blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 35

blaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 35
blaóió FIMMTUDAGUR 12. JULI 2007 35 Iœland Airwaves og G! Festival hefja samstarf Ultra Mega Technobandið Stefán spilar í Færeyjum Eftir Sigrúnu Maríu Einarsdóttur Ultra Mega Technobandið Stefán sigrun@bladid.net Sló í gegn á Airwaves í fyrra Tónlistarhátíðarnar Iceland Air- waves og G! Festival í Færeyjum hafa nú hafið samstarf sín á milli. G! Festival verður haldin dag- ana r9. til 21. júlí en Airwaves fer fram 17. til 21. október. En það fer þannig fram að G! Festival velur eina hljómsveit af Airwaves til að koma fram á sinni hátíð og á móti velur Airwaves eina hljómsveit af G! Festival til að troða upp á Airwaves. Airwaves valdi færeysku hljóm- sveitina Boys in a Band til að leika undir merkjum G! Festival á Air- waves í haust, en Boys in a Band hefur vakið mikla athygli fyrir líf- lega sviðsframkomu og skemmti- lega rokk & ról-tónlist. G! Festival valdi hins vegar íslensku hljóm- sveitina Ultra Mega Technobandið Stefán til þess að spila á sinni há- tíð, en hljómsveitin hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið. Nóg að gera hjá Ultra Mega Technobandinu Stefáni Mér finnst gaman að standa við orð mín, því fyrir einu og hálfu ári sagði ég að við myndum verða heims- frægir og þá hlógu allir að því en núna erum við eig- inlega orðnir heimsfrægir. Boys in a Band Þekktir fyrir skemmti- lega sviðsframkomu Ultra Mega Technobandið Sefán er nýlega komið úr tónleikaferð til Skotlands. Þar léku þeir á stæstu tónleikahátíð landsins, Rock Ness, og einnig spiluðu þeir á kynningar- hátíðinni goNorth undir merkjum Iceland Airwaves. Sveitin spilaði á síðustu Airwaves-hátíð og það eru margir sem muna eftir þeim tónleikum og ekki síst sviðsfram- komu hljómsveitarinnar. Forsvars- menn G! Festival sáu sveitina ein- mitt leika á Airwaves í fyrra og óskuðu í kjölfarið eftir því að fá hana til að spila á sinni hátíð. Sigurður Ásgeir er söngvari í Ultra Mega Technobandinu Stef- áni og hann segir að hljómsveitin sé mjög spennt fyrir því að fara til Færeyja og spila. „Við förum eftir viku og hljóm- sveitin er búin að fá gífurlega mikla athygli úti í Færeyjum. Við hlökkum mjög mikið til að fara út og spila. Ég held að við munum fara út ásamt bandinu Doktor Spock þannig að þetta verður ro- salega undarleg lífsreynsla,“ segir Sigurður og bætir við. „En fyrri utanlandsferðir okkar hafa verið mjög skrautlegar og við munurn ekki bregða út af þeirri venju. Við spiluðum á Air- waves í fyrra og það fór ekki milli mála að við áttum þá hátíð,“ segir Sigurður, heyra má glottið. Hann skefur ekki utan af hlutunum. „Við, Lay Low og Reykjavík! stóðum okkur best og það er enginn hroki á bak við það. Mér finnst gaman að standa við orð mín, því fyrir einu og hálfu ári sagði ég að við myndum verða heimsfrægir og þá hlógu allir að G! FESTIVAL ► Hátíðin er haldin í þorpinu Gata í Færeyjum dagana 19. til 21. júlí. W. Ultra Mega Technobandð Stefán og Hjálmar leika á hátíðinni. Einnig koma fram Natasha Bedingfield, Da- rude, Lisa Ekdahl og fieiri. ► Uppselt var í fyrra og árið 2005 og eiga Færeyingar von á 6000 manns. því en núna erum við eiginlega orðnir heimsfrægir.“ Sigurður bætir því við að lokum að það sé plata í deigl- unni og þá muni fólk sjá aðra hlið á hljómsveitinni. Ánægð með viðtökumar Hijómsveitin Rhonda and the Runestones hefur spilað á þó nokkrum tónleikum á Islandi og segjast meðiimirnir ánægðir með viðbrögð þeirra sem gefið hafa sveitinni gaum. Nýstimi vikunnar á Reykjavík FM Fjögurra laga plata á ieiðinni Hljómsveitin Rhonda and the Runestones er nýstirni vikunnar hjá útvarpsstöðinni Reykjavík FM. Hljómsveitin er skipuð þeim Pétri Óskarssyni bassaleikara, gítarleikurunum Einari Johnson og Sigursteini Kristjánssyni, Ara Bjarnasyni trommuleikara og söngkonunni Fionu Cribben, sem kemur frá Irlandi. „Við erum búin að vera starfandi í um ár. Einar og Fiona kynntust í London og urðu par. Þau fóru að bralla eitthvað saman með músík og svo komu þau hingað heim og stofnuðu þessa hljómsveit,“ segir Pétur Óskarsson, aðspurður um rætur hljómveitarinnar. „Við höfum verið að spila á hinum og þessum tónleikum, bæði hérna í bænum og eins úti á landi. Til dæmis höfum við spilað á Amsterdam, Bar 11, Dillon og á fleiri stöðum. Það hafa flestir tekið mjög vel í þetta hjá okkur.