verðuga aðila í lið með okkur til að staðfesta þessa þekkingu okkar og hugmyndinni var vel tekið. Við höfum auðvitað tröllatrú á þessu sjálf og vonandi verður hægt að gera eitthvað spennandi með þetta í framtíðinni." Hún segist vona að veitingahúsin eigi eftir að sjá sér hag í að bjóða upp á þetta lambakjöt og að hugsanlega eigi þau hjón eftir að fá einhvern góðan kokk í lið með sér. „Tilrauna- fénu verður slátrað um miðjan ágúst og Matvís fær hluta af skrokknum og þá verða góðir bitar eftir. Reyndar verður þetta lítið magn til að byrja með, en svo sér maður til hvað verður í framtíðinni." Neytendur sækja sífellt meira í lúxushráefni og séreinkenni og ef vel gengur verður þetta hvann- arlambakjöt markaðssett og selt sérstaklega sem slíkt. „Auðvitað er lambakjötið gott eins og það er en fólk á hverjum bæ fyrir sig þekkir vel muninn á afurðunum eftir því hvað dýrin hafa étið. Neytendur eiga hins vegar erfiðara með að gera sér grein fyrir því enda er allt lambakjöt sett í sama „pottinn“ og þeir vita ekki hvaðan það kemur. Það vantar því séreinkenni fyrir þá og vonandi gengur þetta verkefni okkar svo vel að okkur takist að ryðja brautina fyrir þá sem á eftir koma og að þetta verði framtíðin,“ segir Halla og bætir því við að hún sé afar ánægð með að hafa fengið góðar viðtökur. „Það er svo gaman þegar fólk fær góða hugmynd og fær tækifæri til að láta á hana reyna. Þessi rannsókn er á frumstigi núna og við erum hæstánægð með að hún skuli vera gerð, en svo kemur í ljós síðar hver niðurstaðan verður."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.