blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 blaðió Vamir fyrir efnahaginn Snjóflóðavarnir rísi á Bolungarvík í haust Grímur Atlason, bæjarstjóri Bol- ungarvíkur, telur að framkvæmdir vegna snjóflóðagarðs í Bolungar- vík, sem staðið hefur til að hefjist í sumar, verði góð innspýting í efna- hag bæjarins. „Við vonum að framkvæmdir hefj- ist í sumar, ekki endilega vegna snjóflóðavarnanna sjálfra heldur vegna starfanna sem framkvæmdin skapar. Enda veitir ekki af nú þegar þorskkvótinn minnkar,“ segir hann. Frestur til að skila athugasemdum vegna fyrirhugaðs snjóflóðagarðs rann út á mánudaginn, en garður- inn mun verða 18 til 22 metra hár, 700 metra langur og staðsettur þar sem Dísarland er nú. Ein athugasemd Ein athugasemd barst, sem laut að því að huga yrði að því að náttúru- minjar við austurenda garðsins rask- ist ekki. „Við vorum meðvituð um að það eru einhverjar minjar þarna,“ segir Grímur. „Fornleifauppgröftur við austurhlutann verður því boð- inn út samhliða byggingu garðsins, og verður hann kláraður á meðan byrjað er á hinum endanum." Samkvæmt upplýsingum frá um- hverfisráðuneyti er gert ráð fyrir að kostnaður við byggingu garðsins verði um 750 milljónir króna, en Of- anflóðasjóður ráðuneytisins greiðir 90 prósent kostnaðarins. hlynur@bladid.net Rækjuvinnsla Ramma Uppsagnir boðaöar Starfsfólki í rækjuvinnslu Ramma hf. á Siglufirði var í gær tilkynnt að því myndi berast uppsagnarbréf í þessum mánuði þar sem hætta ætti rækjuvinnslu hjá fyrirtækinu í lok október. Nú vinnur 31 starfsmaður að rækjuvinnslu hjá Ramma og eru flestir í fullu starfi. mbl. is Össur ósáttur Vill skerða vald yíneftirlitsins Össur Skarphéðinsson iðnað- arráðherra fordæmir aðgerðir svokallaðs Víneftirlits á heima- síðu sinni en í fyrradag voru nokkrir eigendur kaffi- og veit- ingahúsa látnir taka inn borð þar sem þeir höfðu ekki leyfi fyrir þeim. Segir Össur á heima- síðunni að hann hafi aldrei áður heyrt um þessa stofnun og ef eftirlitið yrði flutt undir iðnaðarráðuneytið teldi hann einsýnt að umboð þess yrði skert þannig að það gæti ekki rutt gangstéttir borgarinnar af „lífsglöðum Reykvíkingum í sumarleyfi og sól“. hbv ívar Aron Hill Ævarsson gekk laus í fjóra daga og braut strax af sér Sumarfríi síbrotamanns lokið ívar Aron Hill Ævarsson, 20 ára, sem var látinn laus úr síbrotagæslu í byrjun síðustu viku var á föstudag úrskurðaður aftur í gæsluvarðhald. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð á þriðjudag. Blaðið sagði frá því síðastliðinn fimmtudag að ívari, sem hafði þá setið í síbrotagæslu frá 30. janúar, hefði verið sleppt úr haldi ásamt öðrum ungum síbrotamanni vegna iess að dómsuppsaga í máli gegn ieim hafði dregist. í því máli er var, ásamt tólf öðrum ungmennum, ákærður fyrir fjölmörg afbrot í alls 76 ákæruliðum. Dómur í málinu verður að öllum líkindum kveðinn upp í dag. í úrskurði héraðsdóms segir að ívar hafi haldið brotum sínum áfram jafnskjótt og hann losnaði úr haldi. Á þeim fjórum dögum sem hann gekk laus liggur fyrir rökstuddur grunur um að hann hafi brotist inn í bifreið fyrir utan Landspítalann við Hringbraut og stolið þaðan veski, farið inn í nokkrar bifreiðar við Njarðargötu, brotist inn í íbúð í Rimahverfi og flúið þaðan á bifreið sem bar stolin skráningarnúmer. Ivar er talinn hafa ekið þeirri bifreið undir áhrifum fíknefna og var handtekinn í kjölfarið. í greinargerð lögreglustjóra segir að brýn hætta sé á að ívar haldi af- brotum sínum áfram gangi hann laus. Hann sé í fíkniefnaneyslu og fjármagni hana með auðgunar- brotum. Gæsluvarðhaldsúrskurð- urinn gildir til næstkomandi mánudags. thordur@bladid.net Fimmtudaginn 5. júlí Blaðið sagði frá því að (var hefði, ásamt öðrum ungum afbrotamanni, losnað úr gæsluvarðhaldi vegna dráttar á dómsuppsögu í máli á hendur þeim. (var er nú kominn aftur á bak við lás og slá. „Við spilum alveg eftir leikreglunum" ■ Slökkviliðsstjórar ósáttir við ummæli starfsmanns Brunamálastofnunar um hagsmuna- tengsl ■ Formaður Félags slökkviliðsstjóra myndi senda barn í sumarbúðir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Við spilum alveg eftir þeim leik- reglum sem Brunamálastofnun hefur sett. Ef starfsmenn hennar telja að ekki sé nóg að gert verða þeir að setja nýjar reglur,“ segir Kristján Einarsson, slökkviliðs- stjóri í Árnessýslu og formaður Fé- lags slökkviliðsstjóra. Hann segir slökkviliðsstjóra ósátta við þau ummæli Guðmundar Gunnarssonar, yfirverkfræðings hjá Brunamálastofnun, að