“ Gera allt sjálf Hljómsveitin er nýkomin úr stúdíói eftir að hafa tekið upp fjög- urra laga plötu sem von er á næstu daga. Pétur segir útgáfu plötunnar hina rólegustu enda sjá hljómsveit- armeðlimir um allt tilstand sjálfir. „Þetta er mjög mínimalískt allt saman. Við gerum allt sjálf, hvort sem það er að dreifa eða selja. Við höfum ekkert sérstakt útgáfufyrir- tæki eða dæmi á bak við okkur. En það er samt mjög skemmtilegt og við höfum gaman af því að standa í þessu. Við erum náttúrlega öll að gera þetta af áhuga og leggjum okkur fram við að koma bandinu á framfæri." Pönkað rokk og skemmtileg tónlist Að sögn Péturs spilar hljóm- sveitin svokallað kabarett-pönk og segir hann ferskleikann svífa yfir vötnum. „Við viljum gera eitthvað nýtt og svolítið öðruvísi en flestir eru að gera. Helsta lýsingin er annars bara pönkað rokk og skemmtileg tónlist!“ segir hann og bætir við að framundan sé að spila sem mest og koma plötunni á allar útvarpsstöðvar. „Við ætlum bara að pota þessari plötu áfram og verða heimsfræg! Nei, ég segi nú bara svona. Aðalat- riðið er að spila sem mest og hafa gaman af þessu.“ ítalódiskó á Bamum í kvöld Róbótaraddir og geimdiskó Fjör á Blönduósi Jón og Eyvi syngja saman á tónleikum Tónlistarmennirnir Jón Ólafsson og Eyjólfur Kristjánsson munu koma fram í kvöld á tónleikum sem verða haldnir í tengslum við Húnavöku á Blönduósi sem fram fer um helgina. Þeir félagar störfuðu á sínum tima saman í Bítlavinafélag- inu. Jón segir að þeir séu þó ekki beint að fara að spila saman. „Ég byrja á því að spila mín lög, síðan mun Ey vi spila sín lög og svo er ekki ólíklegt að ég komi í lokin bg spili með honum Nínu. Við munum ör- ugglega skipta þessu til helminga. Eyvi hefur samið mikið af píanó- lögum, til dæmis Nínu og Ég lifi í draumi, þannig að ég reikna með því að koma inn í lokin og spila með honum. Mér finnst líklegt að ég muni spila lög af nýja disknum mínum og svo mun ég taka eitthvað af gömlu Iögunum sem fólk vill heyra. Svo er ég alltaf að taka lög sem ég hef samið og aðrir hafa flutt. Þannig að þetta verður bara brot af því besta.“ Aðspurður hvort þeir félagar taki gömul lög með Bítlavinafélag- inu segir Jón að það sé aldrei að vita. „Maður veit aldrei hvað gerist í lok tónleikanna. Við Eyvi gætum spilað 200 lög saman án þess að æfa. Þannig að þetta verður bara að koma ljós,“ segir Jón að lokum. Svokallað ítalódiskó mun ráða ríkjum á Barnum í kvöld en þeir Sveinbjörn Pálsson og Haraldur Agnar Civelek ætla að þeyta skífum með áherslu á þessa sérstöku teg- und tónlistar. ftalódiskó er tónlist- arstefna sem þróaðist á Ítalíu, Spáni og í Þýskalandi upp úr 1980 og var við lýði fram yfir 1990. Að sögn strákanna má kalla tón- listina framtíðarlegt tölvupopp þar sem saman koma hljóðgervlar, trommuheilar og raddbreytar. „Við höfum hlustað á þessa tónlist lengi og haft hugmynd um að halda partí og spila þetta dót. Halli heldur úti tónlistarblogginu icomefrom- reykjavik.com/kontrapunkt og á því hefur hann verið að birta mikið af ítaló-tónlist sem hefur svo verið að komast í spilun,“ segir Sveinbjörn og hrósar tónlistinni í hástert. „Þetta er náttúrlega ein skemmti- Bang Gang Sjónvarpsþátturinn Freshmen á MTV í Bandaríkjunum frumsýnir í hverri viku fimm ný lög sem keppa um áframhaldandi spilun á sjónvarpsstöðinni. Þessa vikuna urðu fslendingarnir í Bang Gang þess heiðurs aðnjótandi að veljast í fimm laga hópinn og biðla þeir nú til landa sinna að leggja hljóm- legasta tegund af danstónlist sem þú finnur. Sándið í þessum gömlu lögum er svo ótrúlegt, sérstaklega í geimdiskóinu. Þar er allt vaðandi í framtíðarlegum hljómum og róbóta- röddum og allt skemmtilega skrítið og mjög ný-rómantískt. Þekktasti áhrifavaldur ítalódiskósins er ítalski upptökustjórinn Giorgio Moroder, en hann tók meðal annars upp Blondie, Queen og fleiri og átti tón- listina í bíómyndunum Never End- sveitinni lið og kjósa lagið Stop in the Name of Love. Aðdáendur Bang Gang geta kosið lagið á vefsíðu MTV, www.mtvu. com/music/freshmen, en þar má láta gamminn geisa og kjósa eins oft og hverjum hentar. ing Story og Top Gun auk annarra. Þess má til gamans geta að hann vann mikið með íslendingnum Þóri Baldurssyni við tónlistarsköpun á mótunarárum ítalósins." Skemmtunin hefst stundvíslega klukkan 22:00. í úrtaki á MTV

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.