blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 blaðiö Holtagarðar taka stakkaskiptum Gamla IKEA-húsnæðið í Holta- görðum tekur stakkaskiptum þessa dagana en þar verður opnað 20.000 fermetra verslunarhúsnæði í byrjun desember. Örn Kjartans- son er fróður um framkvæmdirnar en hann er yfir eignaumsýslu hjá Fasteignafélaginu Stoðum. „Við erum að byggja bílapall fyrir framan húsnæðið þar sem verða 8oo bílastæði ásamt því að setja milligólf i húsið þar sem IKEA var og búa þannig til tvær hæðir í stað einnar.“ Að sögn Arnar verða versl- anir á báðum hæðunum og við gömlu bygginguna bætast 9.000 fermetrar og 400 bílastæði. „Stór og glæsileg Hagkaups- verslun verður á neðri hæðinni. Bónus mun stækka lítillega og á efri hæðinni verða meðal annars Max raftækjaverslun, Útilíf og verslun Jóa Fel.“ Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á leigu- samninga verslana. bJorg@bladid.net VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA Vagnhöfða 25 I 12 Reykjavík sfmi 567 4455 fax 567 4453 VW Fox eða sambærilegur Vika í Þýskalandi frá 18.400 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta 522 44 00 • www.hertz.is Ofsi og hatur í Austur-Evrópu ■ Andúð vex í garð samkynhneigðra og kynskiptinga ■ Amnesty berst ötullega fyrir bættu ástandi í Póllandi og víðar Eftlr Björgu Magnúsdóttur bjorg@bladid.net Sannkallað stríðsástand ríkir í Póllandi og víðar í Austur-Evr- ópu. Andúð og ofsi blossa upp gagnvart samkynhneigðum, tví- kynhneigðum og kynskiptingum (transgender), með öðrum orðum STT. Amnesty International á fslandi og Samtökin ‘78 hafa stofnað hóp- inn Verndarvættina sem berst fyrir mannréttindum STT-fólks á alþjóða- vettvangi. „Við erum nýbúin að stofna þennan hóp og erum eins og stendur að vinna að Gay Pride-hátíð- inni. f framtíðinni munum við hins vegar grípa til aðgerða á alþjóða- vettvangi,“ segir Iris Ellenberger, herferða- og aðgerðastjóri Amnesty hérlendis. „Samkynhneigð er til dæmis ólög- leg í yfir 100 ríkjum heimsins, þar á meðal Úganda, Súdan, Afganistan og Kamerún." Andúðin var mikil hér Anna K. Kristjánsdóttir fór í kyn- skiptaaðgerð árið 1995 og segir við- horf íslendinga til slíkra aðgerða gerbreytt. „Andúðin á íslandi var mikil en hefur gjörbreyst. Áður fyrr var mikil forvitni í fólki, en á eftir fylgdi andúð, fyrirlitning og niðurlæging. Smám saman hefur þó gengið að leysa þetta mál og staðan hérlendis í dag er miklu betri en hún var.“ Anna segir réttindamál STT-fólks í góðum farvegi víða í heiminum fyrir utan Austur-Evrópu þar sem þau hafa snarversnað. Ástandið sé sérstaklega slæmt í Póllandi og Tyrk- landi en þaðan hafa Önnu borist til eyrna skelfilegar sögur. Samkvæmt heimasíðu samtaka þeirra sem skipt hafa um kyn í Evrópu lifa þau í mörgum löndum Austur-Evrópu mjög hættulegu lífi. „Lík kynskiptinga er minna virt en lík hunda á strætum Tyrklands. Ef kynskiptingar lenda í slysi á vegum úti er þeim ekki hjálpað af vegfar- endum,“ stendur meðal annars á heimasíðunni. Anna Kristjánsdóttir Andúöin var mikil hér á landi en ástandið hefur breyst mikiö. Umræða til bóta Á heimasíðu Amnesty er fólk hvatt til að senda pólskum yfirvöldum staðlað bréf og mótmæla afstöðu ráðamanna til samkynhneigðra og kynskiptinga. Þar stendur einnig að pólskir stjórnmálamenn hafi gefið frá sér yfirlýsingar eins og: „Ef hinir afbrigðilegu byrja að mótmæla þá á að lemja þá með kylfum" og: „STT- samtök senda kynskiptinga f leik- skóla til að biðja börnin um að skipta um kyn“. Anna bendir á að umræða sé leiðin til bóta. „Það þarf að koma almenn- ingi í skilning um að þetta sé ekkert hættulegt fólk, heldur venjulegt." STT -EINSTAKLINGAR ► 2 kynskiptaaðgerðir hafa verið framkvæmdar á ís- landi ► Samtökin ‘78 hafa helgað sig jafnréttindabaráttu les- bfa, homma, kynskiptinga og tvíkynhneigðra í 29 ár ► 11. ágúst verður Gay Pride- hátíðin haldin í miðborg Reykjavíkur ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.