ástandbruna- varna í sumarbúðum sé kannski ekki klapp á öxlina á þeim um að þeir standi sig voða vel. „Hópur- inn í heild er heldur ekki sáttur við þau ummæli að í sumum tilfellum tengist slökkviliðsstjórar þeim sem reka sumarbúðir. Þeir sem þetta á ekki við um vilja ekki liggja undir grun um hagsmunatengsl. For- eldrar gætu til dæmis haldið að ég myndi gefa eitthvað eftir ef ég tengd- ist þeim sem reka sumarbúðirnar við Úlfljótsvatn sem eru í mínu umdæmi." Á ábyrgð eigenda Jón Ásberg Salómonsson, slökkvi- liðsstjóri Norðurþings þar sem sumarbúðirnar við Vestmannsvatn eru, kveðst ekki hafa neina trú á að slökkviliðsstjórar gefi eftir varð- andi öryggi. „Ég tel að ekki sé hægt að gefa eftir varðandi öryggiskerfi en menn gefa eðlilegan umþóttunar- tíma við lagfæringar húsa sem mörg eru kannski gömul timburhús eins og á mínu svæði.“ Jón bætir því við að þótt eftirlitið sé á ábyrgð slökkvi- ELDVARNIR í SUMARBÚÐUM ► Brunamálastofnun gerði út- tekt á eldvörnum í 21 bygg- ingu í 10 sumarbúðum fyrir börn í fyrrasumar. Ástandið var slæmt í 43 prósentum tilvika og sæmilegt í 57 pró- sentum tilvika. ► Sumarbúðirnar sem gerð var úttekt á eiga það nær allar sameiginlegt að það tekur slökkvilið yfir 25 mín- útur að aka að þeim. liðsstjóra séu brunarvarnir á ábyrgð eigenda. Brunamálastofnun gerði í fyrra- sumar úttekt á 21 byggingu í 10 sumarbúðum. Ástand brunavarna var slæmt í 43 prósentum tilvika og sæmilegt í 57 prósentum til- vika. Engin bygging fékk einkunn- ina ágætt en engin þótti heldur óviðunandi. Einkunnagjöfinbyggirágildandi byggingareglugerð en eldvarnareft- irlit s veitarfélaganna hefur þurft að taka tillit til eldri húsa sem byggð eru samkvæmt eldri reglugerðum. Ef um breytingar á sjálfu húsnæð- inu er að ræða fer það eftir eðli kröf- unnar hversu langan frest menn fá, að sögn yfirverkfræðingsins. Hins vegar sé þess krafist að brunavið- vörunarkerfi sé í öllum húsunum. Slíkar kröfur hafi ekki verið gerðar fyrir um 20 árum. Jafnframt þurfa að vera óbrennanlegar klæðningar í húsunum. Verða að fullnægja kröfum „Ég get fullyrt það að það fá engar sumarbúðir rekstrarleyfi fullnægi þær ekki þeim kröfum sem gerðar eru. Viðvörunarkerfin eru viðbót við gömlu reglurnar. Það fær eng- inn rekstraraðili leyfi nema slíku kerfi hafi verið komið upp. Við gerum jafnframt kröfu um að gerður sé samningur við viðhalds- aðila með réttindi um að yfirfara viðvörunarkerfið. Við göngum úr skugga um að útgönguleiðir séu í lagi. Ef um meiriháttar breytingar á húsnæðinu er að ræða förum við fram á að unnið sé eftir reglugerð dagsins í dag.“ Guðmundur lýsti því yfir í viðtali við Blaðið í gær að hann væri efins um hvort hann myndi senda barn í sumarbúðir sem fengið hefðu ein- kunnina slæmt eða sæmilegt. Krist- ján segir slökkviliðsstjóra ósátta vegna þessara ummæla. Sjálfur kveðst Kristján á annarri skoðun en yfirverkfræðingurinn. „Ég myndi senda börnin mín í sumar- búðir,“ leggur hann áherslu á. Seldum fasteignum fjölgaði um 71,9% í júní miðað við sama mánuð í fyrra Fasteignamarkaðurinn í stórsókn I SAMANBURÐUR KAUPSAMNINGA MILLI ÁRAA Júní 2006 Júní 2007 Prósentu- aukning milli ára Þinglýstir kaupsamningar höfuðborgarsvæðis 601 1033 71,88% Heildarvelta fasteigna 15,4 milljaröar 28,7 milljarðar 86,36% Meðalupphæð hvers kaupsamnings 25,6 milljónir 27,8 milljónir 8,59% Fasteignamarkaður höfuðborgar- svæðisins er í mikilli hæð miðað við sama tíma í fyrra. „Fjöldi þinglýstra kaupsamninga við sýslumannsemb- ættin á höfuðborgarsvæðinu í júní á þessu ári var 1.033,“ eins og fram kemur á heimasíðu Fasteignamats ríkisins. „Heildarvelta nam 28,7 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 27,8 millj- ónir króna.“ Á sama tíma í fyrra var fjöldi þinglýstra kaupsamninga 601 talsins, heildarvelta var 15,4 millj- arðar króna og meðalupphæð hvers kaupsamnings 25,6 milljónir króna. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, segir eftir- spurn mikla eftir öllum gerðum fasteigna. „Þetta ár er búið að vera ágætt og það er góður gangur á markaðinum." Hún segir þó að fjöldi kaupsamninga í júní segi ekki alla söguna því inni í þeirri tölu sé ekki einungis íbúðahúsnæði heldur einnig iðnaðar- og atvinnuhúsnæði. „Það býr margt á bak við tölur um kaupsamninga höfuðborgarsvæð- isins, til dæmis það að Islendingar skipta oftar um húsnæði en margar þjóðir og hér er eignarfyrirkomu- lagið þannig að flestir búa í sinni eigin íbúð.“ bjorg@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.